Föstudagur 15. nóv: Heilbrigðisþing 2019. Siðferðileg gildi og forgangsröðun

Boðað er til heilbrigðisþings þann 15. nóvember frá klukkan 09:00 til 15:45 á Hilton Reykjavík Nordica.

Markmiðið með þinginu er að skapa vettvang fyrir kynningu og umræður um helstu gildi og siðferðilegar áherslur sem leggja beri til grundvallar við forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu. Mikilvægt er að um þessi gildi ríki almenn sátt í samfélaginu og því hef ég ákveðið að helga heilbrigðisþingið umræðu um þetta mikilvæga málefni.

Þingið er öllum opið og eru þau sem láta sig heilbrigðismál varða sérstaklega hvött til að taka þátt. Til að tryggja aðgengi allra landsmanna að þinginu verður dagskrá og umræðum streymt á slóðinni www.heilbrigdisthing.is þar sem einnig verður hægt að senda inn spurningar og ábendingar.Hér er hægt að sjá DAGSKRÁ Heilbrigðisþingsins

Previous
Previous

Almenna frítekjumarkið verði 100 þúsund krónur

Next
Next

Fimmtudagur 14. nóv: Fyrirlestur „berrössuð stelpa" eða „síðbrjósta kellíng". Í fyrirlestararsal Þjóðminjasafns Íslands