Uppstillingarnefnd LEB auglýsir eftir áhugasömum til trúnaðarstarfa

Uppstillingarnefnd LEB hefur hafið störf vegna kosninga til trúnaðarstarfa á landsfundi LEB þann 3. maí 2022.Að þessu sinni á að kjósa 2 stjórnarmenn til tveggja ára og alla 3 varamenn í stjórn til eins árs. Einnig á að kjósa 2 skoðunarmenn reikninga og tvo til vara, alla til eins árs.Uppstillingarnefnd auglýsir eftir áhugasömum sem vilja gefa kost á sér til einhverja þessara starfa. Áhugasamir sendi sem allra fyrst upplýsingar í netfangið leb@leb.is merkt: Framboð. Þar þarf að koma fram: Nafn, kennitala, fullt heimilisfang, netfang og símanúmer ásamt heiti aðildarfélags viðkomandi.Uppstillingarnefnd mun síðan kynna tillögur sínar tveim vikum fyrir landsfund eins og lög LEB gera ráð fyrir, þann 19. apríl nk.Í uppstillingarnefnd sitja: Valgerður Sigurðardóttir formaður Hafnarfirði, Ómar Kristinsson Kópavogi, Guðrún Eyjólfsdóttir Reykjanesbæ, Þórunn Sveinbjörnsdóttir Búðardal og Sigurbjörg Gísladóttir Reykjavík.

Previous
Previous

AfsláttarAPP og Afsláttarbók 2022

Next
Next

Eldri borgarar á Suðurnesjum skora á ríkisstjórn og Alþingi