Landsfundur 2015
LANDSSAMBAND ELDRI BORGARAFundargerð landsfundarhaldinn 5.-6. maí 2015 í Gullsmára, félagsheimili eldri borgara í KópavogiDagskrá fundarins:Þriðjudagur 5. maí13:00 Afhending fundargagna13:30 Setning landsfundarKosning tveggja fundarstjóraKosning tveggja fundarritaraKosning kjörbréfanefndarÁvarp: Eygó Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherraÁvarp: Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í KópavogiInntaka nýrra aðildarfélagaSkýrsla stjórnar
- Skýrsla formanns
- Skýrsla gjaldkera, lagðir fram ársreikningar LEB 2013 og 2014
Umræða um skýrslur formanns og gjaldkeraAfgreiðsla ársreikningaLögð fram fjárhagsáætlun og tillaga að árgjaldi 2015 og 2016Afgreiðsla tillögu um árgjald15:30 Kaffihlé16:00 Heilsa – framtíð – þjónustaFramsögumenn:Birgir Jakobsson, landlæknir,Pétur Magnússon, formaður Öldrunarráðs ÍslandsHrönn Ljótsdóttir, forstöðumaður Hrafnistu í ReykjanesbæSpurningar til framsögumanna17:15 Kynntar ályktanir fundarins.17:45 Starf málefnanefnda19:00 Í beinu framhaldi af starfi málefnanefnda verður fordrykkur í boði Kópavogsbæjar og kvöldverður sem kostar 2.500 kr. á mann sem greiðast á staðnum.Miðvikudagur 6. maí08:30 Öldungaráð – Formlegt samstarf sveitarfélaga og félaga eldri borgara08:40 Ársskýrslur aðildarfélaga08:50 Starf málefnanefnda09:30 Afgreiðsla mála11:00 Kosningar
- kosning formanns í 2 ár
- kosning 4 aðalmanna og 3 varamanna í stjórn LEB í 2 ár
- kosning 2 skoðunarmanna ársreiknings LEB og „Listin að lifa” og 2 til vara í 2 ár
- kosning 2 aðalmanna og 2 varamanna í ritstjórn „Listin að lifa” í 2 ár.
11:30 Önnur mál12:00 FundarslitSetning fundarins, þriðjudaginn 5. maí 2015, kl. 13:30Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara (LEB), setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna í blíðskaparveðri. Hún greindi frá því að fundur hefði verið auglýstur og kynntur eins og lög sambandsins mæla fyrir um og lýsti fund lögmætan. Formaðurinn þakkaði meðal annars aðkomu Kópavogsbæjar að landsfundinum og bauð sérstaklega velkomin Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóra í Kópavogi.Því næst greindi formaðurinn frá því að aðildarfélög LEB væru 54 í dag með um 20 þúsund meðlimi og bauð fulltrúa nýjasta aðildarfélagsins, Félags eldri borgara á Raufarhöfn, velkomna á sinn fyrsta fund. Formaðurinn fagnaði því að starf aðildarfélaganna væri fjölbreytt og kraftmikið enda hafi rannsóknir sýnt fram á að félagslega virkir einstaklingar eru við betri heilsu andlega og líkamlega.Formaðurinn gat þess að fundargögn hefðu að þessu sinni verið bundin í hefti. Auk þeirra væri þar að finna allar fundargerðir á liðnu tveggja ára starfstímabili stjórnar LEB og fundargerð formannafundar 2014. Vonar formaðurinn að fundarmenn taki þessu nýmæli vel og sagði jafnframt ánægjulegt hversu vel fundurinn er sóttur.Þá lagði formaðurinn til að fundarstjórar fundarins yrðu Baldur Þór Baldvinsson, formaður FEB í Kópavogi, og Anna Sigrún Mikaelsdóttir, formaður FEB á Húsavík, og samþykktu fundarmenn það.Fundarstjórar tóku til starfa og bauð Baldur fundarmenn hjartanlega velkomna í Gullsmára, félagsheimili eldri borgara í Kópavogi. Hann vonaðist til þess að fundurinn yrði í senn gagnlegur og ánægjulegur og þakkaðu það traust sem honum er sýnt. Hann fór stuttlega yfir félagsstarf FEB í Kópavogi ásamt því að segja að frágangur fundargagna væri til mikillar fyrirmyndar.Fundarstjóri gerði tillögu um að fundarritarar yrðu Bjarnfríður Sverrisdóttir og Dóra Georgsdóttir en þeim til aðstoðar yrði Margrét Jónsdóttir. Samþykktu fundarmenn það og tóku fundarritarar til starfa.Fundarstjóri gerði tillögu um kjörbréfanefnd og að hana skipuðu Þórarinn Þórarinsson formaður, Friðgeir Guðmundsson og Sigríður Antonsdóttir og samþykktu fundarmenn það.Ávarp Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherraFundarstjóri bauð velkomna Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, sem ávarpaði fundinn sem hér segir:„Heilir og sælir, virðulegu eldri borgarar og góðir landsfundargestir.Samkvæmt forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna ber ég sem félags- og húsnæðismálaráðherra ábyrgð á málefnum aldraðra, að undanskildum málum sem varða hjúkrunar- og dvalarheimili, dagvistun og Framkvæmdasjóð aldraðra sem heyra undir heilbrigðisráðherra. Samkvæmt forsetaúrskurðinum fer ég líka með húsnæðismál, málefni félagsþjónustu sveitarfélaga, vinnumál og lífeyrismál þar sem undir falla lífeyristryggingar og eftirlaun til aldraðra. Það er augljóst fyrir hvern sem skoðað forsetaúrskurðinn að málefnin sem heyra undir félags- og húsnæðismálaráðherra varða flest allt fólk í landinu á einn eða annan máta og þar eru aldraðir ekki undanskildir. – Fólk með ólíkar þarfir og mismunandi aðstæður.Landssamband eldri borgara hefur verið óþreytandi í kjarabaráttu síns fólks og verið öflugt í að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Það var ekki erfitt að taka undir með kröfum eldri borgara um afnám skerðinga síðustu ríkisstjórnar. Þar hafði verið seilst djúpt í vasa aldraðra til að mæta vanda ríkissjóðs og því fannst mér mikilvægt að draga þessar skerðingar til baka eins fljótt og auðið var.Landssamband eldri borgara hefur tekið virkan þátt í stefnumótun stórra mála á verkefnasviði ráðuneytisins, eins og í nefndum um almannatryggingar, velferðartækni, skipan húsnæðismála og í Velferðarvaktinni. Aukið samstarf ráðuneytisins og Landssambandsins varð tilefni til að endurskoða framlög ráðuneytisins til LEB og voru þau tvöfölduð, þ.e. úr fimm milljónum í tíu. Ég met mikils gott samstarf við Landssamband eldri borgara og efast ekki um að með samvinnu getum við komið góðum málum til leiðar. Um leið vil ég líka nota þetta tækifæri til að þakka Jónu Valgerði Kristjánsdóttur, formanni landssambandsins sérstaklega fyrir samstarfið sem hefur verið einkar ánægjulegt.Góðir gestir.Ég þykist vita að þið hafið hug á að heyra svolítið um gang mála varðandi endurskoðun laga um almannatryggingar í nefndinni sem Pétur H. Blöndal alþingismaður stýrir og ætla að fara aðeins yfir stöðuna og áherslur í starfinu. Meginmarkmið nefndarinnar er að einfalda regluverk almannatrygginga þannig að lífeyrisþegar og fólk almennt skilji réttindi sín, en svo er alls ekki í dag. Bætur almannatrygginga hafa margs konar frítekjumörk sem auka flækjustig kerfisins. Í nefndinni er rætt um að öll slík frítekjumörk verði aflögð í því skyni að einfalda regluverkið. Hugsunin er sú að almannatryggingar greiði einn lífeyri til ellilífeyrisþega í stað grunnlífeyris, tekjutryggingar og framfærsluuppbótar. Þessi lífeyrir lækki síðan um 45% af samanlögðum tekjum viðkomandi.Framfærsluuppbót almannatrygginga, sem tekin var upp árið 2008 og er ætlað að koma til móts við þá sem hafa mjög lágar eða jafnvel engar tekjur aðrar en bætur almannatrygginga, er góðra gjalda verð. Hún hefur aftur á móti þann mikla ókost í för með sér að hún skerðist um krónu á móti hverri krónu sem einstaklingurinn hefur í tekjur. Með breytingunni myndi uppbótin aðeins skerðast um 45% tekna og krónu á móti krónu skerðingin væri afnumin. Samhliða þessu hefur verið rætt talsvert um hækkun ellilífeyrisaldurs úr 67 árum í 70 ár í þrepum. Ekki liggur fyrir endanleg útfærsla á þessu en ljóst er að koma verður í veg fyrir að fyrirsjáanleg útgjaldaaukning í þessum málaflokki verði óviðráðanleg. Undanfarna ártugi hafa dánarlíkur lækkað og lífslíkur hækkað um allan heim. Sífellt fleiri lifa lengur og eru jafnframt heilsuhraustari. Hækkun á lífeyrisaldri er þó vandmeðfarin, því fólk hefur réttmætar væntingar um að geta farið á lífeyri við ákveðinn aldur. Slík hækkun þarf því að gerast í mörgum litlum skrefum og á löngum tíma. Enn fremur þarf að huga vel að því hvort ákveðinn aðlögunartími sé ekki nauðsynlegur í þessu efni frá samþykkt laga þar til þau öðlist gildi.