Afsláttarbók LEB 2024 komin út

 

Um langt árabil hefur LEB safnað afsláttarkjörum fyrir félagsmenn í aðildarfélögum LEB sem birst hafa í Afsláttarbók LEB sem kemur út árlega, oftast í marsmánuði.

Nú hefur Afsláttarbók LEB 2024 komið út. Leturstofan í Vestmannaeyjum hefur séð um útgáfuna fyrir LEB, bæði með því að safna afsláttarkjörum sem og að setja upp bókina og ganga frá henni til prentunar. FEB – Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni er einnig mikilvægur samstarfsaðili vegna bókarinnar, enda lang fjölmennasta aðildarfélag LEB. FEB sér um að hýsa lager bókarinnar og afhenda þeim aðildarfélögum sem vilja sækja sér eintök fyrir félagsmenn sína.

Afsláttarbókin er jafnframt aðgengileg rafrænt á heimasíðu LEB sem og á heimasíðum þeirra aðildarfélaga sem hafa slíka.

Á allra síðustu árum hefur bæði Afsláttarbókin sem og öll tilboð hennar verið í appinu SPARA  sem fólk hefur í símanum sínum og þar birtast einnig rafrænt félagsskírteini einstakra félagsmanna í aðildarfélögum LEB. Hvert félag sér um að skrá fullgilda félagsmenn sína í appið.

Appið SPARA gefur jafnframt fólki aðgang að enn fleiri tilboðum en er að hafa í gegnum LEB, svo það er til mikils að vinna að vera félagi í einhverju félagi eldri borgara um landið og fá aðgang að appinu SPARA í símann sinn.

HÉR er listi yfir öll aðildarfélög LEB

HÉR má nálgast Afsláttarbók LEB 2024

HÉR eru upplýsingar um SPARA afsláttarappið

Þeir sem vilja veita eldri borgurum afslátt á vörum sínum og þjónustu eru beðnir um að setja sig í samband við Leturstofuna, netfang: leturstofan@leturstofan.is

  

Previous
Previous

Upptökur og glærur fyrirlestra á ráðstefnu Öldungaráðs Íslands

Next
Next

Viðurkenning Öldrunarráðs Íslands 2023