Áhersluatriði eldra fólks í komandi Alþingiskosningum

 Formannafundur LEB ásamt stjórn LEB var haldinn laugardaginn 13. mars sl. Þetta var fjarfundur og var í fyrsta skipti sem LEB hélt svo fjölmennan fund sem fjarfund. Rúmlega 40 manns var á fundinum og voru fulltrúar frá 31 aðildarfélagi LEB. Helsta mál fundarins var tilllaga að fáum, en snörpum áhersluatriðum sem eldri borgarar vildu koma á framfæri við stjórnmálaflokkana sem nú sitja á Alþingi og munu bjóða fram til næstu Alþingiskosninga sem fyrirhugaðar eru 25. september nk. Tillagan var samþykkt samhljóða og standa fundir yfir með fulltrúum stjórnmálaflokka 7. – 9. apríl 2021 þar sem þeim eru kynntar þessi megin áhersluatriði. Er fundað með hverjum stjórnmálaflokki fyrir sig. LEB Áhersluatriði á pdf formi 

Previous
Previous

Stefna um heilbrigðisþjónustu við aldraða umfjöllunarefni heilbrigðisþings 2021

Next
Next

Niðurstöður könnunar um hagi og líðan aldraðra á Íslandi 2020