Hugleiðingar vegna útskriftar íbúa á hjúkrunarheimili

 

„Á Íslandi er það svo að þeir sem búa heima og eru með færniskerðingu af einhverjum toga sem gerir þeim erfitt að sjá óstuddir um daglegt líf sitt eiga ekki margra kosta völ.“ Sigrún Huld Þorgrímsdóttir ritar um búsetumál færniskertra í aðsendri grein á Kjarnanum

 

Nýlega komst í fréttir – og ekki í fyrsta sinn – að íbúa á hjúkr­un­ar­heim­ili var „sagt upp“ pláss­inu.

Ástæða: veik­indi íbú­ans, þ.e. „erf­ið“ ein­kenni sam­fara heila­bil­un, voru starf­semi heim­il­is­ins um megn.

Nán­ari umfjöllun um þetta síð­asta mál má finna á heima­síðu RÚV þann 12.7., undir fyr­ir­sögn­inni „Sjúk­lingar með heila­bilun útskrif­aðir af heim­ilum sín­um“. Umfjöll­unin er fróð­leg. Rætt er við Stein­unni Þórð­ar­dóttur öldr­un­ar­lækni og yfir­mann heila­bil­un­ar­ein­ingar Land­spít­ala. Stein­unn þekkir málin auð­vitað mjög vel og er óhrædd við að segja að þjón­ustan sé ein­fald­lega ekki nógu góð. Það er alls ekki nei­kvæðni, heldur þvert á móti nauð­syn­leg for­senda úrbóta. En það hefur verið of algengt að þeir sem gegna ein­hvers konar ábyrgð­ar­stöðum í þjón­ust­unni fari í vörn þegar fjöl­miðlar eru að fjalla um mál­in.

Á Íslandi er það svo að þeir sem búa heima og eru með færniskerð­ingu af ein­hverjum toga sem gerir þeim erfitt að sjá óstuddir um dag­legt líf sitt eiga ekki margra kosta völ.

Aðal­lega er hér um að ræða aldr­aða ein­stak­linga, en þó ekki ein­göngu.

Heima­þjón­usta hér er veik­burða og van­þroskuð. Það er reyndar engin furða, því stjórn­sýslan bak við hana er eins og út úr kú.

Ef þú býrð heima – hvar sem er á land­inu – og þarft aðstoð við per­sónu­legar þarfir færðu kannski til þín ein­stak­ling sem þrí­fur hjá þér og aðstoðar jafn­vel við eitt og annað smá­legt – þó alls ekki neitt sem getur talist „heil­brigð­is­þjón­usta“ (dæmi: aðstoð á kló­sett, aðstoð við bað, þrif neðan mitt­is). Þessi ein­stak­lingur fær laun frá sveit­ar­fé­lag­inu og til­heyrir svo­nefndri „fé­lags­legri heima­þjón­ust­u“. Ráðu­neytið sem skipu­leggur þessa þjón­ustu er félags­mála­ráðu­neyti (nenni ekki að elt­ast við síbreyti­leg heiti þess). Ef þú þarft líka aðstoð við bað – jæja, eða bara að þrífa þig neð­an­vert – nokkuð sem vefst fyrir mörgum sem búa við færniskerð­ingu – þá kemur ein­stak­lingur sem fær laun frá rík­inu og til­heyrir „heima­hjúkr­un“. Ráðu­neytið sem skipu­leggur þá þjón­ustu heitir heil­brigð­is­ráðu­neyti.

Bara þetta gerir afar erfitt um vik að þróa gæði. Þjón­usta sem er greidd af tveim aðilum verður ævin­lega fjársvelt og bit­bein. Oft­ast nær er hún skipu­lögð af tveim aðilum og jafn­vel þar sem einn aðili ann­ast það svo sem Reykja­vík­ur­borg verður skýr tví­skipt­ing.

Ég hef það frá ekki ómerk­ari heim­ild en fv. heil­brigð­is­ráð­herra, Svandísi Svav­ars­dótt­ur, að fjár­veit­ingar til heima­hjúkr­unar hér á landi séu fimm til tífalt lægri en í þeim löndum sem við miðum okkur við.

Allt þetta gerir þjón­ust­una óskil­virka og rugl­ings­lega og hvorki starfs­menn hennar né not­endur (eða þjóðin almennt) gerir ráð fyrir að hún sé raun­veru­legt úrræði sem geti seinkað flutn­ingi úr sjálf­stæðri búsetu.