Þótt hækkun ellilífeyrialdurs verði ekki endilega vinsæl hjá öllum þarf að hafa að hugfast að slík hækkun mun létta á almannatryggingum og geta komið að einhverju leyti til móts við aukinn tilkostnað við þá kerfisbreytingu sem talin er felast í þeim tillögum sem ræddar hafa verið í nefnd Péturs Blöndal. Í tengslum við þetta verið viðraðar hugmyndir um sveigjanleg starfslok. Megininntakið er að heimilt verði að fresta töku lífeyris hjá almannatryggingum til 80 ára aldurs gegn hækkun lífeyris. Er það talið endurpegla viðhorfsbreytingu í afstöðu til loka starfsævinnar og gildi þess að geta unnið lengur en núverandi starfslokaaldur segir til um. Skilningur á gildi vinnunnar fyrir andlega og líkamlega líðan fer vaxandi og þá er horft til verðmætis vinnu eldra fólks og þeirrar reynslu sem það býr yfir. Fleira mætti telja sem upp hefur komið í umræðu um endurskoðun almannatryggingalaganna, t.d. að starfslokaaldur opinberra starfsmanna hækki úr 70 í 75 ár. Hvað sem öðru líður þá er það mikilvægt að löggjöfin sé í takt við tíðarandann hverju sinni og að því er nú unnið. Þessi vinna er vandasöm og hefur tekið tíma. Nú styttist í að nefndin skili skýrslu sinni og í framhaldi af því þarf að vinna tillögunum brautargengi, ekki bara í ríkisstjórn og á Alþingi heldur meðal þjóðarinnar allrar.Eitt er það málefni sem reglulega kemur til umræðu en það eru greiðslur fólks fyrir búsetu á hjúkrunarheimilum og svokallað vasapeningafyrirkomulag. Nú hefur um skeið verið unnið að tillögum í ráðuneytinu sem miða að því að breyta þessu þannig að aldraðir njóti meira sjálfræðis. Byggt er á því að einstaklingar greiði milliliðalaust fyrir alla þjónustu sem þeir fá á hjúkrunarheimilum, aðra en heilbrigðisþjónustu og aðra umönnun. Greiðslufyrirkomulagið yrði þannig tvíþætt, þar sem annars vegar væru daggjöld ríkisins vegna heilbrigðisþjónustu og umönnun en einstaklingarnir myndi greiða fyrir almenna framfærslu að öðru leyti. Að auki er svo gert ráð fyrir húsaleigukostnaði sem tæki mið af stærð og gæðum húsnæðisins en einnig af tekju- og eignastöðu viðkomandi. Ég bind vonir við að hægt verði að taka upp breytt kerfi áður en langt um líður en til umræðu er að prófa það fyrst sem tilraunaverkefni í ljósi þess að þetta er umtalsverð breyting sem þarf að vanda vel til.Góðir gestir.Öldruðum fjölgar hratt um allan heim og aldurssamsetning þjóða breytist. Íslendingar 70 ára og eldri eru nú rúmlega 29.000. Eftir tuttugu ár verða þeir um tvöfalt fleiri. Þetta er ekki vandamál heldur er þetta staðreynd sem taka þarf mið af við þróun samfélagsins og forgangsröðun verkefna. Við þurfum að snúa opinberri umræðu um málefni aldraðra frá vandamálum að lausnum. Samhliða þurfum við að sinna stefnumótun sem tekur mið af staðreyndum og raunhæfum tækifærum. Við þurfum stefnu sem setur í forgang þarfir fólksins sem þarf á þjónustu að halda, sama hver veitir hana. Við þurfum þjónustu í samræmi við þarfir notenda. Það sem við þurfum ekki – en höfum í of miklum mæli – er þjónusta sem er hólfuð niður í lokuð box með merkimiðum og aðgangsstýringu eftir því hver veitir þjónustuna, fremur en eftir þörfum notendanna. Það má líkja þessu fyrirkomulagi við skipurit sem segir okkur að svona sé þjónustan og notendurskuli laga sig að því – í stað flæðirits sem lýsir þjónustuferli frá A – Ö og hvernig þjónustan er aðlöguð þörfum notendanna.Fyrir fáum áratugum þótti eðlilegt og sjálfsagt að eldra fólk flytti inn á stofnun gæti það ekki auðveldlega séð um sig sjálft að mestu eða öllu leyti. Aldraðir voru hlutfallslega fáir og því var eflaust ekki horft í kostnaðinn sem af þessu hlaust á sama hátt og nú. Það var heldur ekki mikið rætt um hvort þetta væri raunverulega það sem fólkið sjálft vildi eða hvort einhverjar aðrar leiðir væru mögulegar og æskilegar. Eftir að hafa loksins spurt, vitum við nú að aldraðir vilja ekki flytja á hjúkrunarheimili eigi þeir kost á góðri heimaþjónustu og geta búið við öryggi heima hjá sér. Skipulag þjónustu og veiting hennar tekur í sívaxandi mæli mið af þessu og ég held að flestir séu sammála um að þetta er betra og einnig hagkvæmara ef vel er að þessu staðið. Þótt ég segi að þjónustan eigi að vera hagkvæm á ég ekki við að það eigi að velja ódýrustu leiðirnar á kostnað gæða. Með því köstum við krónum fyrir aura og í því felst sóun ekkert síður en í því að beina fólki í dýrari úrræði en það þarf á að halda.Ég tel engan vafa á því að við þurfum að samþætta þjónustu. Árið 2004 hófst vinna við að samþætta heimaþjónustu og heimahjúkrun í Reykjavík, þrátt fyrir að ábyrgðin væri enn skipt milli ríkis og borgar. Þótt samþættingin gengi hægt komu kostirnir fljótt í ljós. Því var ákveðið að stíga skrefið til fulls með sameiningu. Reykjavíkurborg tók að sér rekstur heimahjúkrunar og til varð heildstæð þjónusta við fólk í heimahúsum undir einum hatti.Samþætt þjónusta er betri og fram á það hefur verið sýnt með mælingum að þjónusta við fólk í heimahúsum í borginni hefur batnað eftir að heimahjúkrunin og heimaþjónustan var sameinuð og sennilega kom það engum á óvart.Góðir gestir.Eins og ýjaði að í upphafi er ekki laust við að mér finnist stundum full langt gengi í því að flokka menn og málefni í ákveðin hólf sem gerir það að verkum að yfirsýn skerðist, hætta skapast á þröngsýnni nálgun og við verðum að einhvers konar þrælum eigin skipulags sem aftur dregur úr hugmyndaauðgi og skapandi lausnum. Við þurfum að rífa okkur út úr þessu, horfa fram á vegin og sjá tækifærin sem alls staðar eru ef að er gáð. Ef við grípum þau mun okkur vel farnast.“Ávarp Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra í KópavogiFundarstjóri bauð velkominn Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóra í Kópavogi. Í ávarpi sínu sagði Ármann meðal annars að Kópavogsbúum fjölgi jafnt og þétt á öllum aldursskeiðum og er áætlað að bæjarbúar 67 ára og eldri séu um 5500. Bæjarstjórinn sagði samþætta þjónustu mjög mikilvæga, og tók þar undir með ráðherra, en greindi síðan stuttlega frá starfi félagsmiðstöðva eldri borgara í Kópavogi og stefnu bæjarfélagsins um að veita sem besta þjónustu til Kópavogsbúa. Hann nefndi sem dæmi verkefnið „Brúkum bekki“, fjölbreytt þjónustuúrræði svo sem ráðgjöf, áherslu á félagslega heimaþjónustu og að frítt er í sund fyrir 67 ára og eldri. Fyrir liggur að fjölga þurfi hjúkrunarrýmum í Kópavogi og greiðir bærinn 15% af byggingarkostnaði. Bæjarstjórinn sagði afar ánægjulegt að taka á móti gestum á þessum tímapunkti þar sem Kópavogsbær verður 60 ára þann 11. maí næstkomandi og um næstu helgi verða hátíðarhöld í tilefni þess. Þar beri að nefna handverkssýningu eldri borgara. Bæjarstjórinn lauk ávarpi sínu með hamingjuóskum til nýs aðildarfélags á Raufarhöfn.Fundarstjóri þakkaði bæjarstjóranum fyrir ávarp sitt og bauð fundarmönnum að fá sér kaffi. Hann fór yfir fyrirkomulag kvöldverðarins í salnum en ákveðið var að selja matar- og drykkjarmiða yfir daginn.Inntaka nýrra aðildarfélagaFormaður LEB, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, þakkaði gestunum fyrir ávörpin og sagði að mörg þeirra mála sem LEB hefur verið að berjast fyrir væru í vinnslu. Formaðurinn lagði síðan fram svohljóðandi tillögu: „Stjórn LEB leggur til að Félagi eldri borgara á Raufarhöfn verði veitt aðild að Landssambandi eldri borgara enda uppfyllir félagið ákvæði 3. greinar laga landssambandsins um aðild.