FEB í Rangárvallasýslu sendir þingmönnum kjördæmisins bréf

 Ágætu þingmenn Suðurkjördæmis!Félag eldri borgara í Rangárvallasýslu er eitt 52 aðildarfélaga Landsambands eldri borgara, þar af eru 14 félög í ykkar kjördæmi. Við erum ekki að skrifa ykkur til að segja hve slæmt við höfum það og nefna prósentur því til stuðnings. Þið vitið þetta sjálfsagt flest ykkar.Okkur langa hins vegar til að hugleiða með ykkur ýmislegt varðandi málaflokkinn eldri. Við erum nú um 45000, 18% af þjóðinni og hlutfallið hækkar bara hratt á næstu árum. Við eldri erum alls konar; þversnið af þjóðinni, allt frá sárafátæku fólki til vellauðugra. Efnahagsleg staða semsagt mjög misjöfn. Við eigum það hins vegar öll sameiginlegt að þurfa að eiga góðan aðgang að heilbrigðisþjónustu, ef á bjátar.Við eldri erum að óska eftir við stjórnvöld að lífeyrisgreiðslur hækki í samræmi við launaþróun, að þeir sem verst eru staddir fái lagfæringu sinna mála svo þeir geti lifað með sæmd, að skerðingar verði lagfærðar. Stjórnvöld heyra ekki þetta kvak og gera því lítið í málum. Telja sig greinilega ekki þurfa þess. Hvers vegna?Við eldri erum veikur baráttuhópur. Við erum hætt að skapa peninga, erum bara baggi á þjóðfélaginu (segja sumir). Við erum þó öll atkvæðisbær og því freistandi að lofa öllu fögru fyrir kosningar í von um að fiska atkvæði.Deginum ljósara er að ef ekki verður hugarfarsbreyting hjá stjórnmálamönnum mun fátt breytast til batnaðar í þessum málefnum.Þið þingmenn Suðurkjördæmis vonist vonandi allir eftir að verða eldri borgarar. Við getum alveg sagt ykkur að fyrir flesta er það eftirsóknarvert. Heilbrigðiskerfið þarf að vera til staðar ef á þarf að halda og við þurfum að vera það miklar manneskjur að við berum hag þeirra verst settu fyrir brjósti, þótt við sjálf höfum það fjárhagslega ágætt.Okkur heyrist vaxandi ólga og undiralda meðal eldri borgara landsins og óþol fyrir að lítið er hlustað - og ekkert gert. Við gerum okkur alveg grein fyrir tímabundnum erfiðleikum vegna veirufársins, en það breytir engu um hver stefnan á að vera.Þess vegna hvetjum við ykkur, hvar í flokki sem þið standið, til að vinna að okkar málum, hvert í sínum flokki með því hugarfari að bráðum verð ég Eldri. Við látum ekki plata okkur með innantómum kosningaloforðum.Gaman væri að fá nokkrar línur frá ykkur, við munum með ánægju birta þær á Facebook síðu okkar og vefsíðunni, sem fer í loftið í næstu viku. Slóðin verður febrang.net.Með bestu kveðjumStjórn FEBRANGJón Ragnar Björnsson, Þórunn Ragnarsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir, Svavar Hauksson, Þorsteinn Ó. Markússon, Ásdís Ólafsdóttir, Vilborg Gísladóttir. 
Hellu á Rangárvöllum 17.október 2020
page2image34767424
Previous
Previous

Reglur vegna Covid sem gilda til 9. desember

Next
Next

„Við verðum að berjast, verðum að halda áfram.“