Fundur með ráðherrum og þingmönnum Suðurkjördæmis á Selfossi

 Formaður Félags eldri borgara á Selfossi, Magnús J. Magnússon, hefur boðað til fundar föstudag 1. mars um stöðu eldri borgara í íslensku samfélagi.Á fundinum munu hin ýmsu mál sem brenna sérstaklega á eldri borgurum eins og kjaramál, búsetuúrræði, hjúkrunarheimili og heilbrigðismál, verða rædd og reifuð.Til fundarins hefur verið boðaðir allir formenn aðildarfélaga LEB á Suðurlandi. Einnig hafa ráðherrar og allir þingmenn kjördæmisins verið boðaðir og margir þeirra þekkst boðið.Sérstakir gestir fundarins verða Helgi Pétursson formaður LEB og Þorbjörn Guðmundsson formaður kjaranefndar LEB.Fundurinn er haldinn í félagsmiðstöð Félags eldri borgara á Selfossi að Grænumörk 5 og hefst hann kl. 14.30 

Previous
Previous

Sigurður Ágúst Sigurðsson: Betur má ef duga skal í baráttunni fyrir bættum lífsgæðum

Next
Next

Málþing Öldrunarráðs 28. febrúar