Auglýst er eftir framboðum vegna stjórnarkjörs á Landsfundi LEB 2021

Landsfundur LEB – Landssambands eldri borgara verður væntanlega haldinn á Hótel Selfossi, miðvikudaginn 26. maí 2021, kl. 10:00. Dagskrá samkv. lögum LEB 

  • Uppstillingarnefnd hefur hafið störf vegna stjórnarkjörs á landsfundinum 2021. Hún er skipuð: Haukur Halldórsson formaður Akureyri, Stefanía Magnúsdóttir Garðabær, Ómar Kristinsson Kópavogur, Sigurbjörg Gísladóttir Reykjavík og Guðrún Eyjólfsdóttir Reykjanesbær.

 

  • Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram vegna stjórnarkjörs skulu senda tilkynningu þess efnis merkt Framboð, til skrifstofu LEB á netfangið leb@leb.is sem fyrst og fyrir 25. apríl nk.Tilkynna þarf nafn, kennitölu, fullt heimilisfang, símanúmer og netfang. Eins hvort framboðið er til formanns eða til stjórnar, varastjórnar, eða starf skoðunarmanna.

 

  • Á landsfundinum 2021 verður kosið:A) Staða formanns LEB til tveggja ára.B) Tvö sæti í stjórn LEB til tveggja ára.C) Þrjú sæti í varastjórn LEB til eins árs.D) Staða tveggja skoðunarmanna og varaskoðunarmanna.

 

  • Tillögur uppstillingarnefndar um fólk í stjórn munu liggja fyrir 11. maí og birtar þá á heimasíðu LEB.

 Við hvetjum aðildarfélög til að að fara að velja fulltrúa sína á landsfund. Samkv. lögum LEB á hvert félag rétt á 1 fulltrúa fyrir allt 150 fyrstu félagsmenn sína, séu félagsmenn 151 - 300 fær félagið 2 fulltrúa og síðan 1 fulltrúa fyrir hverja 300 félagsmenn til viðbótar eða brot úr þeirri tölu. Velja skal jafn marga varamenn. Fulltrúafjöldi einstakra félaga fer eftir uppgefnum félagafjölda í Ársskýrslu 2020. Félagsstjórn aðildarfélags gefur út kjörbréf fyrir landsfundarfulltrúa og skal senda það til stjórnar LEB a.m.k. 2 vikum fyrir landsfund, undirritað af formanni og ritara aðildarfélags.  TÍMALÍNA FYRIR LANDSFUND LEB 2021 25 MARS - tveir mánuðir í landsfund

  • Uppstillingarnefnd hefur störf og auglýsir eftir framboðum til stjórnar, varastjórnar, skoðunarmanna og varaskoðunarmanna, á heimasíðu LEB.
  • Síðasti skiladagur á tillögum til lagabreytinga sem berst stjórn og laganefnd

 13. APRÍL - sex vikur í landsfund

  • Landsfundur boðaður skriflega og auglýstur á heimasíðu LEB
  • Tillögur stjórnar fyrir landsfund kynntar ásamt dagskrá, stað og tíma
  • Tillögur til lagabreytinga kynntar með landsfundarboði

 25. APRÍL - mánuður í landsfund

  • Lokadagur skila á tillögum aðildarfélaga til LEB
  • Lokadagur til að skila inn framboðum vegna stjórnarkjörs og trúnaðarstarfa
  • Kjörbréfanefnd hefur störf

11. MAÍ - tvær vikur í landsfund

  • Uppstillingarnefnd kynnir tillögur sínar og liggja þær frammi á skrifstofu og kynntar á heimasíðu LEB
  • Lokadagur skila á kjörbréfum frá aðildarfélögum

 18. MAÍ - vika í landsfund

  • Endurskoðaðir og áritaðir ársreikningar ásamt skýrslu stjórnar liggja frammi á skrifstofu og birt á heimasíðu LEB

 26. MAÍ

  • Landsfundur LEB

 

Previous
Previous

Heilsuefling eldri borgara – aftur af stað

Next
Next

„Framboð eldri borgara á möguleika ef það er frábærlega framkvæmt."