Grái herinn safnar í málsóknarsjóð með frjálsum framlögum

Grái herinn hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu af þessu tilefni:„Ef allt gengur eftir, verður mál Gráa hersins á hendur ríkinu vegna meintra óheimilla skerðinga á lífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins til eftirlaunafólks, þingfest 23. janúar n.k.Sjálfboðaliðar hafa unnið hörðum höndum að undirbúningi málsóknarinnar og 33 félög eldri borgara í landinu eru stofnaðilar að Málsóknarsjóðnum.En nú er komið að okkur öllum! Kostnaður við málsóknina getur orðið verulegur og þrátt fyrir vel þegin vilyrði nokkurra verkalýðsfélaga og fleiri aðila, verður meira að koma til.Allt telur, - þúsund kall eða meira eða minna og hvetjið endilega alla vini og kunningja, stofnanir og fyrirtæki til þess að leggja málinu lið. Verum einnig óhrædd við að minna yngri kynslóðina á að styrkja þessa málhöfðun, því svo sannarlega er sjálftaka ríkisvaldsins á fjármunum okkar í lífeyrissjóðum farin að skaða verulega viðhorf til lífeyrissjóðakerfisins okkar, sem talið er vera eitt það öflugasta sem um getur.Hér er bankareikningurinn:Íslandsbanki SuðurlandsbrautMálsóknarsjóður Gráa hersinskt. 691119-08400515-26-007337IBAN nr.IS160515260073376911190840Ef einhver vill senda kvittun (valfrjálst) þá er netfangið: malsokn.gh@gmail.com

Previous
Previous

Samið um rekstur og þjónustu hjúkrunarheimila

Next
Next

FEB í Reykjavík hefur ekkert með nýja ferðaskrifstofu að gera