Framúrskarandi mæting á kosningafund. Hægt að horfa á fundinn hér!

Kosningafundur á vegum LEB, með frambjóðendum allra flokka sem bjóða fram á landsvísu var haldin í húsakynnum Landssambandsins fimmtudaginn 21. nóvember síðast liðinn.

Þátttaka á fundinum fór fram úr björtustu vonum. Salurinn fylltist og rúmlega 700 manns fylgdust með í streymi.

Yfirskrift fundarins var málefni sem brenna á eldra fólki, svo sem kjaramál, heilbrigðismál og húsnæðismál. Hins vegar kom berlega í ljós að það eru kjaramálin sem eru mönnum efst í huga og fundurinn snérist því aðallega um það málefni.

Frambjóðendur kynntu sín stefnumál í þeim málaflokkum sem snúa að eldri borgurum og að því loknu voru pallborðsumræður þar sem spurningum var beint til frambjóðenda.

Upptaka af fundinum er aðgengileg í heild sinni hér. Bendum á að fundurinn tafðist og fór í gang u.þ.b. 15 mínútur yfir 16:00.

Frambjóðendur flokkanna

Previous
Previous

Styrkur til góðra verka

Next
Next

Fundur með frambjóðendum 21. nóvember kl. 16 hjá LEB