Ingibjörg Sverrisdóttir formaður FEB flytur erindi um skerðingar
Formaður FEB - Félags eldri borgara í Reykjavík, Ingibjörg Sverrisdóttir, var beðin um að halda erindi hjá Korpúlfum í Grafarvogi 25. okt. sl. sem og konan gerði. Ingibjörg situr jafnframt í stjórn LEB.Þessar myndir voru teknar á staðnum meðan flutningur erindisins fór fram. Ingibjörg nýtti sér einblöðunginn með áherslupunktunum sem kynntir voru á málþingi LEB 2. október sl.Eins og sjá má voru margir mættir og fékk Ingibjörg talsvert af spurningum eftir erindið.Mjög margir hafa ekki áttað sig á þessum jaðarsköttum og hvað þeir eru að hafa út úr t.d. vöxtum af fjármunum sem dæmi.Margir hafa ekki áttað sig heldur á þeim málum sem koma fram í 3. áhersluatriðið á einblöðungnum þar sem vikið er að skerðingum m.a. vegna vaxta og verðbóta m.a. Eftir heimsóknina hefur fólk talsvert verið að ræða málin sín á milli því upplýsingarnar sem komu fram voru sláandi að margra mati og hafði fólk ekki áttað sig áður hver staðan væri.