Snúum okkur þá að þjón­ustu utan heim­il­is. Þar er skemmst frá að segja að hún er öll á vegum heil­brigð­is­ráðu­neyt­is. Fyrst má telja dag­þjálf­anir (sem áður hétu ýmist dag­vist eða dagdval­ir). Þær eru mik­il­vægt úrræði en biðlistar langir víða sem bendir þá til að þörf sé á að fjölga þeim veru­lega.

Nú er svo komið máli mínu að það þarf að skoða hvað tekur við þegar þessi úrræði ekki duga leng­ur. Lík­lega ger­ist það fyrr hér en í við­mið­un­ar­lönd­unum fyrr­nefndu, en mögu­lega er sá munur veru­lega dul­inn því hér á landi er lík­lega miklu meira um að aðstand­endur sjái um þjón­ustu við aldr­aða og færniskerta en í sömu lönd­um. – Já, en er það ekki bara gott og fal­legt?

Já og nei. Það er auð­vitað gott að fjöl­skyldur hjálp­ist að. En varð­andi aðstoð sem ann­ars væri veitt frá „hinu opin­bera“ er ýmis­legt sem þarfn­ast nán­ari skoð­un­ar.

Í fyrsta lagi lendir meg­in­þungi þess­arar þjón­ustu á kon­um. Enn og aftur er ég að tala út frá eigin reynslu, bæði sem öldr­un­ar­hjúkr­un­ar­fræð­ingur til margra ára og einnig sem þegn í þjóð­fé­lag­inu okkar og aðstand­andi færniskertra ein­stak­linga í stór­fjöl­skyld­unni minni. – Karlar sinna ekki umönnun færniskertra nema í algerum und­an­tekn­ing­ar­til­vik­um. Hér er því enn verið að auka á dulið álag kvenna í fjöl­skyld­um.

Í öðru lagi – og betur þekkt – er álag vegna þess­ara þjón­ustu­starfa allt of mik­ið. Það er þekkt vegna þess að veik­indi af álags­toga eru tíð hjá þeim (kon­un­um) sem veita þessa þjón­ustu. Með öðrum orðum er verið að auka sjúk­dóms­byrði sem jú kostar sitt fyrir sam­fé­lag­ið, bara í pen­ingum svo mann­lega þætt­inum sé alveg sleppt.

Ég verð aðeins að nefna „þjón­ustu­í­búðir“ í þessu sam­hengi. Margir halda – rang­lega, því miður – að allar íbúðir sem ætl­aðar eru „eldri borg­ur­um” séu ein­hvers konar þjón­ustu­í­búð­ir. Svo er ekki. Eftir því sem ég kemst næst eru slíkar íbúðir ein­ungis öðru­vísi en aðrar á þann hátt að í þeim eru ekki þrösk­uldar og ekki þarf að ganga stiga, hvorki til að kom­ast í íbúð­ina né innan henn­ar. Þetta tvennt virð­ist duga víða til að þær verða ótrú­lega dýr­ar, en það er önnur saga og óvið­kom­andi efn­inu. – Raun­veru­legar þjón­ustu­í­búðir eru þær sem hafa starfs­fólk á sínum snærum – allan sól­ar­hring­inn. Reykja­vík­ur­borg rekur sex slík fjöl­býl­is­hús og hefur ekki fjölgað þeim í ára­tugi. Biðlistar eru því afar langir og ekki fátítt ef um hrörn­andi ein­stak­ling er að ræða að hán sé orðin of hrum til að flytja þang­að. Þá bíður hjúkr­un­ar­heim­il­ið. Athugið að enn er hér um að ræða sjálf­stæða búsetu, íbúar hafa sína íbúð og ráða hve mikið þeir þiggja af þjón­ust­unni sem í boði er.

Ég ætla alveg að sleppa því hér að fjalla um NPA – not­enda­stýrða per­sónu­lega aðstoð – sem við með sér­ís­lenskri stjórn­sýslu­að­ferð lög­festum en sem sveit­ar­fé­lög telja sig ófær um að veita þrátt fyrir laga­skyldu. Sú aðstoð er enda bara ætluð þeim hluta færniskertra sem telj­ast „fatl­að­ir“ – en ekki einu sinni þeir fá þetta lög­bundna úrræði upp­fyllt nema af mjög skornum skammti.

