Ekki sama Jón og Séra Jón
Margir eldri borgarar binda miklar vonir við að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna vinni að því að bæta kjör þeirra eldri borgara sem verst eru settir.Það vantaði ekki stóru orðin fyrir kosningar hjá öllum stjórnmálaflokkum. Allir eldri borgarar eiga það skilið að geta lifað með reisn. Nú reynir á stóru loforðin.Nýja ríkisstjórnin hefur aðeins sýnt á spilin.Þar er vissulega stigið skref til leiðréttingar á frítekjumarki atvinnutekna úr 25 þúsund krónum á mánuði í 100 þús.kr.á mánuði. Gott og jákvætt skref fyrir þá eldri borgara sem geta og vilja vinna sér inn nokkrar krónur.Það eru þó ekki nærri því allir eldri borgarar sem geta nýtt sér þetta. Rétt er einnig að benda á að frítekjumarkið var 109 þús.kr. á mánuði og ætti að vera 195 þús.kr. á mánuði hefði það fylgt launaþróun. Takmarkið hlýtur svo að vera að hafa ekkert frítekjumark. Það mun hvetja til atvinnuþátttöku eldri borgara og þar með skapa ríkissjóði skatttekjur.Heilbrigðisráðherra boðar stórt átak í byggingu hjúkrunarheimila ásamt aukinni þjónustu við eldri borgara til að þeir geti lengur búið á sínu heimili. Falleg orð,en nú reynir á efndirnar.Ríkisstjórnin hefur einnig stigið skref til að leiðrétta tannæknakostnað eldri borgarar. Það þarf á næstunni að gera enn betur og takmarkið hlýtur að vera gjaldfrjást fyrir eldri borgara að nota tannlæknaþjónustu.Margir eldri borgarar þurfa að nota heyrnartæki. Eins og staðan er núna eru margir sem hafa alls ekki efni á því. Þúsundir eldri borgarar eru án heyrnartækja en þyrftu á þeim að halda. Góð heyrnartæki eru mjög dýr og kosta frá 300-500 þúsund krónur Styrkur er 50 þúsund krónur til kaupa á heyrnartækjum.Þurfir þú heyrnartæki eingöngu í annað eyrað færðu engan styrk. Hér er á ferðinni baráttumál eldri borgara,sem stjórnvöld þurfa að taka tillit til.Með öllu óþolandi fyrir eldri borgaraUm áramótin verður hækkun á greiðslum frá Tryggingastofnun ríkisins um 4,7%. Stjórn Landsambands eldri borgara hefur sent frá sér ályktun þar sem segir að þetta sé óásættanlegt að hækka lífeyri almannatrygginga aðeins um 4,7%. Þessi hækkun er ekki í samræmi við launaþróun í landinu. Væri launaþróun fylgt ætti hækkunin að vera 7,2%Svo er það með öllu óþolandi fyrir þá eldri borgara sem verst hafa kjörin að horfa uppá að Kjararáð úrskurðar hækkun til þingmanna,ráðherra og æðstu embættismanna upp í allt að 45 % hækkun með margra mánuða afturvirkni.Á sama tíma og 4,7% hækkun er ákveðin til eldri borgara fá prestar og biskup tugi prósenta hækkun með margra mánaða afturvirkni. Já ,Það sannast að það er ekki sama að vera Jón eða séra Jón.Framundan eru tugir nýrra kjarasamninga,sem munu örugglega leiða til kjarabóta fyrir marga. Eldri borgarar munu sitja áfram á sömu kjörum. Engin leiðrétting út allt árið 2018. Auðvitað gengur það ekki. Það er eðlilegt að greiðslur frá almannatryggingu sé að minnsta kosti endurskoðaðar tvisvar á ári.Þetta útspil nýrrar ríkisstjórnar veldur vissulega miklum vonbrigðum. En það eru tækifæri til að líta enn frekar á spilin. Á næstu vikum á að leggja fram frekari fjármálaáætlun til næstu ára. Þar mun stefna stjórnvalda koma fram í málefnum eldri borgara. Ríkisstjórn og alþingi verður að standa við stóru orðin að allir eldri borgarar landsins eigi það skilið að geta lifað með reisn.Sigurður Jónsson varaformaður LEB