Formannafundur LEB 27. febrúar, staðfundur í Reykjavík

 

Stjórn og kjaranefnd LEB boða til staðbundins formannafundar í húsnæði BSRB Grettisgötu 89, 105 Reykjavík, á horni Rauðarárstígs, mánudaginn 27. febrúar n.k.

  • Fundurinn hefst kl. 13:00 og reiknað er með að hann standi til kl. 17:00 með kaffihléi.
  • Fundarefni er staða kjaramála eldra fólks, undirbúningur undir ályktanir Landsfundar LEB í vor um kjaramál og umræða og tillögur um aðgerðir til þess að fylgja þeim eftir.

Fundurinn er ætlaður formönnum aðildarfélaga eða staðgengli formanns.

ATH! Fundinum verður einnig streymt fyrir þá sem eiga ekki heimangengt af einhverjum ástæðum og verður linkur sendur formönnum fyrir fund.

 

Previous
Previous

„Greiðslufyrirkomulag hjúkrunarheimila er úrelt“

Next
Next

Upptaka af Málþingi um millistigið í búsetu eldra fólks