Eldra fólk er varkárt að upplagi

 

Mynd: Lifðu núna / www.lifdununa.is

 Fólk er hvatt til að hringja í síma 1700 ef það telur sig hugsanlega vera smitað af COVID-19 veirunni. Ekki leita beint á sjúkrahús eða heilsugæslustöðvar.

Ef veikinda verður vart er rétt að hafa samband við heilsugæslu (gjarnan í gegnum www.heilsuvera.is þar sem er bæði hægt að senda skilaboð eða nota netspjall ef erfitt er að ná sambandi í gegnum síma) eða við þann lækni sem þekkir best til heilsufars viðkomandi eftir þeim leiðum sem læknir býður upp á. Í neyðartilvikum skal hringja í 112. Ef þörf er á vaktþjónustu skal hringja í 1700.
Þórunn Sveinbjörnsdóttir

Þeir sem eru sextugir og eldri teljast í áhættuhópi þegar flensa geisar og eru hvattir til að láta bólusetja sig. Sama er uppá teningnum í COVID-19 veirusýkingunni sem nú herjar á veröldina, nema að það er engin lækning við þessari nýju veirusýkingu og engan hægt að bólusetja. Þess eru dæmi að Félög eldri borgara hafi brugðist við og gripið til ráðstafana til að vernda sitt fólk.Landssamband eldri borgara hefur sent öllum félögum eldri borgara, upplýsingaspjald sem sýnir hvernig best er að verjast smiti. Formaður Landssambands eldri borgara sagði í samtali viðblaðamann Vísis nýlega að hún óttaðist ekki að kórónaveiran myndi höggva skörð í hóp eldri borgara. Hún segir enn fremur að ótrúlegt æðruleysi fylgi aldrinum og telur ofmælt að eldri borgarar landsins séu skelkaðir vegna COVI-19 veirunnar, en blaðamaður Vísis hafði rætt við nokkra sem voru óttaslegnir.Fyrir liggur að veiran ógnar helst lífi þeirra sem eldri eru, eða eru með undirliggjandi sjúkdóma. Þórunn segir gamalt fólk hafa lifað tímana tvenna og hafi fylgst með mörgum faraldrinum ganga yfir og segir við blaðamann.

„Ég upplifi það að fólk er sátt við sína ævi. Ég skynja ekki ótta í okkar röðum. Frekar að fólk ætli sér að vera varkárt,“ segir Þórunn. Hún bendir á að eldri borgarar fari til dæmis frekar út í búð þegar færri eru að versla. Það gerir fólk meðal annars út af umferðarþunga, en Þórunn ætlar að eldri borgarar skerpi meira á því nú og forðist fjölmenni“. Þegar Vísir náði tali af Þórunni var hún einmitt nýkomin af stjórnarfundi Landsambandsins og þar var verið að ræða stöðuna. „Upplifunin þar var sú að þetta sé eðlilegt, það að einhverjir verði óttaslegnir. En þá sérstaklega þeir sem búa einir, við hvern eiga þeir að tala? Og þar kemur hjálparsími Rauða krossins til skjalanna,“ að sögn Þórunnar. „Fólk á ekki að hika við að hringja og fá útrás fyrir kvíðatilfinninguna. Það eru mín ráð.“

Takmarkanir á heimsóknir á spítala og hjúkrunarheimili

Farsóttanefnd Landspítalans ákvað í dag, 6. febrúar, að loka öllum legudeildum spítalans fyrir gestum, nema í sérstökum undantekningartilfellum.Hjúkrunar- og dvalarheimili hafa tekið upp almennt heimsóknabann til að vernda íbúa heimilanna fyrir smiti. Það á t.d. við um öll Hrafnistuheimilin, Droplaugarstaði og Grund.Reykjavíkurborg ákvað í dag að loka félagsmiðstöðvum og dagdvöl aldraðra, skammtímadvöl fyrir fatlaða og stoðþjónustu fyrir fatlað fólk. Þá hefur félagsstarfi fyrir aldraða í kirkjum Reykjavíkurprófastsdæmis verið lokað að sinni.
Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hvetja hjúkrunarheimili innan samtakanna til að loka heimilunum fyrir heimsóknum ættingja og annarra gesta sem allra fyrst og halda þeim lokuðum þar til annað verður tilkynnt.Landlæknir mælir ekki með að þegar smit fara að verða útbreidd, að eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma, fari á líkamsræktarstöðvar, í sundlaugar, leikhús, kvikmyndahús, né í verslunarmiðstöðvar eða á aðra staði þar sem margir koma saman.Tilmæli Landlæknis má lesa HÉR

 

Fjögur ráð til að hætta að snerta á sér andlitið

Áttu það til að nudda augun í tíma og ótíma? Klæjar þig stöðugt í nefið og lætur það eftir þér að klóra þér með höndunum? Þú ert ekki einn, svo mikið er víst. En þetta er kannski ekki svo sniðugt nú þegar skæð veirusýking geisar.

