FEB í Reykjavík hefur ekkert með nýja ferðaskrifstofu að gera

 

Yfirlýsing fráFEB - Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrennium ferðamál:

Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB) hefur fengið fyrirspurnir frá félagsmönnum sínum vegna auglýsingar um Færeyjaferð frá nýstofnaðri Ferðaskrifstofu eldri borgara sem birtist um síðustu helgi.FEB vill af þessu tilefni taka fram að þessi nýstofnaða ferðaskrifstofa er ekkert á vegum Félags eldri borgara i Reykjavík og nágrenni, er ekki í neinu samstarfi við FEB og félaginu að öllu leyti óviðkomandi.Sem fyrr þá mun Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni efna til fjölbreyttra ferðalaga fyrir félagsmenn sína á nýbyrjuðu ári, bæði innanlands og utan. Þegar er búið að ákveða ferð til Pétursborgar í Rússlandi á vordögum, þegar allt verður í blóma þar eystra, og innan tíðar verður ferðaáætlun sumarsins kynnt.

------------------

Hvað er Ferðaskrifstofa eldri borgara?Ferðaskrifstofan er nýstofnuð og er hluti af Niko ehf. sem meðal annars rekur vefsíðuna Hotelbokanir.is þar sem boðið er upp á, eins og nafnið bendir til, að finna hagstæð kjör fyrir fólk sem er að leita sér að skammtímagistingu á ferðalögum erlendis. Eigandi fyrirtækisins er Sigurður K. Kolbeinsson sem hefur m.a. gert nokkrar þáttaraðir af Lífið er lag fyrir sjónvarpsstöðina Hringbraut. Þar er fjallað um málefni eldri borgara frá ýmsum hliðum. Þættirnir hafa m.a. verið styrktir af LEB og FEB - Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni.FEB í Reykjavík hefur um árabil staðið fyrir ferðalögum bæði innanlands sem utan landsteinanna og hafa þær notið mikilla vinsælda. Vinsælustu ferðir utanlands síðustu ára hafa verið ferðir á vorin til Færeyja og Pétursborgar í Rússlandi sem og aðventuferð til Kaupmannahafnar í Danmörku.Nú hyggst hin nýja ferðaskrifstofa höggva í sama knérunn og býður upp á nákvæmlega samskonar ferðir utan landsteinanna. Það vekur einkum athygli að ferðaskrifstofan hefur fengið til liðs við sig Gísla Jafetsson sem til skamms tíma starfaði sem framkvæmdastjóri FEB í Reykjavík og lét nýlega af störfum þar. Gísli hefur því í farteskinu viðtæka þekkingu og reynslu af þessum ferðum og mun væntanlega nýtast hinni nýju ferðaskrifstofu vel.Eins og fram kemur í yfirlýsingu FEB í Reykjavík þá hyggst félagið halda áfram að bjóða upp á sínar vinsælu ferðir og ef eitthvað er að auka frekar ferðaframboð sitt fyrir eldri borgara. 

Previous
Previous

Grái herinn safnar í málsóknarsjóð með frjálsum framlögum

Next
Next

Fimmtud. 9. jan: Fjármál við starfslok - Hvað breyttist við áramótin