Styrkur til góðra verka

Það er ánægjuefni að sitjandi félags- og vinnumarkaðsráðherra, Bjarni Benediktsson hefur veitt Landssambandi eldri borgara áframhaldandi styrk á næsta ári vegna verkefnisins Bjartur lífsstíll sem hóf göngu sína í byrjun árs 2022. Um er að ræða samstarfsverkefni LEB og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ).

Markmið verkefnisins er að hreyfing hjá eldra fólki verði hluti af daglegu lífi til að bæta heilsu og lífsgæði og gera fólki kleift að búa lengur í heimahúsi.  Bjartur lífsstíll er nokkurs konar verkfærakista sem ætlað er að gera þeim aðilum sem koma að hreyfiúrræðum, svo sem sveitarfélögum, kost á stuðningi til að bæta við og efla það starf sem er í boði.

Það er afar mikilvægt og í raun samfélagslega ábyrgt að fylgja því eftir að allir sem eru 60 ára og eldri geti fundið hreyfiúrræði við sitt hæfi, í sínu nærumhverfi, alls staðar á landinu.

Frá undirritun samnings um framhalds styrk til verkefnisins Bjartur lífsstíll.

Sitjandi eru Bjarni Benediktsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra og Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara (LEB). Standandi eru Oddný Árnadóttir, framkvæmdastjóri LEB og Ásgerður Guðmundsdóttir, verkefnastjóri LEB.

Previous
Previous

Bréf til formanna flokka á þingi

Next
Next

Framúrskarandi mæting á kosningafund. Hægt að horfa á fundinn hér!