Upptaka af Málþingi um millistigið í búsetu eldra fólks
Öldrunarráð Íslands hélt málþing um millistigið í búsetu eldra fólks í Laugarásbíói fimmtudaginn 16.febrúar sl.
Hér er slóð á málþingið:Slóð á málþingið!
Millistigið er tímabilið sem þú vilt búa við öryggi, félagsskap og aðgengilegt húsnæði. Hefur ekki endilega þörf fyrir þjónustu en veist og finnur þörfina fyrir öryggi og samveru.
Millistigið er stigið (tímabilið) þar sem þú vilt geta fengið þjónustu heim þegar þú þarft á því að halda, tímabilið áður en þú hefur þörf fyrir mikla þjónustu og ferð á hjúkrunarheimili.
Dagskrá málþingsins er metnaðarfull og arkitektar fara yfir skipulag og hugmyndir að lausnum fyrir þetta tímabil í lífi hvers manns auk þess sem við skoðum sálfræðihliðina og notendahliðina.