Reglur vegna Covid sem gilda til 9. desember

 

  • Starfsemi og þjónusta sem krefst snertingar milli fólks verður leyfð með þeim skilyrðum að notast sé við andlitsgrímur. Þetta á við um s.s. hárgreiðslustofur, nuddstofur, öku- og flugkennslu og sambærilega starfsemi. Hámarksfjöldi viðskiptavina á sama tíma er 10 manns.
  • Æfingar, íþróttastarf, æskulýðs- og tómstundastarf barna á leik- og grunnskólaaldri verður heimilt jafnt inni og úti. Til að slíkt starf geti farið fram eru engar takmarkanir settar varðandi blöndun milli hópa. Fjöldamörk í hverju rými fara eftir reglugerð um takmarkanir á skólastarfi. Leikskólabörn og börn í 1.–4. bekk grunnskóla mega vera 50 saman að hámarki en nemendur í 5.–10. bekk að hámarki 25 saman.
  • Í skólastarfi á framhaldsskólastigi mega nemendur og starfsmenn vera að hámarki 25 í hverju rými í stað 10 áður en ber að nota andlitsgrímur sé ekki unnt að halda 2 metra fjarlægð.
  • Veitt er undanþágu frá grímuskyldu þeim sem ekki geta notað grímur, t.d. af heilsufarsástæðum eða ef viðkomandi skortir þroska eða skilning til að bera grímu. Þeir sem fengið hafa COVID-19 eru einnig undanþegnir grímuskyldu geti þeir sýnt gilt vottorð þess efnis.

    Helstu tak­mark­an­ir:

    • All­ar tak­mark­an­ir ná til lands­ins alls.
    • 10 manna fjölda­tak­mörk meg­in­regla.- Heim­ild fyr­ir 30 manns í út­för­um en 10 að há­marki í erfi­drykkj­um.- 50 manna há­marks­fjöldi í lyfja- og mat­vöru­versl­un­um en regl­ur um auk­inn fjölda með hliðsjón af stærð hús­næðis­ins.- Fjölda­tak­mark­an­ir gilda ekki um al­menn­ings­sam­göng­ur, hóp­bif­reiðar, inn­an­lands­flug eða störf viðbragðsaðila.- Fjölda­tak­mark­an­ir gilda ekki um störf rík­is­stjórn­ar, rík­is­ráðs, Alþing­is og dóm­stóla.
    • 10 manna fjölda­tak­mörk eiga ekki við þegar fleiri búa á sama heim­ili.
    • Íþrótt­ir óheim­il­ar.
    • Sund­laug­um lokað.
    • Sviðslist­ir óheim­il­ar.
    • Krám og skemmtistöðum lokað.
    • Veit­ingastaðir með vín­veit­inga­leyfi mega ekki hafa opið leng­ur en til 21.00.
    • Grímu­skylda þar sem ekki er unnt að tryggja 2 metra ná­lægðarmörk milli ein­stak­linga sem ekki eru í nán­um tengsl­um.
    • Börn fædd 2015 og síðar und­anþegin 2 metra reglu, fjölda­mörk­um og grímu­skyldu (gilti áður um börn fædd 2005 og síðar).

    Und­anþágu­heim­ild­ir:

    • Ráðherra get­ur veitt und­anþágu frá tak­mörk­un­um vegna fé­lags­lega ómiss­andi innviða sem mega ekki stöðvast. Þar und­ir fell­ur m.a. heil­brigðis­starf­semi og fé­lagsþjón­usta.
    • Ráðherra get­ur veitt und­anþágu við banni frá íþrótt­a­starfi fyr­ir ein­staka viðburði, til dæm­is alþjóðlegra keppn­is­leikja.

     

Previous
Previous

Fleiri úrræði í boði ef milljarða sjóður aldraðra hefði verið rétt nýttur

Next
Next

FEB í Rangárvallasýslu sendir þingmönnum kjördæmisins bréf