“Fundarstjóri bar tillöguna undir fundinn og var hún samþykkt með lófaklappi.Skýrsla stjórnarFormaður LEB, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, flutti eftirfarandi skýrslu stjórnar um starfið frá landsfundi 2013 til landsfundar 2015:„Landsfundur okkar 2013 sem haldinn var í Hafnarfirði tókst með ágætum og hafa margir haft á orði að á þessum fundi hafi verið bæði skemmtilegt og gott andrúmsloft. Margar ályktanir voru samþykktar, lagabreytingar gerðar og kosin ný stjórn LEB. Stjórnin er þannig skipuð að Jóna Valgerður Kristjánsdóttir er formaður, Haukur Ingibergsson varaformaður, og frá einnig framkvæmdastjóri LEB, Anna Lúthersdóttir ritari, Eyjólfur Eysteinsson gjaldkeri og formaður Fjáröflunarráðs LEB, og Ragnheiður Stephensen meðstjórnandi og formaður Velferðarnefndar þar til hún gat ekki sinnt því vegna veikinda s.l. starfsár, en þá tók Anna Lúthersdóttir við formennsku Velferðarnefndar. Ég vil þakka Ragnheiði fyrir alveg sérstaklega gott samstarf sem hún sinnti af mikilli samviskusemi þar til hún veiktist í mars 2014. Hún hefur einnig beðið mig að koma á framfæri góðum kveðjum til fundarmanna, þar sem hún getur ekki sótt þennan fund.Jón Kristinn Óskarsson sem kosinn var 1. varamaður hefur setið í aðalstjórn í forföllum Ragnheiðar. Aðrir í varastjórn eru Sveinn Hallgrímsson og Jóhannes Grétar Sigvaldason. Þórunn Sveinbjörnsdóttir er formaður Kjaranefndar LEB. Allt þetta fólk er einstaklega gott samstarfsfólk með mikla reynslu og þekkingu, sem skiptir miklu máli til að árangur náist. Frekari upplýsingar um skipan nefnda má sjá í fundargerðum stjórnar og skipan í einstaka starfshópa.Stjórnarmenn eiga sæti í mörgum nefndum sem skipaðar eru af Velferðarráðherra og sitja þar reglulega fundi. Þar má nefna: Framkvæmdasjóð aldraðra, samstarfsnefnd um málefni aldraðra, nefnd um lífeyrismál og endurskoðun almannatrygginga, starfshóp um húsnæðismál, starfshóp um fjölskyldustefnu, nefnd um endurskoðun laga um félagsþjónustu sveitarfélaga o.fl., starfshóp um flutning málefna aldraðra til sveitarfélaga. Einnig eigum við fulltrúa í Velferðarvaktinni, Öldrunarráði Íslands, Almannaheillum, samstarfsnefnd með TR og erum í samstarfi við Landssamtök lífeyrissjóða. Haldnir hafa verið 18 stjórnarfundir LEB frá síðasta landsfundi, þar af 2 úti á landi en hinir í Reykjavík.SAMNINGUR VIÐ VELFERÐARRÁÐUNEYTIÐÍ febrúar 2013 náðum við eftir mikla vinnu samningi við Velferðarráðuneytið um starfsemi LEB. Í apríl 2014 var verkefnum bætt við og framlag aukið. Samningurinn var síðan endurnýjaður og útfærður nánar í janúar 2015. Í samningnum segir að meginmarkmið með samningnum sé að styrkja Landssamband eldri borgara til að sinna hlutverki sínu sem heildarsamtök aldraðra á Íslandi, að þjónusta landssambandsins skuli vera til reiðu fyrir alla landsmenn eftir því sem tök eru á og að í því felist meðal annars upplýsingamiðlun, stefnumótun og ráðgjöf. Sérstaklega er tiltekið að landssambandið skuli koma fram fyrir hönd aðildarfélaganna gagnvart stjórnvöldum með því að veita stjórnvöldum ráðgjöf varðandi stefnumótun og áform um aðgerðir í þágu eldri borgara, veita stjórnvöldum umsögn um lagafrumvörp, halda fræðslufundi og námskeið í aðildarfélögum landssambandsins að jafnaði ekki sjaldnar en annað hvert ár í hverju félagi, veita ráðgjöf og aðstoð við að þróa og kynna möguleika velferðartækni í þágu eldri borgara ásamt því að miðla upplýsingum og fræðslu, meðal annars með útgáfu tímarits og rekstri heimasíðu. Til þess að sinna þessum verkefnum veitir ráðuneytið landssambandinu 10 milljóna króna árlegan fjárstuðning. Gerð þessa samnings markar tímamót því að með honum er viðurkennt að Landssamband eldri borgara sé málsvari eldri borgara á Íslandi.KJARAMÁLÁ árinu 2013 fór loks að nást árangur í að fá til baka skerðingar frá árinu 2009 á kjörum eldri borgara. Við náðum með miklum fundahöldum við frambjóðendur og þingmenn að fá loforð þeirra frambjóðenda flokka sem svo síðar mynduðu ríkisstjórn fyrir því að lagfæra skerðingar fyrri ára. Síðan var hamrað á því með öllum mögulegum aðferðum að þau loforð væru efnd. Það var gert m.a. með fundum í júní 2013 með ráðherrum og velferðarnefnd Alþingis og síðan útifundi með Öryrkjabandalaginu í september 2013.Það kom svo í ljós með lögum sem tóku gildi 1. júlí 2013 að dregnar voru til baka tvær af þeim skerðingum sem tóku gildi 2009, það er gagnvart atvinnutekjum sem þá voru hækkaðar til samræmis við það sem er hjá öryrkjum, og skerðing grunnlífeyris gagnvart lífeyrissjóðstekjum var afturkölluð. Í fjárlögum fyrir 2014 voru 8,4 milljarðar til að bæta kjör eldri borgara og öryrkja. Þar var lækkuð skerðing á tekjutryggingu almannatrygginga vegna annarra tekna úr 45% í 38,5%, eða sambærilegt og var fyrir kreppuna, og með þeim aðgerðum lækkaði einnig skerðingarhlutfall á heimilisuppbót úr rúmlega 13% í 11%. Bætur almannatrygginga hækkuðu svo um 3,6% 1. janúar 2014 og um 3% 1. janúar 2015. Persónuafsláttur hefur hækkað á tveimur árum um tæplega 3.000 krónur. Frítekjumark á lífeyrissjóðstekjur vegna bóta almannatrygginga hefur hækkað á þessum tveim árum úr 16.000 krónum í 26.500 krónur. Það er því óhætt að segja að nokkur árangur hafi náðst og mikil vinna fer í að ná fram hverri leiðréttingu, því ekkert gerist sjálfkrafa.Erfitt hefur reynst að ná til baka þeirri kjararýrnun sem varð á kreppuárunum með frystingu bóta í tvö og hálft ár og lægri prósentuhækkun en kjarasamningarnir 2011 gerðu ráð fyrir. Þó töldum við okkur hafa loforð fyrir því og mikið var reynt að mótmæla því og er enn gert, en hefur verið talað fyrir daufum eyrum. Fyrst og fremst þarf að huga að hækkun lægstu bóta almannatrygginga, og verður vel fylgst með því sem gerist á næstu vikum í viðræðum aðila vinnumarkaðarins um næstu kjarasamninga.