Fundur formanna á Suðurlandi með ráðherra og þingmönnum

 

Í febrúar boðaði Magnús J. Magnússon formaður Félags eldri borgara á Selfossi alla formenn félaga eldri borgara á Suðurlandi  á fund á Selfossi. Einnig voru Helgi Pétursson, formaður LEB og Þorbjörn Guðmundsson formaður kjaranefndar LEB boðaðir  á fundinn.

Fundurinn var haldinn föstudaginn 1. mars kl. 12.30 og voru um 25 aðilar úr stjórnum félganna og öldungaráðum á fundinum. Á fundinum reifuðu fundarmenn stöðu mála og hvað væri brýnt að ná fram sem fyrst.

Einnig höfðu þingmenn Suðurlandskjördæmis verið boðaðir á fund í framhaldi af fomannafundinum, enda kjödæmavika á Alþingi. Mættu 5 þingmenn kjördæmisins á seinni fundinn sem hófst kl. 13.30.

Þeir sem komu voru Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokki, Ásmundur Friðriksson Sjálfstæðisflokki, Guðbrandur Einarsson Viðreisn, Ásthildur Lóa Þórsdóttir Flokki fólksins og Oddný G. Harðardóttir Samfylkingunni. Þennan fund sátu einnig Helgi formaður LEB og Þorbjörn formaður kjaranefndar LEB.

Mjög góðar umræður voru á fundinum og þarna myndaðar tengingar sem skipta máli. Mörg mál voru reifuð og þingmenn upplýstir um stöðu mála og hverju fulltrúar eldri borgara töldu vera vert að stefna að.

Þingmenn samþykktu tillögu MJM þess efnis að svona fundur yrði árlegur í kjördæminu. Líklega strax í haust. Einnig var ákveðið að formannafundir félaganna yrðu að lágmarki tvisvar á ári. Reiknað er með næsta fundi í FEBSUÐ í maí.

Þessir fundir skila aukinni samvinnu félaganna á Suðurlandi og styrkir litlu félögin mikið.

 

Ljósmyndir tók Páll M. Skúlason

      

Previous
Previous

Uppstillingarnefnd hefur tekið til starfa

Next
Next

Fréttabréf U3A mars 2024