EBAK ályktar um kjaramál
Á fjölmennum fundi EBAK - Félags eldri borgara Akureyri með fulltrúum aðila vinnumarkaðarins í Hofi í gær var eftirfarandi ályktun samin.Á þennan fund komu: forseti ASÍ, formaður BSRB, Arnar Sigurmundsson frá SA (í forföllum formanns) svo og fulltrúar verkalýðsfélaganna á svæðinu.Kjararáð EBAK mun svo halda opinn fund með þingmönnum í janúar n.k.Bestu kveðjur.Karl ErlendssonFormaður EBAK
Ályktun samþykkt á almennum fundi Kjarahóps eldri borgara á Akureyri sem haldinn var 14.11.2023 í Hofi.
Fundurinn samþykkir að skora á heildarsamtök launafólks og samtök atvinnurekenda að taka undir málflutning samtaka eldri borgara um að ríkisstjórnin hækki almennan lífeyri og hann verði sambærilegur lægsta taxta SGS.
Jafnframt að almenn skerðingarmörk varðandi lífeyristekjur hækki verulega (í dag 25.000) og að þau fylgi síðan verðlagsþróun.
En markmið okkar er að lífeyristekjur verði ekki skertar hjá TR.
Einnig að tekið verði á húsnæðismálum eldri borgara með fleiri úrræðum er varða möguleika þeirra að búa í öruggu húsnæði.
Fundurinn ætlast til að í komandi viðræðum aðila vinnumarkaðarins við ríkistjórn tengdum næstu kjarasamningum verði gerð krafa um að þessi mál fái brautargengi.
Það má ekki gleymast í umræðunni að flestir eldri borgarar eru eða hafa verið aðilar að samtökum aðila vinnumarkaðarins.
Nú er komið að aðgerðum ekki bara orðum.