Auglýsing uppstillingarnefndar 2025

Uppstillingarnefnd auglýsir hér með eftir framboðum til stjórnar LEB á næsta landsfundi sem haldinn verður 29. apríl nk. í Reykjanesbæ.

Aðildarfélögin geta einnig komið tilnefningum og/eða uppástungum á framfæri við nefndina.

Athygli er vakin á því að í ár þarf að stilla upp tveimur listum. Það kemur til af tillögu um breytingu á skipan stjórnar þannig að í stað 5 aðalmanna og 3ja varamanna, skipi stjórnina 7 aðalmenn og 2 varamenn. Það þýðir að stilla þarf upp tveimur listum; eftir núverandi lögum 5+3 og einnig skv. nýjum lögum, verði tillagan samþykkt um fjölgun stjórnarmanna. Gert er þá ráð fyrir að afbrigði verði borið upp á fundinum sem leyfir að breyting á skipan stjórnar taki gildi á yfirstandandi fundi og kosið skv. því.

Sæti í boði:

Listi A (7 manna Stjórn) Listi B (5 manna Stjórn)

1 Formaður 1 Formaður

1 Aðalmaður til eins árs 2 Aðalmenn til tveggja ára

3 Aðalmenn til tveggja ára 3 Varamenn til eins árs

2 Varamenn til eins árs

Frestur einstaklinga til að skila framboðum er til 22. april skv. lögum LEB.

Framboðslisti uppstillingarnefndar verður birtur á heimasíðu LEB í síðasta lagi þann 15. apríl skv. lögum LEB.

Framboð/tilnefningar/uppástungur óskast sendar til formanns uppstillingarnefndar:

Einar Sveinn Ólafsson, Grundarfirði

Sími: 897 0303 Netfang hr.einar.sveinn@gmail.com

Next
Next

Breytingar á skrifstofu LEB