Eldri borgarar á rokkhátíð samtalsins

 Lýsa – rokkhátíð samtalsinsvar haldin í Hofi á Akureyri dagana 6. og 7. september 2019.Landsamband aldraðra var aðili að hátíðinni. Sérstaki fulltrúar LEB voru Haukur Halldórsson, varaformaður LEB frá Akureyri og Dagbjört Höskuldsdóttir, ritari LEB, frá Stykkishólmi. Fjöldi eldri borgara tóku þátt í rokkhátíð samtalsins að þessu sinni.LEB var með á sameiginlegum kynningarbás ásamt Öldrunarfræðifélags íslands, Öldrunarheimila Akureyrarbæjar og Farsællar öldrunar - þekkingarmiðstöðvar.Dagbjört Höskuldsdóttir, ritari LEB, segir svo frá:„Við vorum með fána landsambandsins, bæklinga, gáfum nýjasta blaðið okkar og vorum með viðveru svona eins og við gátum. Mjög margir aðilar voru með kynningarbása og mismikla yfirbyggingu á sínum kynningum. Margt afar athyglisvert. Yfir fimmtíu viðburðir voru skráðir á dagskránni og nánast óhugsandi að fylgjast með öllu. Enda ekki ástæða til annars en velja úr það sem okkur fannst áhugavert en sóttum allt sem okkur fannst koma eldra fólki við ásamt mörgu öðru sem öllum hentaði.”Nokkrir viðburðir sem varðaði aldraða sérstaklega.Presónubundið heilsufarsmat –skiptir það máli í þjónustu við aldraða, nefndist erindi  Kristínar Þórarinsdóttur, lektors og hjúkrunarfræðings við Háskólinn á Akureyri. Hún kynnti Hermes sem er persónumiðað matstæki. Hermeser nú þegar notað á þrem endurhæfingarstofnunum og er að fara inn á einhverjar heilsugæslustöðvar. Lögð er áhersla á jafnræði, virðingu, þróuð tengsl og að fólk ráði meiru sjálft um heilsufar sitt. Þetta er tæki sem gæti eflt heildrænan skilning á aðstæðum einstaklinganna og bakgrunni, ásamt því að stuðla að uppbyggingu eftir matsferil.  Ekki síst auðveldaði það að koma betur til móts við heilsufarslegan vanda aldrðra sem eru með fjölþættan vanda. Hún sagði líka frá rannsókn sem fram fór á Akureyri með þáttöku 10 aldraðra einstaklinga.Haukur sat viðburðinn „Landsbyggðin lifi” og svo sátu Dagbjört og Haukur mjög athyglisverða dagskrá sem bar nafnið Woman´s situation in politics. Var henni stjórnað af sænska sendiherranum en í pallborði sátu sænsk þingkona, Åse, Þorsteinn Víglundsson þingmaður og Steinunn Þóra Árnadóttir þingmaður.  „Þau ræddu ítarlega möguleika og hindranir sem konur í stjórnmálum þurfa að fást við, á Íslandi og í Svíþjóð,” segir Dagbjört. „Greinilegt er að um sömu erfiðleika er að etja í báðum löndunum og þó að þessi lönd séu búin að ná góðum áfanga í að jafna kynjahlutfallið á þjóðþingum landanna er enn langt í land. Þau ræddu hvernig þingmenn skipuðust í nefndir og ráð og greinilegt væri að konur væru skipaðar í svokallaðar mjúkar nefndir en karlar í harðari. Mjög áhugaverðar og skemmtilegar viðræður.”Dagbjört sat viðburð sem nefndist Mun hatrið sigra?Var því stjórnað af samtökunum SAFT–samfélag fjölskyldu og tækni. Var þar rætt mest um hatursumræðu á samfélagsmiðlunum.Einnig sat Dagbjört viðburð sem kallaðist Að leita sér hjálpar og eflast eftir kynbundið ofbeldi.Var það í umsjá Háskólans á Akureyri. „Hélt reyndar að þetta væri víðtækara en það reyndist”, segir Dagbjört, „en fjallað var eingöngu um ofbeldi í samböndum. En þetta kemur öllum við og var athyglisvert,” bætir Dagbjört við.