Fundur með Ásmundi Einari Daðasyni velferðarráðherra

Fundur með velferðarráðherra, Ásmundi Einari Daðasyni, í ráðuneytinu til að ræða málefni eldri borgara. Fundinn sátu Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður LEB  og Sigurður Jónnson varaformaður LEB auk þess þrír starfsmenn ráðuneytisins.Farið var yfir öll baráttumál Landsambandsins í málefnum eldra fólks. Þau eru ansi víðtæk og var auðfundið að mörg þeirra eiga góðan hljómgrunn í ráðuneytinu svo við erum bjartsýn á framhaldið. Mikil áhersla var af okkar hálfu á að enduskoða skerðingar og það sem þarf í síðasta al.tr. frumvarpi. Einnig voru miklar umræður um hjúkrunaheimilisskortinn og hvernig framkvæmdasjóður aldraðra hefur verið sveigður í rekstur í stað uppbyggingar. Mörg önnur velferðarmál voru rædd ýtarlega s.s. aukna heimaþjónustu og heimahjúkrun og fleiri úrræði heim  til að fólk fái góðað endurhæfingu. Málefni langveikra og umönnun veiks maka voru á dagskrá svo og að afnema lögbundin starfslok við 70 ára aldur. Sveigjanleg starfslok og auk leigu eldra fólks sem getur valdið alvarlegri fátækt.

Previous
Previous

Ályktun frá fundi norrænna eldri borgara í Bergen, 9.nóvember 2017

Next
Next

301 – stjórnarfundur LEB 7. desember 2017