Félagsstarf eldri borgara. Núgildandi takmarkanir
Félagsstarf er nú óðum að færast í fyrra horf og hafa mörg félög eldri borgara víða um land opnað húsakynni sín fyrir félagsmenn sína. Þó skal varlega farið þar sem samkomusalir og félagsstarf er í húsakynnum hjúkrunarheimila.Áfram verða gerðar sömu kröfur og áður um sótthreinsun og þrif almenningsrýma. Áfram er hvatt til sérstaks hreinlætis, handþvottar og notkun handspritts.Samkomubannið sem nú ríkir nær til viðburða þar sem fleiri en 200 manns koma saman. Er framkvæmd tveggja metra reglurnar nú nokkuð breytt. Horft er til þess að vernda þá sem eru viðkvæmir með því að skapa þeim sem það kjósa aðstæður til að viðhalda tveggja metra fjarlægðarreglu. Þannig verði til dæmis á veitingastöðum, í leikhúsum og bíósölum boðið upp á að minnsta kosti nokkur sæti sem geri þetta kleift.Þar sem veitt er lögbundin þjónusta eða almenningur á ekki kost á öðru en að mæta skal vera unnt að tryggja þeim sem það kjósa að halda tveggja metra fjarlægð frá öðrum. Undir rými í þessum skilningi falla m.a.: Verslanir, veitingastaðir, sund- og baðstaðir, líkamsræktarstöðvar, íþróttamannvirki, heilbrigðisstofnanir, móttaka stofnana og fyrirtækja.