Á laugardagsmorgun var svo komið að málstofu um öldrunarmál sem þeir aðilar sem voru með LEB í kynningarbás stóðu að. „Við höfðum ef til vill ekki vitað nógu vel til hvers var ætlast af okkur og vorum ekki með neina framsögu,” segir Dagbjört. „En nokkar framsögur voru sem allar fjölluðu um heilabilun og hvað væri gert í rannsóknum og meðferðum við heilabilun. Sirrý Sif Sigurjónudóttir var fulltrúi Öldrunarfræðafélagsins og ræddi um nauðsyn þess að samfélagið væri „heilabilunarvænt” og þörfina á að efla félagslegt umhverfi heilabiðaðra.Helga Erlingsdóttir frá öldruarheimilunum á Akureyri ræddi um aðstæður heilabilaðra – sagði þar m.a.: „Heilbilun varðar þig og mig  og það er heilinn en ekki hjartað sem veikist af heilabilun.” Hún ræddi um að koma þyrfti auga á einstaklinginn á bak við sjúkdóminn, þörfina á styðjandi samfélagi og sagði frá dönsku Demensvenverkefninuog að okkur vantaði íslenskt orð yfir það og þörfina á slíku starfi á Íslandi. Að lokum ræddi Ingunn frá öldrunarheimilunum á Akureyri um þróunarverkefni með heilabiluðum sem er í gangi hjá þeim, mjög athyglisvert verkefni.”Umræðunum stjórnaði Berglind Indriðadóttir frá Farsælli öldrun. Dagbjört og Haukur tóku þátt í umræðum, Dagbjört minnti á öflugt starf LEB og félaganna víðs vegar um landið og sagði að oft væri talað um að öldruðum fjölgi og það væri litið á það eins og vandamál en ekki tækifæri sem það ætti vissulega að vera. Nýta þyrfti starfsgetu aldraðra eftir getu og mætti þeirra.  Haukur sagði frá fjárhagslegri stöðu aldraðra sem hann er mjög vel að sér um.„Í hópastarfi urðu mjög góðar umræður einmitt í okkar hóp um stöðu aldraðra fjárhagslega þar sem Haukur kom vel inn í. Þar kom einnig fram athyglisverð tillaga. Nú er hægt að hægja á t.d. upplestri efnis á streymisveitum, t.d. Hljóðbókasafninu og Storytel og er það oft betra fyrir fólk sem farið er að missa færni að einhverju leiti. Það ætti að vera hægt að gera einnig þegar efni er sett td í Sarpinn, þannig að fólk ætti auðveldara með að fylgjast með. Þannig að útvarps og sjónvarpsefni yrði aðgengilegra þeim sem eiga erfitt með að fylgjast með. Staðreynd er að auðvelt er orðið að horfa á eða hlusta á efni í þessum miðlum í ólínulegri dagskrá sem auðveldlega gætu notað þessa tækni,” segir Dagbjört.Haukur og Dagbjört, sem sérstakt áhugafólk um norræna samvinnu, sátu svo viðburð sem nefndist Ný framtíðarsýn í norrænu samstarfi. Var honum stjórnað af Sigrúnu Stefánsdóttir fjölmiðlafræðingi og fyrir svörum sat Sigurður Ingi Jóhannsson sem er samstafsráðherra Norðurlandanna en Ísland er nú í forystu þar. „Mjög athyglisvert margt á þessum viðburði,” segir Dagbjört og bætir við: „Við sátum líka bæði viðburð sem var haldinn af Íslandsbanka þar sem fjallað var um fjármál við starfslok. Marga fleiri viðburði ýmist kynntum við okkur eða litum aðeins við á, en margt skaraðist og ekki hægt að vera alls staðar. Við teljum okkur hafa haft af viðverunni talsvert gagn og vonum að það geri okkur fróðari um margt. Við, eldri borgararnir, vorum vel sýnileg og allt gekk vel. Vonandi komum við inn að ári enn öflugri,” segir Dagbjört Höskuldsdóttir, ritari LEB, að lokum.    

Previous
Previous

Starfshópi er ætlað að rýna til góðs

Next
Next

Nýr starfshópur um lífskjör og aðbúnað aldraðra