Þá hefur landssambandið einnig sífellt verið að benda á þær skerðingar sem felast í því að niðurgreiðsla á heyrnartækjum og tannviðgerðum hefur verið í sömu krónutölu árum saman, jafnvel frá árinu 2003. Þar eru því miklar skerðingar í gangi gagnvart eldri borgurum. Einnig hafa verið hertar reglur um leyfi fyrir niðurgreiðslu á öryggishnappi og upphæðin sem fólk þarf að greiða fyrir hnappinn hækkaði um 89% í fyrra með nýrri reglugerð Sjúkratrygginga. Og fleiri nauðsynleg tæki hækkuðu þar einnig. Við lögðum til í umræðum um fjárlögin 2015 að nú yrði lækkaður virðisaukaskattur á lyf þar sem verið væri að breyta virðisaukaskattskerfinu. Við fengum góð viðbrögð við því í efnahags- og viðskiptanefnd en fjármálaráðuneytið stoppaði það við endanlega gerð fjárlaga.Lífeyrisssjóðirnir hafa skilað góðum arði af sinni starfsemi og sífellt eykst það hlutfall sem eldri borgarar hafa í tekjum frá lífeyrissjóðunum. Þeir greiða í dag rúmlega 60% af ellilífeyri okkar en almannatryggingar tæp 40% og eftir um 15 ár mun það hlutfall verða 80% frá lífeyrissjóðunum og 20% frá almannatryggingum. Þó að lífaldur lengist og öldruðum fjölgi hjá okkur eins og í öðrum löndum þá er engin ástæða fyrir samfélagið að kvíða fyrir framfærslu aldraðra. Við höfum alþjóðlega viðurkenningu á því að með lífeyrissjóðunum stöndum við okkur einna best meðal þjóða til að takast á við fjölgun aldraðra á næstu árum.VELFERÐARMÁLUnnið hefur verið að velferðarmálum með þátttöku í Velferðarvaktinni, og í starfshópi um nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu. Velferðarvaktin hefur skilað skýrslu með tillögum um næstu verkefni til úrbóta í velferðarmálum og tökum við undir tillögur hennar með ályktun sem liggur fyrir fundinum. Einnig er komin út skýrsla Velferðarráðuneytisins um Nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu, þar sem lagt er til hvernig unnið skuli að því að koma slíkum verkefnum af stað. Lengi hefur verið lögð áhersla á samþættingu í velferðarþjónustu og bent á ný úrræði og nýjar tæknilausnir til að bregðast við fjölgun aldraðra og auknum verkefnum í þjónustu við eldri borgara. Í skýrslunni er lögð áhersla á að sveitarstjórnir marki sér stefnu á sviði velferðartækni og stuðli að nýsköpun í þjónustunni. Við leggjum áherslu á samstarf við notendur og fræðslu til notenda um velferðartækni og möguleika til þess að nýta hana til hjálpar fólki að búa lengur á eigin heimili.FUNDIR OG RÁÐSTEFNURSamstarf við Háskóla Íslands hefur verið að aukast. Í nóvember 2014 var á vegum Háskóla Íslands haldið málþing um sjálfræði aldraðra þar sem ég var frummælandi. Í mars s.l. var ég með erindi um einstaklingsmiðaða öldrunarþjónustu á námskeiði sem haldið var hjá Endurmenntun HÍ. LEB stóð fyrir ráðstefnu um kjaramál í nóvember 2013 sem var vel sótt. Í júní 2014 var ráðstefna um velferðartækni á Akureyri sem undirbúin var af starfshópi um velferðartækni þar sem við eigum fulltrúa. Á ráðstefnuna mætti öll stjórn LEB og hélt jafnframt stjórnarfund á Akureyri. Ráðstefna um líknardauða, líknarmeðferð, hvar liggja mörkin var haldin í maí 2014 og ráðstefna um atvinnumál eldra fólks og sveigjanleg starfslok var haldin í nóv 2014. Þessar ráðstefnur voru sameiginlegt verkefni LEB og Öldrunarráðs Íslands, en ég á sæti í stjórn Öldrunarráðs.Í stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra er Eyjólfur Eysteinsson fulltrúi LEB og heldur þar uppi skeleggri baráttu fyrir því að sjóðurinn sinni sínu hlutverki að byggja ný hjúkrunarheimili. Verið er að endurskoða lög um félagsþjónustu sveitarfélaga og málefni fatlaðra og þar er Haukur Ingibergsson fulltrúi LEB. Endurskoðun almannatrygginga er sífellt í gangi og er ég í þeim starfshópi. Tillögur eru fram komnar í starfshópnum, en engar hafa enn verið samþykktar.Heimsóknir til Félaga eldri borgara hafa verið veigamikill þáttur í starfsemi LEB síðustu tvö ár. Þeir fundir hafa bæði verið til fræðslu fyrir félagsmenn um starfsemi LEB, kjaramál og fleira sem snertir eldri borgara og þeirra hagsmuni en jafnframt til upplýsinga fyrir stjórn LEB um stöðu mála og aðstæður hjá félögunum. Frá haustinu 2013 höfum við mætt á yfir 50 fundi hjá hinum ýmsu félögum.ÚTGÁFUMÁL – ÞINGMÁL - FJÖLMIÐLARListin að lifa kemur nú reglulega út tvisvar á ári og á árinu 2014 var í tilefni 25 ára afmælis LEB gefið út veglegt afmælisblað sem sent var á öll heimili í landinu þar sem einhvern sextugan eða eldri var að finna. Afsláttarbókin hefur verið gefin út árlega í samvinnu við Félag eldri borgara í Reykjavík. Heimasíðan er orðin öflugri eftir endurskoðun og nýjan umsjónaraðila þannig að ég tel að útgáfumálin séu í góðum farvegi. Einnig hef ég og fleiri stjórnarmenn skrifað greinar um öldrunarmál í dagblöð, vikublöð og tímarit. Auk þess hafa mörg viðtöl verið tekin við mig sem birst hafa í fjölmiðlum.Það er mikilvægt fyrir landssamtök eins og okkar, sem gæta hagsmuna tugþúsunda landsmanna, að geta haft áhrif á löggjöf. Slík áhrif gerast einkum með tvennu móti, annars vegar með þátttöku í nefndum sem gera tillögur að löggjöf og hinsvegar með umsögnum um þingmál sem oft er fylgt eftir með heimsóknum á fund þingnefnda. Það er orðin nær óbrigðul regla hjá Alþingi að óska umsagnar okkar þegar fyrirhuguð lagasetningin varðar málefni aldraðra með einhverjum þætti. Gerð umsagna var fyrirferðarmikil á árunum 2013 og 2014. Umsagnir okkar má finna á heimasíðu Alþingis, á heimasíðu okkar og í fundargerðum stjórnarinnar sem við ákváðum að fjölfalda og dreifa í sérstöku hefti á þessu þingi til þess að þið gætuð á einum stað gengið að upplýsingum um starfsemi Landssambandsins á því tveggja ára starfstímabil sem nú er að enda. Þingsályktun er komin fram um umboðsmann aldraðra sem hefur verið baráttumál okkar lengi. Henni þarf að fylgja eftir svo það verði að veruleika.ERLENT SAMSTARFLandssambandið er aðili að Nordisk Samarbejdekomitée (NSK), samstarfsnefnd landssambanda eldri borgara á Norðurlöndum. Þar eru fundir 2svar ári þar sem fólk skiptist á upplýsingum um stöðu öldrunarmála og hvað helst er þar nýtt á döfinni. Jafnframt hefur verið að aukast hjá NSK að eiga fulltrúa í ýmsum nefndum um málefni aldraðra hjá Evrópusambandinu þar sem umræður um hvernig best sé að bregðast við hækkandi aldri Evrópubúa fara vaxandi ár frá ári. Stjórn LEB ákvað haustið 2014 að skipa í starf alþjóðafulltrúa LEB sem sinnti þá slíku starfi ef til kæmi og sækti fundi NSK ásamt formanni. Ragnheiður Stephensen hefur verið fulltrúi á fundum NSK ásamt formanni, en eftir að hún veiktist var Birna Bjarnadóttir með stuttum fyrirvara fengin í hennar stað. Hún hefur mikla reynslu af erlendu samstarfi úr fyrri verkefnum og hún var síðan tilnefnd alþjóðafulltrúi LEB. Birna var kosin fulltrúi NSK í samstarfshóp hjá ESB um heilbrigðismál aldraðra og hefur sótt fundi um þau mál á kostnað NSK.ÖLDUNGARÁÐ Í ÖLL SVEITARFÉLÖGÍ samstarfi LEB með félögum eldri borgara á Norðurlöndunum hefur komið í ljós að þar eru starfandi Öldungaráð sem skipuð eru yfirleitt fólki 60 ára og eldra. Það er samt nokkuð mismunandi eftir löndum en þetta er komið í lög á Norðurlöndunum nema Íslandi og Færeyjum. Það er nauðsynlegt að koma meiri festu á samstarf sveitarfélaga og félaga eldri borgara með einhverju formlegu samstarfi og hafa fulltrúar LEB og Sambands íslenskra sveitarfélaga rætt samstarfsmálin á einum fundi. Náist slíkt samstarf fram erum við að auka áhrif okkar í samfélaginu.