Fjölbreytt LEB blað 2022 komið út

 

LEB blaðið 2022 kom út a dögunum og er í dreifingu til félagsmanna aðildarfélaga LEB um allt land þessar vikurnar.

Þeir sem vilja geta lesið blaðið hér á vefnum með að smella á: LEB blaðið 2022 Það kennir ýmissa grasa í LEB blaðinu að þessu sinni. Þetta er meðal efnis í fjölbreyttu LEB blaði: Sjötug á þessu áriTveir af ástsælustu fréttaþulum landsins, þau Bogi Ágústsson á RÚV og Edda Andrésdóttir á Stöð 2, standa á sjötugu á þessu ári. Þau eru í forsíðuviðtölum í tilefni þessara tímamóta.

Bjartur lífsstíllLandssamband eldri borgara og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hafa ráðið til starfa tvo verkefnastjóra heilsueflingar eldra fólks, þær Ásgerði Guðmundsdóttur og Margréti Regínu Grétarsdóttur. Þaæ segja frá heilsueflingunni sem á að ná til eldra fólks um allt land.

Eldri borgarar og þjóðinÞað er orðið að síbylju að öldrun þjóðarinnar og fjölgun aldraðra muni skapa vaxandi álag í rekstri hins opinbera. Margs er að gæta í slíkri umfjöllun eins og alltaf.

Lengur á vinnumarkaðiFélagsmálaráðherrann segir að hugur hans standi til þess að bæta afkomu þess eldra fólks sem lökust hefur kjörin.

Garðurinn undir þakiÞar sem alltaf er hiti í garðinum og fjölbreyttur gróður. Selma Jónsdóttir býr Bovieran- íbúðarkjarna í Svíþjóð.

Sigurjón M. Egilsson var ritstjóri LEB blaðsins að þessu sinni, en fjölmargir aðrir eiga efni í blaðinu.

Previous
Previous

Þrjú prósent hækkun almannatrygginga greidd í sérstakri greiðslu í júní

Next
Next

Bjartur lífsstíll fyrir alla