Hvað er heilsuvera.is? Er þetta eitthvað fyrir eldri borgara?
Vefurinn heilsuvera.is er fyrir almenning um heilsu, læknaviðtöl, lyfjasögu, fróðleik og margt fleira. Þegar komið er inn á heilsuvera.is er að finna mínar síður efst hægra megin á síðunni og þar undir opnast á innskráningu með rafrænum skilríkjum. Skrá inn símanúmer og nota svo símann til að opna inn á næsta skref. Eftir það opnast inn á þína síðu með þínu nafni. Þar má sjá:
- Heilsan mín
- Lyfseðlar
- Bólusetningar
- Samskipti
- Tímabókanir
- Líffæragjöf
- Sjúkraskrá
- Útskráningarhnappur
Á þessari síðu getur þú opnað á lyfseðla þína og þar óskað eftir endurnýjun á lyfjum. Skoðað bólusetningar, tekið á móti upplýsingum, pantað tíma hjá lækni, skoðað hver er heilsugæslan þín og heimilislæknirinn þinn, skoðað innlagnir á skjúkrahús og fleira. Þessar leiðir geta auðveldað þér að þurfa ekki að bíða í síma eftir t.d. lyfjaendurnýjun. Einnig er gott að sjá stöðu lyfja og hvort einhver lyfseðill er að renna út.Á forsíðunni er að finna mikinn fróðleik sem hentar eldra fólki s.s. um mataræði, hreyfingu, svefn og margt, margt fleira. Sjá HÉR Heilsuvera getur hjálpað nú þegar fólk er að forðast margmenni vegna Covid 19.Gangi þér vel.Kveðja frá LEB