Það er afar mikilvægt að taka meira tillit til skoðana og tillagna eldri borgara um hvað betur má fara. Við höfum mikla reynslu og þekkingu að miðla og eigum að nýta hana öllu samfélaginu til hagsbóta og heilla. Ég legg áherslu á það að unnið sé á málefnalegum nótum, málum fylgt eftir af einurð og festu, að við látum reglulega til okkar heyra og höfum fastmótað samband og samstarf við stjórnvöld á hverjum tíma, og skiptir þá engu máli hvaða pólitísk öfl ráða. Sama gildir um sveitarstjórnirnar í landinu. Þar kemur raunar meira til kasta hvers félags að fylgja málum eftir og það er hægt að gera með stofnun öldungaráða, eða samstarfsnefnd aldraðra ef menn vilja heldur kalla það svo.LOKAORÐAf þessu sjáið þið að Landssamband eldri borgara hefur margvíslegu hlutverki að gegna í samfélaginu og það skiptir miklu máli að við séum samstíga í okkar málum. Ef ekki væri starf LEB jafn öflugt og það er, þá væri árangur t.d. í kjarabaráttunni ekki sá sami. Þess vegna skiptir líka máli að öll félög eldri borgara séu aðilar að Landssambandinu. Því fjölmennari sem samtökin eru þeim mun meiri áhrif hafa þau.Að lokum vil ég þakka öllum þeim sem hafa starfað með mér í stjórn þessi 4 ár sem ég hef setið sem formaður LEB. Það hefur verið bæði gefandi og krefjandi starf, tekið mikinn tíma en líka verið skemmtilegt. Ég hef verið svo heppin að hafa alveg frábært stjórnarfólk með mér, gott fólk í nefndum og prýðilega starfsmenn á skrifstofunni. Framkvæmdastjórarnir, Grétar Snær fyrstu árin og svo Haukur eftir að Grétar lét af störfum, hafa verið alveg einstaklega liprir, þægilegir og traustir samstarfsmenn.Ég held að Landssambandið sé á tiltölulega góðri siglingu til framtíðar litið. Unglingsárin 25 eru að baki, og fullorðinsárin taka við. Starfið hefur verið að eflast þessi ár og þannig vona ég að það haldi áfram inn í framtíðina. Landssambandið mun hafa miklu hlutverki að gegna á næstu árum. Eldri borgurum fjölgar mjög samkvæmt spám og það þarf að vera vel á verði um öll okkar hagsmunamál. Og það er ég viss um að við erum öll meðvituð um. Við megum samt ekki gleyma því að hér á Íslandi höfum við það afar gott miðað við margar aðrar þjóðir. Við skulum því horfa bjartsýn fram á veginn því að svartsýni og depurð skilar okkur engu.“Fundarstjóri þakkaði formanni fyrir skýrsluna. Því næst steig ráðherra aftur í pontu og þakkaði fyrir sig og samstarf við formanninn. Hún sagðist hafa rennt yfir reikninga félagsins og sagði þá líta vel út og þakkaði einnig góða punkta.Skýrsla gjaldkera, lagðir fram ársreikningar LEB 2013 og 2014Eyjólfur Eysteinsson, gjaldkeri LEB, þakkaði ánægjulega fundi um land allt og góða mætingu á þennan fund. Hann flutti eftirfarandi skýrslu gjaldkera og lagði fram ársreikninga 2013 og 2014:„Ég tók við gjaldkerastörfum á aðalfundi LEB í Stykkishólmi 2011. Þegar það féll í minn hlut að taka að mér gjaldkerastarfið fyrir LEB árið 2011 hafði ég ekki mikla þekkingu á störfum LEB og verð ég að segja eins og er að ég hafði áhyggur af því hvernig til tækist. En áhyggjur mínar voru ástæðulausar. Það sem gerði starf mitt létt var að ég fékk góðan stuðning innan stjórnar LEB undir forystu formanns okkar Jónu Valgerðar og frá Grétari Snæ Hjartarsyni en hann var ráðinn framkvæmdarstjóri LEB eftir brottför þáverandi framkvæmdastjóra. Rekstur skrifstofu LEB undir stjórn hans hefur verið samkvæmt áætlun og gætt hefur verið aðhalds í hvívetna. Ég þakka honum fyrir samstarfið og vel unnin störf og óska honum alls hins besta í framtíðinni.En maður kemur í manns stað og við vorum svo heppin að fá Hauk Ingibergsson varaformann LEB til þess að taka við stöðu framkvæmdastjóra LEB frá 1. desember árið 2013. Guðmundur Þorvarðarson var ráðinn löggiltur endurskoðandi og hefur síðan tekist að ganga frá ársreikningum LEB í janúarmánuði og hefur kostnaður við endurskoðun reikninga lækkað sem og rekstur skrifstofu. Vil ég þakka Hauk fyrir hans þátt í ráðningu endurskoðandans og bætt starfsskipulag á skrifstofu LEB. Fjárhagsstaða LEB er góð, tekjur hafa aukist og munar mestu að framlag ríkisins hefur aukist. Þegar á árinu 2013 var framlag ríkisins hækkað í 5 milljónir og á síðasta ári fengum við 10 milljónir frá ríkinu.Merkur samningur við Velferðaráðuneytið var undirritaður 15. apríl 2014. Samningurinn markar tímamót þar sem að Landssamband eldri borgara er viðurkennt af ríkinu og að það komi fram fyrir hönd aðildarfélaganna gagnvart stjórnvöldum. Haukur varaformaður og framkvæmdastjóri hafði forgöngu um samninginn við Velferðarráðuneytið og vil ég þakka honum fyrir framgöngu hans og samstarf sem hefur verðið með ágætum.Ársreikningar LEB fyrir árin 2013 og 2014, undirritaðir af löggiltum endurskoðanda, félagskjörnum endurskoðendum og stjórn LEB, eru lagðir fram til umræðu og afgreiðslu landsfundarins ásamt fjárhagsáætlun til og með 2017. Helstu niðurstöður reikninga 2013 eru að tekjur umfram gjöld eru 2,3 milljónir og hagnaður 2,6 milljónir, eigið fé 8,0 milljónir. Niðurstöður reikninga félagsins árið 2014 eru að tekjur umfram gjöld eru 2,9 milljónir og hagnaður 3,2 milljónir, eigið fé 11,3 milljónir. Í Styrktarsjóði aldraðra eru eignir 1.778.920 krónur. Tekjur af styrkjum frá hollvinum voru kr. 1,3 milljónir á því ári en þá var gerður samningur við Securitas.Reikningarnir bera það með sér að tekjur hafa aukist vegna framlaga ríkisins og hafa þær vaxið í 10 milljónir og þá hafa útgjöld aukist vegna aukinnar starfsemi LEB. Má sérstaklega nefna að afmælisblað Listarinnar að lifa var sent öllum sem höfðu náð 60 ára aldri í tilefni 25 ára aldurs sambandsins. Þá sóttu stjórnarmenn um 50 fundi í félögunum á síðustu á tveim árum víðsvegar um landið til kynningar á starfi sambandsins. Skemmilegir fundir og voru þeir yfirleitt vel sóttir af félögum og þeir eru mjög áhugasamir um starf Landssambands eldri borgara.Að lokum við ég þakka samstarfið á liðnum árum við félaga og stjórn LEB sem hefur verið með miklum ágætum. Að mínum dómi hefur okkur tekist vel til og munar þar mestu um forystu formanns okkar, Jónu Valgerðar Kristjánsdóttir, sem með dugnaði og atorku hefur stýrt okkur síðustu ár.Við höfum ekki náð öllum kröfum okkar varðandi lagfæringu á tekjum frá Tryggingastofnun og lífeyrissjóðum en LEB hefur öðlast viðurkenningu með samningnum við Velferðarráðuneytið og það er tekið eftir okkur. En við viljum enn auka áhrif okkar og það gerum við með því að stofna formleg samtök, Öldungaráð, með sveitarfélögum í hverju héraði svo að ekki verði teknar ákvarðanir um málefni okkar án samráðs við okkur sem njótum þjónustunnar. Ég reyni að svara fyrirspurnum fundarmanna. Ég hef sótt fundi félaga eldri borgara víða um land en við í stjórn LEB gerðum víðreist sem fyrr segir og kynntum starf LEB undir forystu formanns okkar Jónu Valgerðar Kristjánsdóttur. Fundir þessir hafa verið fróðlegir og skemmtilegir. Það hefur fallið í minn hlut að kynna Öldungaráð og oft hef ég þá verið spurður til hvers ráðin séu og hvort að ekki væri best að kynna málstað okkar hjá þeim sem valdið hafa frekar viðtölum og samningum. Reikningar og fjárhagsáætlun 2016 - 2017 er nú til umræðu og afgreiðslu.Umræða um skýrslur formanns og gjaldkeraFundarstjóri opnaði mælendaskrá um skýrslur formanns og gjaldkera. Þessir tóku til máls:Björgvin Guðmundsson, formaður kjaranefndar FEB í Reykjavík, sagði meðal annars að stjórnarflokkarnir hafi ekki ennþá staðið við að bæta kjaragliðnun krepputímans gagnvart eldri borgurum. Það er dýrt fyrir eldri borgara að bíða. Endurskoða þurfi upphæð ellilífeyris en grunnlífeyrinn er skammarlega lágur í samanburði við nágrannalöndin. Herða verður baráttuna í kjaramálum aldraðra. Hann sagði