Er þín tekjuáætlun hjá TR rétt?
Við bendum lífeyrisþegum á að það er mjög mikilvægt að fara yfir tekjuáætlun sína frá TR og uppfæra í takt við hugsanlegar eða fyrirsjáanlegar breytingar. Til að tryggja að útreikningur TR á lífeyri sé sem réttastur þurfa þessar upplýsingar að liggja fyrir sem fyrst. Rétt og uppfærð tekjuáætlun kemur í veg fyrir að leiðrétta þurfi eftir á, eins og svo margir hafa lent í undanfarið með fjármagnstekjur, sem hafa verið hærri en áætlað var, vegna vaxtastigs í landinu.
Hægt er að kynna sér þetta betur á Mínum síðum hjá TR.