Eru eldri borgarar skildir eftir?

Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður LEB - Landssambands eldri borgara skrifar:

Und­an­far­in ár hef­ur dregið í sund­ur með eldra fólki og fólki á vinnu­markaði á lægstu laun­um. Hvers vegna? Er þetta svo dýrt eða hvað. Stund­um þurfa pró­sent­ur ekki að ganga upp all­an launa­stig­ann á vinnu­markaði? Er það lausn­in? Yfir 30% eldra fólks sem hef­ur leitað til Trygg­inga­stofn­un­ar­inn­ar er í mikl­um vand­ræðum og neðsti hlut­inn býr við sára fá­tækt. Er það hið ís­lenska vel­ferðar­kerfi? Hvar er vörn­in hjá okk­ar stjórn­málmönn­um? Er þeim sama? Eru þeir sum­ir ef til vill með rang­ar hug­mynd­ir um stöðu hóps­ins? Nokkr­ir tala um að all­ir hafi yfir 300 þúsund. Það er ekki rétt. Þetta á bara við um þá sem búa ein­ir og fá fulla heim­il­is­upp­bót. Enn aðrir hafa talað op­in­ber­lega um fólkið með eina millu... Hverj­ir eru það? Hverj­ir hafa eina millu í lægstu launa­stig­un­um? Aðeins lít­ill hóp­ur sem oft­ar en ekki er op­in­ber­ir starfs­menn í bet­ur launuðu störf­un­um í þjóðfé­lag­inu sem svo oft fá bónusa. Mis­skipt­ing­in vex. Það er al­veg óþolandi.Hvað vill þjóðin gera í mál­efn­um þeirra verst settu? Við höf­um lagt upp með nokkr­ar leiðir. Ein er að sinna því fólki sem er með skerta bú­setu. Hvað er það? Ef við búum ekki á Íslandi eða öðrum Evr­ópu­lönd­um í 40 ár þá fáum við skert­ar líf­eyr­is­greiðslur. Tak­mark okk­ar er að fólk geti lifað af því sem það fær. Það hafa ekki all­ir feita líf­eyr­is­sjóði og sum­ir enga. Svo hef­ur margt gerst. Nokkr­ir líf­eyr­is­sjóðir fóru illa í hruni og áður. Svo eru líka lög­bundn­ir líf­eyr­is­sjóðir sem standa ekki undi nafni. Einnig þarf að huga að því að lög um að all­ir greiði í líf­eyr­is­sjóð eru ekki göm­ul; bara frá 1997.Það þarf að bretta upp erm­ar og skoða kosn­ingalof­orðin. Við get­um ekki horft upp á að leiðrétt­ing vegna mistaka verði til þess að þeir efna­meiri hafi fengið mest við dóms­úrsk­urðinn. Er þetta vit­glóra? Nei, og aft­ur nei. Þarna hefði pen­ing­un­um verið bet­ur varið til þessa hóps sem verst stend­ur en ekki til há­launa­hópa. Því­lík­ur dóm­ur um að 6 millj­arðar séu tekn­ir og sett­ir í ranga vasa.Eldri borg­ar­ar eru líka sam­kvæmt rann­sókn­um að sinna sín­um nán­ustu í veik­ind­um og á loka­spretti lífs­ins. Sam­kvæmt rann­sókn­um erum við þar efst í að þurfa að gefa tíma til umönn­un­ar barna, fatlaðra og aldraðra. Hvað veld­ur? Sum­ir telja að upp­lýs­ingaflæði til fólks um rétt sinn sé ekki nægt og að sum­um eldri borg­ur­um finn­ist þeir segja sig á sveit­ina með því að þiggja hjálp. Kannski er það líka ís­lenska fjöl­skyldu­gerðin? Nán­ar fjöl­skyld­ur standa sam­an.Ný­legt heil­brigðisþing var fjöl­skrúðugt og mik­ill fjöldi kom og tók þátt. Mik­ill fjöldi frum­mæl­anda reifaði hinar mörgu hliðar heil­brigðis, siðfræði og rétt­inda til lækn­is­meðferðar. Von­andi mun þetta leiða eitt­hvað gott af sér. Mér finnst að enn og aft­ur verði að huga enn bet­ur að end­ur­hæf­ingu, heilsu­efl­andi sam­fé­lög­um og öllu sem get­ur stutt við að heils­an end­ist leng­ur án skakka­falla. Þarna er líka gap milli kvenna og karla sem þarf að rann­saka hvers vegna kon­ur fara fyrr og oft­ar til lækn­is og helt­ast fyrr út af vinnu­markaði. Ætla mætti að allt okk­ar tal um heil­brigðan lífs­stíl mundi smám sam­an leiða til betri heilsu. Öll umræða ýtir mál­um áfram hvað þá góð samstaða,En at­huga þarf að ör­laga­vald­ar á þessu sviði eru t.d. fá­tækt og ein­mana­leiki. Tvö stór­mál sem þarf að vinna hratt í að draga úr. Ein­mana­leik­inn er nú alls staðar til umræðu í hinum vest­ræna heimi og margt hef­ur verið gert til að finna lausn­ir. Sá nú síðast stór­fína örþætti frá Dan­mörku þar sem börn heim­sóttu aldraða til að vinna á þessu meini. Upp voru tek­in skemmti­leg viðtöl milli þess­ara aðila sem voru bæði fynd­in og fal­leg. Til þess að vinna af alúð gegn þessu meini þurf­um við að fá miklu fleiri sjálf­boðaliða. Hvatn­ing til fólks sem er að leita að verk­efni.Þessi grein birtist einnig í Morgunblaðinu 28. nóvember 2018

Previous
Previous

Fimmtudagur 5. des: Fyrirlesturinn „Kynjuð hagstjórn og öldrun" í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins kl. 12.00-13.00

Next
Next

Sunnudagur 1. des: Tónleikar 300 manna kórs eldri borgara í Hörpu kl. 16.00