Gott að eldast á island.is

Upplýsingar um hvað eina sem tengist þjónustu fyrir eldra fólk, réttindum þess og heilsueflingu má nú í fyrsta sinn nálgast á einum staðá vefnum island.is undir heitinu Að eldast. Hingað til hafa upplýsingarnar verið dreifðar hér og þar og gjarnan flókið fyrir eldra fólk og aðstandendur þess að nálgast þær.

Ætlunin er að island.is verði til framtíðar sá vettvangur sem fyrstur kemur í hugann hjá einstaklingum sem leita sér upplýsinga um ýmsa þjónustu. Vinnan við upplýsingagáttina á island.is er hluti af aðgerðaáætluninni Gott að eldast sem er samstarfsverkefni félags- og vinnumálaráðuneytisins og heilbrigðisráðuneytisins.Ein stærsta breytingin á samsetningu samfélagsins næstu árin er fólgin í því að þjóðin er að eldast. Í því felst ekki einungis áskorun heldur einnig tækifæri.

Hvað get ég fundið á island.is?

Með því að fara inn á island.is og smella á Að eldast má nálgast yfirgripsmikla umfjöllun um fjölbreytta þætti. Þar á meðal eru eftirfarandi atriði:

  • Heilsuefling
  • Eftirlaun og lífeyrir eldra fólks
  • Sérkjör og afslættir fyrir eldra fólk
  • Íbúðir fyrir eldra fólk
  • Félags- og þjónustumiðstöðvar
  • Að búa heima með stuðningi
  • Dagdvalir og dagþjálfun
  • Heilbrigðisþjónusta
  • Breytingar á heilsufari eldra fólks
  • Stuðningur við aðstandendur
  • Við lífslok
  • Góð ráð fyrir eldra fólk

Í ítarlegri umfjöllun í hverjum flokki er lesandanum síðan beint í réttar áttir.„Markmiðið er að öllum verði gert kleift að ná í upplýsingar á einum stað, bæði um eðli ýmissa þjónustuþátta og um framboð og aðgengi að þeim á viðkomandi svæði. Takmarkið er safna saman öllu því sem stuðlar að betri heilsu á efri árum og þeirri þjónustu sem mögulega er hægt að fá þegar frá líður,“ segir Berglind Magnúsdóttir, verkefnastjóri Gott að eldast.„Við eigum von á því að þetta muni breyta því hvernig fólk nálgast upplýsingar og einfalda til muna bæði líf eldra fólks hér á landi og aðstandenda þeirra. Enda er leiðarljósið skýrt: Það á að vera gott að eldast.“

Að viðhalda færni sem lengst

Á Íslandi, eins og víðar, er von á mikilli fjölgun eldra fólks á næstu áratugum. Það kallar á vitundarvakningu sem stuðlar að breyttum viðhorfum og bættum lífsstíl til að viðhalda færni sem lengst.Lengi hefur verið mýta að þegar fólk eldist verði það „byrði“ á samfélaginu. Kostnaðarábatagreining og mælaborð sem KPMG vann fyrir Gott að eldast, sýnir hins vegar að svo er langt í frá.Þá sýna æ fleiri rannsóknir fram á hvað lífsstíll skiptir gríðarmiklu máli til að viðhalda líkamlegri og andlegri heilsu.Viltu nálgast allar upplýsingar á einum stað? Smelltu þá á myndina. Upplýsingagáttin er hluti af aðgerðaáætluninni Gott að eldast sem samþykkt var sem þingsályktunartillaga frá Alþingi vorið 2023.

Previous
Previous

Er þjóðarsátt án eldri félagsmanna?

Next
Next

U3A Reykjavík Fréttabréf í janúar 2024