Því miður eru hjúkr­un­ar­heim­ili þannig helsta úrræði þeirra sem eru of færniskertir til að búa heima. Á fyrsta ára­tug þess­arar aldar voru inn­töku­skil­yrði á þau hert til muna. Ástæða þess var að Íslend­ingar ofnot­uðu þetta úrræði miðað við nágranna­þjóð­irn­ar. Þessi breyt­ing leiddi til þess að við erum nú nokkurn veg­inn á pari við þær þjóðir hvað varðar inn­lagnir á hjúkr­un­ar­heim­ili. Hins vegar hefur öðrum úrræðum ekki fjölgað og liggur í augum uppi að það eru aðstand­endur á spani út um allt – aðstand­endur sem í mörgum til­vikum hafa lengri vinnu­tíma og meiri yfir­vinnu en þessar blessuðu marg­nefndu við­mið­un­ar­þjóð­ir.

En á þá að fjölga hjúkr­un­ar­heim­il­unum og lækka inn­töku­skil­yrð­in? Af almennri umræðu má skilja að fólk sjái það helst sem úrræði. Enda heyr­ist sjaldan fjallað um aðra val­kosti í opin­berri umræðu.

Það er þó ekki af því að þeir séu ekki fyrir hendi. Frá 2008 hefur það verið hluti af stefnu í öldr­un­ar­málum að bjóða „fjöl­breytt búsetu­úr­ræði“ fyrir aldr­aða (og von­andi færniskerta á öllum aldri).

Árið eftir að þessi hug­mynd sást fyrst á blöðum ráðu­neyta varði Ingi­björg Bern­höft, reyndur hjúkr­un­ar­fræð­ingur og stjórn­andi á hjúkr­un­ar­heim­ili til margra ára, meist­ara­rit­gerð við við­skipta­fræði­deild Háskóla Íslands. Þar lýsti hún úrræðum sem kalla má sam­býli. Hún gekk út frá litlum ein­ingum með tíu íbúum og skil­greindi ein sex – 6 – þjón­ustu­stig. Þau náðu allt frá einum starfs­manni yfir dag og kvöld en engum að nóttu upp í mönn­un­ar­stig hjúkr­un­ar­heim­ilis og allt þar á milli. Útreikn­ingar fylgdu og var greini­legt að hér mátti koma upp mun ódýr­ara og heim­il­is­legra úrræði sem gat hentað þeim sem ekki geta búið heima, t.d. vegna kvíða og örygg­is­leys­is, en ætíð er nokkur hópur sem þannig er ástatt um, svo og mörgum öðr­um. Mik­il­vægt er að benda á að þjón­usta af þessu tagi er ekki nándar nærri eins mann­frek og hjúkr­un­ar­heim­ili, en þar erum við löngu orðin alger­lega gjald­þrota hvað mönnun varð­ar, hlut­fall fag­fólks er lágt en fjöldi ófag­lærðra og í mörgum til­vikum illa talandi á íslensku vex sífellt. Fræðsla og þjálfun starfs­fólks er einnig í mol­um.

Vakti þá rit­gerð Ingi­bjargar ekki gíf­ur­lega athygli? Voru ekki ráða­menn, t.d. í sveit­ar­fé­lag­inu Reykja­vík­ur­borg, svo og í ráðu­neytum öldr­un­ar­mála (já, þau eru jú tvö og mögu­lega fjögur eftir síð­ustu stóla­stokk­an­ir) alveg upp til handa og fóta? Voru ekki fjöl­miðlar áhuga­samir um þessi nýju úrræði í öldr­un­ar­þjón­ustu?

Nei og aftur nei. Áhug­inn var nán­ast núll. Að sögn Ingi­bjargar var eitt við­tal við hana á Rás eitt. Það fók­user­aði fyrst og fremst á þá furðu­legu (?!) stað­reynd að hjúkr­un­ar­fræð­ingur hefði stundað nám við við­skipta­fræði­deild. Útkoman var ekki áhuga­verð að mati þess sem ræddi við hana.

Hjúkr­un­ar­heim­ila­stefnan sem við rekum er gjald­þrota í fleiri skiln­ingi en pen­inga­leg­um. Hún er dýrasta búsetu­úr­ræði sem mögu­legt er að finna fyrir færniskert fólk. Hún er jafn­framt það mann­frekasta, því mönn­un­ina þarf að miða við þá sem mesta þjón­ustu þurfa þótt á heim­il­inu búi fullt af fólki sem gætu kom­ist af með minni þjón­ustu, t.d. í sam­býl­unum hennar Ingi­bjarg­ar.