almannatryggingar á Íslandi hafi á árum áður verið í fremstu röð en í dag rekum við lestina. Burt með skerðingar og upp með lífeyrir.Halldór Gunnarsson, frá FEB í Rangárvallasýslu, þakkaði skýrslu formanns og ötult starf stjórnar. Gott hefði þó verið að fá skýrslur formanns og gjaldkera fyrir mánuði til að lesa rækilega og geta spurt. Halldór sagðist hafa viljað bera fram örfáar spurningar til ráðherra varðandi loforð Sjálfstæðisflokksins um afnám skerðingar á móti lífeyrissgreiðslum. Stjórnin náði ekki árangri í þessu stóra máli. Hann vék í máli sínu að mismun á greiðslum til opinberra starfsmanna og bænda og nefndi í því sambandi að allur lífeyrir væri hirtur af bændum sem eru eldri borgarar í Rangárvallasýslu. Það væri á ábyrgð landssambandsins að taka á þessari mismunun. Halldór spurði að lokum hvort að umboðsmaður Alþingis hafi svarað spurningu stjórnarinnar varðandi lægstu laun en um 30% eldri borgara lifa varla daginn. Halldór er ekki hrifinn af hugmyndinni um umboðsmann aldraðra.Hafliði Jósteinsson, frá FEB á Húsavík, byrjaði á því að þakka Kópavogsbúum fyrir sólina og glæsileg húsakynni og þakkaði formanninum einnig fyrir skýrsluna. Hann sagði gagnrýni og athugasemdir vissulega hafa það að markmiði að bæta en tekur ekki undir að öll loforð hafi verið svikin. Ekki næst árangur með offorsi eða látum í samningaviðræðum og vinna skal af drengskap og heilindum. Upphlaup skal ekki ástunda.Pétur V. Maack, frá FEB í Reykjavík tekur undir með Björgvini Guðmundssyni og segist hafa verið svikinn um aura af ríkisstjórninni. Hann talar fyrir rafrænu skattkorti, í tengslum við Tryggingastofnun og skiptingu skattkorts. Jafnframt vildi hann spyrja stjórn LEB hvernig þetta mál standi og hvort LEB ætti ekki að segja sig úr nefnd um endurskoðun laga um almannatryggingar.Fundarstjóri minnti á að umræðurnar eigi að snúast um skýrslur formanns og gjaldkera.Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður FEB í Reykjavík, tók til máls. Hún sagði að eldri borgarar hafi ekki eingöngu verið sviknir eftir hrun, því að árum saman hafi 69. gr. laga um almannatryggingar verið aftengd. Samkvæmt lagaákvæðinu skulu bætur almannatrygginga, svo og greiðslur skv. 63. gr. og fjárhæðir skv. 22. gr., breytast árlega í samræmi við fjárlög og taka mið af launaþróun og hækka aldrei minna en verðlag skv. vísitölu neysluverðs. Eldri borgarar hafi því ekki fengið fullar bætur og á þeim hafi verið brotið árum saman.Þórunn Snæbjarnardóttir, frá FEB í Mývatnssveit, spurði hvort að LEB hafi verið launagreiðandi árið 2013 en hafi ráðið verktaka árið 2014.Eyjólfur Eysteinsson, gjaldkeri LEB, sagði það rétt og að sjá megi á reikningunum að það sé mikið hagfelldara.Erna Indriðadóttir, í stjórn FEB í Reykjavík, sagði meðal annars að málefni eldri borgara hafa ekki verið ofarlega í forgangsröðun ríkisstjórna í gegnum árin. Hún benti á vefrit sem hún rekur og heitir „Lifðu núna“, um lífið eftir miðjan aldur, og minntist á svonefndan „aðgerðahóp aldraðra“, sem fór á sínum tíma til allra ritstjórna fjölmiðla og ræddi við menn. Að síðustu þakkaði hún formanni LEB fyrir störf hennar og sagðist vera mikill aðdáandi hennar til margra ára.Fundarstjóri minnti aftur á að umræðurnar eigi að snúast um skýrslur formanns og gjaldkera.Pétur V. Maack, frá FEB í Reykjavík, steig aftur í pontu og ítrekaði spurningu sína, vegna þess að hún heyri ekki undir önnur mál.Jón Kr. Óskarsson, formaður FEB í Hafnarfirði, þakkaði formanni LEB fyrir góða skýrslu. Hann hefur mikinn áhuga á aðgerðahópi með breyttum baráttuaðferðum og vill kröfugöngu frá Hlemmi niður að Alþingishúsi.Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður LEB, steig í pontu til að svara fyrirspurnum fundarmanna. Varðandi breytt vinnubrögð vísaði hún til útifundar með Öryrkjabandalaginu, sem haldinn var árið 2013, en á fundinn mættu innan við 100 manns. Einnig var mjög dræm mæting í 1. maí kröfugönguna en þá komu 12-14 manns. Hún sagði eldri borgara almennt ekki hrifna af kröfugöngum og margir hverjir hafi ekki líkamlega burði til þess. Jóna Valgerður var ekki sammála því að lítil breyting hafi orðið á kjörum eldri borgara, breytingarnar komi sér vel fyrir þá sem geta unnið. Einnig að grunnlífeyrir væri nú ekki skertur vegna lífeyrissjóðstekna. Fjallaði hún stuttlega um rétt til grunnlífeyris og hvernig hann skerðist, bæði í dag og samkvæmt tillögum í nefnd um endurskoðun laga um almannatryggingar. Varðandi úrsögn úr nefndinni um endurskoðun laganna sagði Jóna Valgerður að fulltrúar eldri borgara hefðu engin áhrif eftir úrsögn og segist geta fullyrt að á hana sé hlustað í nefndinni. Sem dæmi mætti nefna að aðlögunartími vegna hækkunar lífeyrisaldurs væri að hennar tillögu. Hún var sammála Hafliða um að halda vel á málunum og benti á að hún sé næstum annan hvern dag í fjölmiðlum. Jóna Valgerður þakkaði fyrir þessa umræðu og talaði um mikilvægi þess að virða skoðanir allra.Harald S. Holsvik, formaður Félags aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni, þakkaði innilega fyrir góðar móttökur. Í máli sínu vék hann að hugtakabrengli en hann sagði að aldraðir væru ekki að fá „tekjur“ frá almannatryggingum. Réttara væri að aldraðir ættu inni hjá Tryggingastofnun og lífeyrissjóðunum sem þeir væru búnir að borga í.Að svo búnu tilkynnti fundarstjóri að komið væri að kaffihléi.Heilsa – framtíð – þjónustaAð loknu kaffihléi var fjallað um heilbrigðismál. Framsögumenn voru Birgir Jakobsson, landlæknir, Pétur Magnússon, formaður Öldrunarráðs Íslands, og Hrönn Ljótsdóttir, forstöðumaður Hrafnistu í Reykjanesbæ.Fundarstjóri bauð Birgi Jakobsson, landlækni, velkominn.Í máli Birgis Jakobssonar landlæknis kom meðal annars fram að þessir mánuðir sem hann hefur setið í embætti hafi aðallega farið í að setja sig inn í málin og síðan hafi verkföll dunið yfir. Vegna þessa er heilbrigðisþjónustan enn á rangri leið, eftir að hafa komið illa út úr kreppunni, og hefur verkefnum verið frestað. Landlæknir sagði fjármagn til heilbrigðisþjónustu á Íslandi vera minna í heild en í nágrannalöndunum. Jafnframt taldi hann að heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins væri ekki að virka sem skyldi og að sérfræðiþjónusta væri veitt á forsendum sérfræðinganna en ekki með hagsmuni þjónustunotenda að leiðarljósi. Þetta leiði af sér að fólk endi á sjúkrahúsum - fólk sem þurfi upphaflega ekki á því að halda. Landlæknir ræddi í því sambandi að heilsugæslan er fyrsti snertipunktur og þurfi að sinna félagsþjónustu og víðtækara starfi en verið hefur. Hann nefndi sem dæmi að undir einum hatti heilsugæslunnar þurfi að vera kunnátta sálfræðinga og geðlækna, kunnátta á vandamálum aldraðra, næringarráðgjöf, sjúkraþjálfun og fleira til. Ellegar viðhaldist núverandi ástand þar sem fólk lendir inni á bráðadeild og legudeild LSH. Þetta ástand sagði hann vera hættulegt öldruðum sem ekki þurfi á þeirri þjónustu að halda og að mjög algengt sé að fólk losni ekki aftur af spítala. Landlæknir vill því halda öldruðum frá sjúkrahúsumhverfinu og að heimaþjónusta verði veitt í sem mestum mæli. Stefnumörkun þarf að vera mikið skýrari og ef rétt er haldið á málunum stafar þjóðfélaginu ekki ógn af fjölgun einstaklinga 67 ára og