Það virð­ist sammann­legt að snerta stöðugt á sér and­litið með­ f­ingr­un­um. Við nuddum aug­un, klórum okkur í nef­inu, styðjum hönd undir kinn og stöng­um ­jafn­vel úr tönn­unum með nögl­un­um. En þegar við snertum á okkur and­litið berum við líka alls konar sýkla að því og þaðan eiga þeir greiða leið inn í lík­amann.

Nú þegar COVID-19 geisar og 43 ein­stak­lingar hafa greinst með­ veiruna sem veldur sýk­ing­unni á Íslandi hafa heil­brigð­is­yf­ir­völd ítrekað bent á að besta og ein­faldasta for­vörnin gegn smiti sé að þvo oft og vel á sér­ hend­urnar með sápu. Bent hefur verið á að til að sótt­varn­ar­ár­angur náist þurf­i að þvo hend­urnar í 20-30 sek­úndur í hvert sinn eða álíka lengi og það tekur að raula afmæl­is­söng­inn fyrir munni sér.Einnig hefur verið bent á að hnerra og hósta í pappír eða oln­boga­bót því bakt­er­íur og veirur smit­ast með úða. Þá er okkur ráð­lagt að sleppa kossaflensi, knúsi og því að heilsa fólki með handa­bandi.Og svo er okkur bent á að hætta að snerta á okkur and­litið í tíma og ótíma. Jafn­vel þó að við höldum að við séum með hreinar hend­ur. Við ­gerum þetta öll, það er ljóst, og rann­sóknir sýna að fólk snertir and­lit sitt að með­al­tali 23 sinnum á klukku­tíma. Að sama skapi þá snertum við oft og ít­rekað hluti sem sýklar geta verið á, s.s. hurð­ar­húna, lyftu­hnappa, hand­rið og fleira. 

1. Vertu með­vit­aður

Hversu oft snertir þú á þér and­lit­ið, af hvaða til­efni og af hverju? Hverjar eru kveikj­urnar sem verða til þess að berð fing­urna að and­lit­inu? Það hjálpar að vera með­vit­aður um ávan­ann. Ef þú nuddar augun þeg­ar þau eru þurr, finndu leið til að slá á þurrkinn.Ef þú notar augn­linsur þarf sér­stak­lega að gæta vel að hrein­læti. Sumir læknar ráð­leggja fólki að nota frekar gler­augun nú þegar hætta á smiti er mik­il.

2. Hafðu pakka af papp­írs­þurrkum við hend­ina

Þegar þú finnur þörf á að klóra þér, nudda augun eða laga ­gler­augun á nef­inu, not­aðu pappír svo fing­urnir snerti and­litið ekki beint. Ef þú þarft að hnerra, gríptu papp­írs­þurrku en ef hún er ekki nálæg skaltu hnerra í oln­boga­bót­ina.

3. Haltu hönd­unum upp­teknum

Með því að hafa lít­inn plast- eða gúmmí­bolta við hönd­ina og hand­leika hann getur dregið úr þeim skiptum sem þú freist­ast til að ber­a hend­urnar að and­lit­inu. Aðra hluti er auð­vitað hægt að nota í sama til­gang­i. Einnig getur þú reynt að venja þig á að flétta fingrum beggja handa saman í kjöltu þinni.

4. Slak­aðu á

„Mitt helsta ráð til fólks er að reyna að minnka streit­u al­mennt í stað þess að hafa stöðugar áhyggjur af því sem það er að snerta,“ hefur New York Times eftir Stew Shank­man, pró­fessor í atferl­is­fræði við Nort­hwestern-há­skóla. „Streita hefur áhrif á ónæm­is­kerfið og því streitt­ari sem þú ert því meira ­dregur þú úr hæfni lík­am­ans til að berj­ast gegn sýk­ing­um.“Hann segir það áhrifa­ríkt að vera í núinu, hug­leiða og ein­beita sér að önd­un­inni. Svo lengi sem fólk er með hreinar hendur sé það ekki stór­kost­lega hættu­legt að snerta á sér and­lit­ið. „Þetta er nátt­úru­leg hegð­un. Ekki heimsend­ir.“ 

Greinin byggir á greinum af vefunum kjarninn.is,visir.is, lifdununa og mbl.is

 

Previous
Previous

Leiðbeiningar Landlæknis fyrir einstaklinga vegna kórónaveiru (COVID-19)

Next
Next

Laganefnd LEB hefur skilað tillögum að lagabreytingum