Það skortir veru­lega á leið­bein­andi hug­myndir fyrir starf­sem­ina. Við þær kring­um­stæður verða duldar en ráð­andi hug­myndir sam­fé­lags­ins gjarnan ráð­andi, en þær eru í stuttu máli öldr­un­ar­for­dómar og for­ræð­is­hyggja. Hug­mynda­fræði per­sónu­mið­aðrar þjón­ustu sem er vel þekkt í við­mið­un­ar­löndum beggja vegna Atl­ants­hafs­ins er því miður enn lítið þekkt á Íslandi. Þó er hug­takið komið inn í skjöl sem m.a. liggja til grund­vallar fyrir nýskip­aðan starfs­hóp þriggja ráðu­neyta – sem von­andi verður öfl­ugri til fram­kvæmda en reyndin hefur því miður oft orðið um slíka starfs­hópa.

Úrræðið er afar skerð­andi fyrir íbú­ana. Það má glöggt sjá á síð­ari árum þegar yngri ein­stak­lingar hafa þurft að flytja þang­að. Það fólk er mjög óánægt með hvernig sjálf­ræði þess er skert á marga lund (það er efni í nýja grein) og hve lítið er af til­boðum við þeirra hæfi. Í þeirri umræðu má þó yfir­leitt skilja að þetta sé alveg nógu gott handa gamla fólk­inu.

Nei og aftur nei. Sjálf er ég nýbúin að halda upp á sjö­tugs­af­mælið mitt. Ég til­heyri fjöl­menn­ustu kyn­slóð Íslands­sög­unnar sem nú er að verða öldruð. Ekk­ert okkar vill þurfa að flytja á hjúkr­un­ar­heim­ili.

Og vitið þið hvað? Eng­inn þeirra sem þar búa núna vildi það held­ur! Hjúkr­un­ar­heim­ilin eru úrræði sem sam­fé­lagið bjó til til að losa sig við vanda­málið „færniskertir aldr­að­ir” – losna við álag á sjúkra­hús, losa sveit­ar­fé­lög undan kvöð heima­þjón­ustu (já, ríkið líka auð­vit­að!), losna við að spá í hvað færniskertir aldr­aðir raun­veru­lega vildu!

Hjúkr­un­ar­heim­ilin eru skil­greind sem „heil­brigð­is­stofn­an­ir“ í stjórn­sýsl­unni. Í reynd vilja flestir sem þjón­ust­unni sinna líta á þau sem búsetu­úr­ræði (sem er allt ann­að), og reyna margt og mikið til að gera þau „heim­il­is­leg“ – nokkuð sem á æ erf­ið­ara upp­dráttar vegna þess að úrræðið er statt í alhliða gjald­þroti (fjár­magn, mönn­un, hug­mynd­ir, allt!). Þessi tví­skinn­ung­ur: heil­brigð­is­stofn­an­ir/­bú­seta gerir erfitt um vik að þróa gæði í þessu úrræði.

Að mínu mati ættu hjúkr­un­ar­heim­ili ein­ungis að vera til sem líkn­ar­stofn­an­ir: staðir þar sem fólk dvelur á síð­ustu vik­um/­mán­uðum (alls ekki árum) lífs síns.

Allir aðrir ættu að fá búsetu­úr­ræði – sem eðli­legt væri að væru á vegum félags­mála­ráðu­neytis og rekin af sveit­ar­fé­lögum (eins og öll heima­þjón­ust­an, takk!) þar sem reynt væri að láta úrræðið líkj­ast sem allra mest sjálf­stæðri búsetu. Úrræði þar sem hug­mynda­fræði per­sónu­mið­aðrar þjón­ustu er leið­bein­andi.

Úr slíku úrræði er ekki hægt að útskrifa neinn. Það er bara hægt að auka til­boð til við­kom­andi til að mæta erf­ið­leik­unum sem hán á við að etja. – Sama ætti auð­vitað að gilda um hjúkr­un­ar­heim­il­in, en það að fólk sé útskrifað þaðan – ja, eða að lög­regla sé kvödd til að hægt sé að nauð­ung­ar­sprauta íbúa þeirra – er auð­vitað fyrst og fremst ein­kenni um alhliða gjald­þrot þess­arar þjón­ustu.

Sagt með orðum Stein­unnar Þórð­ar­dótt­ur:

„Við verðum að bæta okk­ur.“

Höf­undur er sér­fræð­ingur í öldr­un­ar­hjúkrun – og mann­eskja.

Previous
Previous

Hjón og fólk í sambúð velti fyrir sér að skipta lífeyrisréttindum

Next
Next

Heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk ýtt úr vör