eldri. Landlæknir lauk ávarpi sínu með vangaveltum um hlutverk aldraðra sjálfra í kerfinu. Hann sagði að aldraðir verði að taka meiri ábyrgð á sínu lífi og leggja það ekki algjörlega í hendur heilbrigðisstarfsmanna. Fjöldi aldraðra sem tekur 10 lyf eða fleiri sé allt of mikill og eigi aldraðir að spyrja gagnrýninna spurninga. Aldrað fólk er ekki vandamál í kerfinu og kanna þarf hverju sinni hvort fólk þurfi raunverulega að leggjast inn á spítala, fara á hjúkrunarheimili eða hvort það geti verið áfram heima með nauðsynlega heimahjúkrun.Fundarstjóri bauð Pétur Magnússon, formann Öldrunarráðs Íslands, velkominn.Pétur Magnússon, formaður Öldrunarráðs Íslands, óskaði fundarmönnum gleðilegrar hátíðar, þakkaði boðið og tók fram að hann væri einnig forstjóri Hrafnistu. Í máli hans kom fram að Öldrunarráð Íslands væri rúmlega 30 ára regnhlífasamtök þeirra sem láta sig málefni aldraðra varða í þjóðfélaginu. Hann vill helst ræða um veikustu einstaklingana sem þurfa mikla þjónustu, annað hvort á hjúkrunarheimili eða í heimaþjónustu. Pétur sagði að næstu áratugina myndi þeim fjölga um 30%. Hann vísaði í skýrslu ríkisendurskoðunar frá 2012, um skoðun á dvalarrýmum fyrir aldraða árin 2006-2011. Á þeim árum fækkaði rýmum á meðan eldri borgurum fjölgaði um 10%. Fjölgun rýma gekk ekki upp á þessu tímabili og var frekar verið að flytja þau til. Tvöföldun dvalarrýma þyrfti að koma til en hann telur að það sé örugglega ekki að fara að gerast. Pétur sagði að fólk yrði að hafa val og sem dæmi kosti 3-4 heimsóknir starfsmanna heilbrigðisþjónustu á dag jafn mikið og full dvöl á hjúkrunarheimili. Horfa þurfi á heildarmyndina og taka ákvörðun um hvernig fjármunum skuli varið en stefnuleysi ríki í þessum málaflokki. Skoða þurfi þætti um forvarnir og sjálfsábyrgð og tileinka sér tækninýjungar. Pétur veltir því að lokum upp hvernig eigi að manna heilbrigðisþjónustuna í framtíðinni en staðreyndin er sú að meðalaldur fólks hækkar hratt. Einblína þurfi á að gera þjónustustörf við aldraða eftirsóknarverð fyrir unga fólkið.Fundarstjóri bauð Hrönn Ljótsdóttur, forstöðumann Hrafnistu í Reykjanesbæ, velkomna.Í máli Hrannar Ljótsdóttur, forstöðumanns Hrafnistu í Reykjanesbæ, kom fram að fólki líði hvorki sérstaklega vel né illa á hjúkrunarheimilum. Verkefni síðustu ára hafi verið að skoða hvað hægt væri að gera til að fólk upplifði þau sem heimili sitt. Þau hjá Hrafnistu í Kópavogi, og nú í Reykjanesbæ, hafi frá opnun þannig hugsað húsnæðið upp á nýtt og ekki lagt á boð og bönn. Þau opnuðu allt heimilið og buðu fólki til dæmis að koma með sín eigin handklæði og gardínur og settu ekki reglur um það hvernig mætti innrétta íbúðirnar, en þær eru litlar og með sér salerni. Allir starfsmenn fá frítt fæði og borða íbúunum til samlætis. Borðhaldið byggist á sjálfsbjargarviðleitni enda er lagt á borð en ekki skammtað á diska. Hrönn sagði þessa nýbreytni hafa leitt í ljós að lyfjagjöf hefur minnkað og allir verða rólegri. Mönnun starfsfólks gangi jafnt og þétt og því sé minni erill. Áhersla er lögð á að starfsmenn séu með íbúum en ekki yfir þeim og heyra einkennisbúningar því sögunni til. Hrönn nefndi einnig að tauið sé ekki merkt heldur óhreinatauskörfurnar og að þvegið sé af einum í einu. Það skiptir gífurlega miklu máli að geta verið áfram þú sem persóna og einstaklingur.Fundarstjóri boðaði Þórarinn Þórarinsson formann kjörbréfanefndar í pontu og greindi hann frá því hversu margir væru á þessum fundi. Mættir fulltrúar með fullgildan atkvæðisrétt, aðal- og varamenn, voru 109 en alls voru 121 í salnum. Aðildarfélögunum bauðst öllum að fá eitt eintak af listanum yfir fulltrúafjöldann.Að þessu loknu var orðið gefið laust fyrir spurningar til framsögumanna.Birna Bjarnadóttir, stjórn FEB í Reykjavík, þakkaði fyrir að heilsa og heilbrigði eldri borgara séu þema fundarins. Farsæl öldrun þýði meðal annars að fá að eldast með virðingu. Hún hefur áhyggjur af því hvernig fjölga eigi fólki í heilbrigðisgeiranum og spyr hvernig eigi að manna stöður í heimaþjónustu og hjúkrun inni á stofnunum næstu 10 árin, þegar staðreyndin er sú að nú þegar er erfitt að manna þessar stöður. Einnig sé það áhyggjuefni að fjöldi lækna fari á lífeyri á næstu 5 árum. Gott væri að fá uppástungur um lausnir og hvernig ræða eigi um þetta í Evrópu.Pétur V. Maack, frá FEB í Reykjavík, talaði um stöðu fólks þegar það eldist og þá óvissu sem ríkir í tengslum við dagdvöl og innlögn. Sem dæmi hafi samningi um endurhæfingu við Hrafnistu í Reykjavík verið hafnað og B-deild Borgarspítalans og St. Jósefsspítali standi ekki lengur til boða. Hann spurði hvað væri í vegi fyrir því að hlúa betur að öldruðum.Anna Þrúður Þorkelsdóttir, frá FEB í Reykjavík, þakkaði formanni LEB og stjórninni fyrir frábært starf. Hún ræddi aðallega viðhorf til aldraðra en sjálf hóf hún störf sem sjálfboðaliði í heilbrigðisþjónustu 36 ára gömul og var forstöðukona á heimili fyrir aldraða. Henni þykir Eden-stefnan góð en að breyta þurfi viðhorfi til aldraðra. Aldraðir eru áfram þeir sjálfir, þrátt fyrir að líkami þeirra eldist, og koma á fram við þá eins og einstaklinga en ekki setja þá alla í sama flokk. Önnu þykir 300 þúsund krónu lágmarkskrafa mjög lág.Erna Indriðadóttir, frá FEB í Reykjavík, þakkaði öllum framsögumönnum þeirra erindi og spurði hvernig hægt væri að móta stefnu og fá stjórnvöld til að fara eftir stefnunni.Jón Kr. Óskarsson, formaður FEB Hafnarfirði, sagði margt neikvætt í öldrunarþjónustunni og beindi þeirri spurningu til landlæknis hvort að Hafnarfjörður hafi gleymst í fjárhagsáætlun en nú væri búið að loka St. Jósefsspítala og því hafi verið hafnað að fjölga dvalarrýmum úr 8 í 10.Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri FEB í Reykjavík, sagði að hrunið væri notað sem afsökun en ekki skýring til að draga úr ýmsum framlögum. Hans spurning til landlæknis var hvort hlutfall til málaflokksins „aldraðir” hafi minnkað, vaxið eða staðið í stað sem hlutfall af fjárlögum.Einnig var spurt hverju það myndi breyta ef dregið yrði úr lífstílssjúkdómum með hreyfingu og hugarleikfimi. Dans og tónlist eykur lífsgæði og tefur öldrun um 10 ár.Fundarstjóri lokaði mælendaskrá og bauð framsögumönnum að svara spurningum fundarmanna.Birgir Jakobsson, landlæknir, var fyrstur til að svara. Hann sagði mataræði vera einn stærsta áhættuþátt sjúkdóma á Íslandi og að hreyfingarleysi hafi gífurlega neikvæð áhrif á gamalt fólk, líkt og á sér stað við sjúkrahúsvistun. Hugarfarsbreytingu þurfi til að leyfa einstaklingnum að hafa val. Jafnframt sagði hann að heilsuefling sé mjög framarlega á lista embættisins og vill hann að sveitarfélögin fái viðurkenningu sem heilsueflandi samfélag, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Landlæknir tók undir það sjónarmið að hrunið sé notað sem afsökun en staðreyndin er eftir sem áður sú að það hefur haft áhrif á heilbrigðiskerfið til hins verra. Hann gagnrýndi forgangsröðun ríkisins og kvað opinbera geirann hafa orðið mikið verr úti en einkageirann. Einkageirinn og önnur mál en heilbrigðismál hafi verið sett í forgang. Landlæknir benti á að heilmiklar breytingar standi yfir í nágrannalöndunum en kvað stefnuleysi ríkjandi í heilbrigðismálum á Íslandi sem og almennt