Breytingar á skrifstofu LEB

Í byrjun árs 2025 ákvað verkefnastjóri heilsueflingar, Ásgerður Guðmundsdóttir, að skipta um starfsvettvang eftir 3ja ára starf hjá LEB og var því auglýst eftir nýjum verkefnastjóra. Það var Ásta Sigurjónsdóttir sem var valin úr dágóðum hópi umsækjenda og hóf hún störf núna í mars.

Fráfarandi verkefnastjóri hefur m.a. unnið ötullega að uppbyggingu verkefnisins Bjartur lífsstíll, í samstarfi við ÍSÍ. Ásgerður á mikinn heiður skilið fyrir það frábæra starf sem hún hefur skilað aðildarfélögum LEB og færum við henni okkar innilegustu þakkir fyrir.  Verkefnið Bjartur lífsstíll hefur slitið barnsskónum og er nú komið vel af stað, m.a. með ábyrgðaraðila í öllum sveitarfélögum, heimasíðu verkefnisins og handbókum sem þjálfarar og aðrir geta notað að vild.

Ásta Sigurjónsdóttir tekur því við góðu búi og mun halda áfram því góða starfi sem grunnur hefur verið lagður að.

Frá vinstri: Ásgerður Guðmundsdóttir, fráfarandi verkefnastjóri, Oddný Árnadóttir, framkvæmdastjóri LEB og Ásta Sigurjónsdóttir, nýráðinn verkefnastjóri.

Previous
Previous

Auglýsing uppstillingarnefndar 2025

Next
Next

Landsfundur LEB 29. apríl 2025