Glærur og upptökur af Heilbrigðisþingi 2019 aðgengilegar hér
Fjölmennt var á heilbrigðisþingi um siðferðileg gildi og forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu síðastliðinn föstudag og margir fylgdust með þinginu í beinni útsendingu á vefnum. Hægt er að nálgast
af þinginu í heild,
hafa verið gerðar aðgengilegar og sömuleiðis
sem teknar voru af fyrirlesurum og gestum þingsins meðan á því stóð.
Á fjórða hundrað manns skráðu sig á þingið og komust færri að en vildu. Markmiðið með þinginu var að skapa vettvang fyrir kynningu og umræður um helstu gildi og siðferðilegar áherslur sem leggja beri til grundvallar við forgangsröðun heilbrigðiskerfinu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir afar mikilvægt að um þessi mál ríki almenn sátt í samfélaginu og að fólk sé meðvitað og upplýst um hvað forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu felur í sér og hvers vegna forgangsröðun sé óhjákvæmileg.
Ráðherra segir þingið hafa tekist vel og að vönduð og fjölbreytt erindi fyrirlesara á þinginu hafi varpað skýru ljósi á viðfangsefnið og ólíkar hliðar þess. Eins hafi verið afar gagnlegt að sjá hvaða spurningar brunnu helst á þeim sem fylgdust með þinginu og sjá þar ákveðinn samhljóm þar sem m.a. áhersla á jafnræði, mannhelgi og virðingu vegur þungt. „Ég er afar þakklát öllum þeim sem tóku þátt í þinginu eða komu að undirbúningi þess eða skipulagningu á einhvern hátt. Það tókst afar vel til og nú liggur fyrir mikið efni og góður grunnur að byggja á við mótun tillögu til þingsályktunar um þetta vandasama viðfangsefni.“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Heilbrigðisráðherra stóð einnig fyrir heilbrigðisþingi í nóvember í fyrra þar sem fjallað var um drög að nýrri heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Eftir frekari úrvinnslu voru stefnudrögin birt til umsagnar og í júní 2019 varð heilbrigðisstefna að veruleika með þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi í júní 2019. Forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu eru meðal umfjöllunarefna heilbrigðisstefnunnar þar sem sett er fram það stefnumið að: „Almenn sátt ríki um þær siðferðilegu meginreglur sem liggi til grundvallar forgangsröðun og ákvörðunum í heilbrigðiskerfinu og stöðug umræða verði um siðferðileg leiðarljós.“
Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður LEB heldur ræðu á Heilbrigðisþingi 2019.
Mynd: © Heilbrigðisráðuneytið -/ME