Landsfundur LEB þriðjudaginn 30. júní 2020
Dagskrá samkvæmt lögum LEB. Nánari dagskrá birt þegar hún liggur fyrir.Úr lögum LEB:
4. gr. Landsfundur
4.1. Landsfundur LEB fer með æðsta vald í málefnum sambandsins.
4.2. Landsfundur kemur saman ár hvert að vori til, samkvæmt nánari ákvörðun stjórnar LEB.
4.3. Stjórn LEB skal boða landsfund skriflega til aðildarfélaga og á heimasíðu sambandsins með minnst 6 vikna fyrirvara.
4.4. Dagskrá landsfundarins og tillögur, sem stjórn hyggst leggja fram, skulu fylgja fundarboði, sem og dagsetning og staðarval.
4.5. Tillögur ásamt greinargerð, sem aðildarfélög eða fulltrúar hyggjast leggja fyrir landsfund, skulu sendar stjórn LEB a.m.k. mánuði fyrir fundinn. Framboð til stjórnarkjörs skal berast stjórn LEB a.m.k. hálfum mánuði fyrir fundinn.
4.6. Endurskoðaðir og áritaðir ársreikningar sambandsins ásamt skýrslu stjórnar skulu liggja frammi á skrifstofu sambandsins og á heimasíðu LEB í minnst eina viku fyrir landsfund.
4.7. Landsfundur er löglegur sé löglega til hans boðað.
5. gr. Fulltrúar á landsfund LEB
5.1. Hvert aðildarfélag kýs fulltrúa til þess að sitja landsfund LEB á aðalfundi sínum eða á almennum félagsfundi, sem skal boðaður með sama hætti og aðalfundur viðkomandi félags.
5.2. Félagsstjórn aðildarfélags gefur út kjörbréf til landsfundarfulltrúa og skal senda þau til stjórnar LEB a.m.k. 2 vikum fyrir landsfund, undirritað af formanni og ritara aðildarfélags.
5.3. Hvert aðildarfélag á rétt á einum fulltrúa félags með einn til 150 félagsmenn, tveimur fulltrúum með 150 til 300 félagsmenn og síðan einum fulltrúa fyrir hverja 300 félagsmenn til viðbótar, eða brot úr þeirri tölu, til setu á landsfundi
5.4. Jafnframt kosningu fulltrúa á landsfund skal kjósa jafn marga varafulltrúa og raða þeim.
5.5. Auk kjörinna fulltrúa til þátttöku á landsfundi eiga sitjandi stjórnarmenn LEB eða varamenn þeirra og formenn fastanefnda LEB seturétt á landsfundi.
5.6. Félagatal aðildarfélaga LEB skal miða við fullgilda félaga um hver næstliðin áramót fyrir landsfund, enda hafi viðkomandi aðildarfélag staðið skil á greiðslu árgjalds í samræmi við það fyrir liðin ár.
5.7. Stjórn LEB getur krafist þess að skrá um atkvæðisbæra (skuldlausa) félaga fylgi kjörbréfum fulltrúa félags á landsfund, svo og kröfu um aukalandsfund samkvæmt 10. gr.
6. gr. Dagskrá landsfundar
6.1.
1. Kosning tveggja fundarstjóra og fundarritara.
2. Kosning kjörbréfanefndar.
3. Skýrsla stjórnar.
4. Ársreikningur lagður fram.
5. Niðurstaða kjörbréfanefndar.
6. Kosning þingnefnda, svo sem fjárhagsnefndar og kjaranefndar.
7. Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikning.
8. Álit fastanefnda og afgreiðsla tillagna og ársreiknings
9. Lagabreytingar.
10. Ákvörðun árgjalds.
11. Fjárhagsáætlun næsta árs.
12. Kosningar:
a) kosning formanns til tveggja ára.
b) kosning tveggja manna í stjórntil tveggja ára og þriggja varamanna til eins árs. Verði sjálfkjörið skal röð varamanna koma skýrt fram.
c) kosning tveggja skoðunarmanna ársreikninga LEB og tveggja til vara.
d) kosning nefnda sem starfa milli landsfunda.
13. Önnur mál.
6.2. Stjórn er heimilt að fjölga dagskrárliðum svo sem um afmörkuð hagsmunamál aldraðra og ávörp gesta.
6.3. Fundarstjórar og fundarritari landsfundar ganga frá fundargerð landsfundar til stjórnar LEB, sem skal senda aðildarfélögum sambandsins fundargerðina innan viku frá landsfundi.
6.4. Komi ekki fram athugasemd frá aðildarfélögum innan tveggja viknaþaðan í frá skoðast fundargerðin samþykkt og skal fundargerðin þá vera aðgengileg félagsmönnum á heimasíðu landsambandsins og með öðrum hætti.