Ályktun frá fundi norrænna eldri borgara í Bergen, 9.nóvember 2017
Eldri borgarar á Norðurlöndum eru stór hópur, sem hefur tekið þátt í því að byggja upp norrænu velferðarríkin. Eldra fólk verður stöðugt stærri hluti af íbúum þessara landa, sem þýðir að við erum orðin dýrmæt auðlind í samfélaginu.Lífeyrir er oftast einu tekjurnar sem norrænir eldri borgarar hafa sér til framfærslu. Lífeyriskerfin á Norðurlöndunum eru mismunandi, en eiga það sameiginlegt með norrænu velferðarkerfunum að hafa það að leiðarljósi að allir borgarar njóti grundvallar öryggis. Samhliða verður þjónustulífeyrir stöðugt mikilvægari, til að tryggja eldra fólki tekjur sem þeir geta lifað af.Við sem tilheyrum norrænu eldri borgara hreyfingunni vitum hins vegar að það er til fátækt meðal eftirlaunafólks í löndum okkar. Það er okkar reynsla að þeir sem helst glíma við fátækt og lifa undir fátækramörkum, eins og þau eru skilgreind í Evrópusambandinu, eru konur og fólk sem er nýflutt til norrænu ríkjanna. Þessir eldri borgarar búa við bág kjör af ýmsum ástæðum, oft vegna þess að þeir hafa verið í hlutastörfum eða hafa litla starfsreynslu af vinnumarkaði.Það er skoðun okkar að norrænu ríkin, eigi að taka fátækt meðal eldri borgara til umfjöllunar í Norðurlandaráði og Norrænu ráðherranefndinni. Tilgangurinn eigi að vera sá, að jafna fjárhagslega stöðu fólks á eftirlaunum og launþega, og breyta lífeyriskerfum landanna til að bæta stöðu þeirra sem verst eru settir. Breytingarnar eigi líka að stuðla að því að minnka muninn á eftirlaunum kvenna og karla og auka þannig jafnrétti kynjanna meðal eldra fólks. Um ein milljón eftirlaunafólks er í Landssamböndum eldri borgara á Norðurlöndum. Við bjóðum fram þekkingu okkar til að bæta kjör þeirra eftirlaunamanna sem höllustum fæti standa í efnalegu tilliti. Bergen den 9 november 2017Nordiska samarbetskommitténSamarbetskommitté mellan åtta pensionärsorganisationer i sex nordiska länder.Faglige Seniorer – DanmarkLandsfelag Pensjónista – FäröarnaEläkkeensaajien Keskusliitto EKL ry/Pensionstagarnas Centralförbund PCF rf – FinlandLandssamband eldri borgara, LEB – IslandPensjonistforbundet – NorgeEläkeläiset ry - Pensionärerna rf – FinlandSKPF pensionärerna – SverigePRO Pensionärernas Riksorganisation – Sverige