reyndar. Landlæknir getur og ætlar að styrkja eftirlit með heilbrigðiskerfinu og stefnumörkun í málaflokknum. Einnig er þarft verk að setja lagaskilgreiningar um hlutverk stofnana fram með þeim hætti að allir skilji þær.Pétur Magnússon, formaður Öldrunarráðs Íslands, sagði að yfirfara þyrfti forgangsröðun og vinnuferla vegna starfa á heilbrigðisstofnunum. Ættingjar og vinir ættu að spila stærra hlutverk í daglegu lífi á hjúkrunarheimilum, fylgjast þurfi með tæknilausnum og nýjungum og efla forvarnir og endurhæfingu. Því miður náðust ekki samningar um starfsemi Hrafnistu í Reykjavík en vonandi verður stefnt að því til framtíðar að endurhæfing og almenn heilsuefling verði meiri en verið hefur. Pétur beindi því til fundarmanna að vera duglega að kynna eldra fólk sem venjulegt fólk. Hann fagnar kröftugri umræðu um sveigjanleg starfslok en veit því miður ekki svarið við því hvernig knýja á um að stefnumörkun sé framfylgt. Ein lausnin væri ef til vill framboð eigin lista. Varðandi dvalarrými í Hafnarfirði sagði hann ríkja stefnuleysi þar sem fjölgun á úrræðum fyrir aldraða ætti að fylgja fjölgun aldraðra.Varðandi vöntun á starfsmönnum í heilbrigðisgeiranum sagði Hrönn Ljótsdóttir, forstöðumaður Hrafnistu í Reykjanesbæ, að markaðssetningin gengi upp ef nýjungum væri tekið með opnum huga. Breytt viðhorf til aldraðra og virðing fyrir einstaklingnum hefur mikið að segja. Hún vill enn fremur efla þátt öldrunar í námi fagstétta, sem er bæði gefandi og skemmtilegur.Birgir Jakobsson, landlæknir, vildi fá að bæta nokkrum atriðum við umfjöllunina. Svo virðist sem nemendur innan heilbrigðisgeirans séu áhugasamir í náminu en margir þeirra vilji heldur starfa erlendis að námi loknu eða fara annað en á LSH. Staðan er sú að í dag er Ísland í samkeppni við önnur lönd hvað þetta varðar. Hann benti á nauðsyn þess að ákveðin menntun sé sótt erlendis frá en gera þurfi íslenskt heilbrigðiskerfi þannig úr garði að það sé aðlaðandi sem vinnuumhverfi. Ef litið er til hins vestræna heims varðandi byggingu sjúkrarýma þá er það dýr lausn og viljann skortir til að borga, að því er virðist. Landlæknir ráðleggur fundarmönnum að forðast það í lengstu lög að lenda inn á stofnun.Fundarstjóri þakkaði framsögumönnum öllum og mælti með því að landlæknir ráði danskennara inn á heilbrigðisstofnanir. Því næst gaf fundarstjóri orðið laust á ný um skýrslur stjórnar og gjaldkera.Sveinn Gunnar Hálfdánarson, FEB í Borgarnesi og nágrenni, vildi fá útskýringar á mismun kostnaðar við blaðadreifingu og prentkostnaði. Hann þakkaði fyrir framkomnar skýrslur en sagðist jafnframt ósáttur við þá breytingu hjá LEB að greiða fyrir verktöku í stað launagreiðslna, og vísar í því sambandi til fjárhæða í ársreikningi. Hann hafi þó ekki skoðað ítarlega forsendur að baki þessari breytingu.Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður LEB, svaraði því til að mismunur á dreifingar- og prentkostnaði stafi af útgáfu afmælisblaðs „Listin að lifa“. Hún benti á að formannafundurinn hafi samþykkt að gera eitthvað í tilefni afmælisins, meðal annars í því skyni að fá yngra fólkið einnig inn í félögin. Greitt hafi verið burðargjald afmælisblaðsins til allra 60 ára og eldri, eða um 40 þúsund manns, en einungis hafi verið greitt fyrir prentun á afmælisblaðinu. Engin ritlaun hafi verið greidd fyrir afmælisblaðið.Halldór Gunnarsson, frá FEB í Rangárvallasýslu, vill leiðréttingu launa í samhengi við sanngirnissjónarmið og krefst þess að hætt sé að brjóta lög á eldri borgurum. Hann ætlar að tala nánar um þetta óréttlæti síðar á fundinum þegar hann ber upp tillögu.Afgreiðsla ársreikningaFundarstjóri bar ársreikning 2013 undir fundinn og var hann samþykktur. Enginn var á móti.Fundarstjóri bar ársreikning 2014 undir fundinn og var hann samþykktur. Enginn var á móti.Fundarstjóri svaraði fyrirspurn úr sal játandi er spurt var hvort að árgjaldið yrði óbreytt fyrir alla félagsmenn og ætti það jafnt yfir alla að ganga.Lögð fram fjárhagsáætlun og tillaga að árgjaldi 2015 og 2016Eyjólfur Eysteinsson, gjaldkeri LEB, lagði fram og kynnti fjárhagsáætlun til ársloka 2017. Áætlað er að tekjur 2016 nemi 25,5 mkr. og gjöld sömu fjárhæð þannig að reksturinn sé í jafnvægi. Áætlað er að tekjur 2017 nemi 26,2 mkr., gjöld 28,4 mkr. og rekstrarhalli nemi 2,2 mkr.Gjaldkeri lagði fram svohljóðandi tillögu stjórnar um árgjald aðildarfélaga 2016 og 2017:„Landsfundur Landssambands eldri borgara haldinn í Kópavogi 5. – 6. maí 2015 samþykkir að árgjald aðildarfélaga eldri borgara til LEB árið 2016 og 2017 nemi kr. 600.- á hvern félagsmann hvort ár.“Fundarstjóri opnaði mælendaskrá um tillögu stjórnar um árgjald aðildarfélaga.Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri FEB í Reykjavík, kom með athugasemd um lengd samningsins við ríkið og sagði fjárstuðning Velferðarráðuneytisins endurskoðaðan á ári hverju.Fundarstjóri bar tillögu um aðildargjald undir fundinn og var hún samþykkt. Enginn var á móti.Fundarstjóri bar fjárhagsáætlun undir fundinn og var hún samþykkt. Enginn var á móti.Starf málefnanefndaFundarstjóri lagði til að fundarmenn skiptu sér í þrjár málefnanefndir eftir áhugasviði sínu og greindi Haukur Ingibergsson, varaformaður LEB, frá því hvernig starf í nefndum skal fara fram;
- a) kjaramálanefnd, ræði tillögu stjórnar LEB um kjaramál ásamt kjaramálatillögum Félaga eldri borgara í Húnaþingi vestra og í Rangárvallasýslu og stjórni Jóna Valgerður Kristjánsdóttir þeirri nefnd,
- b) félags- og velferðarmálanefnd ræði tillögu stjórnar LEB um félags- og velferðarmál ásamt tillögum Félaga eldri borgara í Kópavogi og í Rangárvallasýslu og stjórni Haukur Ingibergsson þeirri nefnd,
- a) heilbrigðismálanefnd ræði tillögu stjórnar LEB um heilbrigðismál og stjórni Eyjólfur Eysteinsson þeirri nefnd.
Einnig kynnti fundarstjóri að í beinu framhaldi af starfi málefnanefnda verði fordrykkur í boði Kópavogsbæjar og kvöldverður sem kosti 2.500 kr. á mann og greiðist á staðnum. Landsfundinum verði síðan fram haldið kl. 8:30 næsta dag og málefnanefndir sem ekki ljúki störfum á fyrri fundardegi hafi tíma á síðari fundardegi til að ljúka störfum sínum.Framhald fundarins, miðvikudaginn 6. maí 2015 kl. 08:35Fundarstjóri bauð fundarmenn velkomna til framhalds fundarins og þakkaði Kópavogsbæ og Félagi eldri borgara í Kópavogi fyrir ánægjulegt gærkvöld.Öldungaráð – Formlegt samstarf sveitarfélaga og félaga eldri borgaraEyjólfur Eysteinsson gjaldkeri LEB hafði framsögu um fundarefnið:„Ég legg til að tillaga LEB um stofnun öldungaráðs sem liggur fyrir þessum fundi verði samþykkt en hún hefur verið kynnt félögum eldri borgara víða af stjórn LEB. Stofnun Öldungaráðs mun auka völd okkar og tryggja að ekkert verði gert í málum okkar án samvinnu við félög eldri borgara. Tillagan hljóðar svo:„Landsfundurinn beinir því til stjórnvalda að Öldungaráð í hverju sveitarfélagi eða í samvinnu sveitarfélaga verði lögfest sem réttbær tillögu- og umsagnaraðili um málefni eldri borgara og skorar á aðildarfélög LEB að beita sér fyrir stofnun Öldungaráða í sínu sveitarfélagi þar sem þau starfa ekki nú þegar. Öldungaráðin kynni sér m.a. þjónustu og aðbúnað eldra fólks á heimilum, í þjónustuíbúðum og á öldrunarheimilum og leggi fram tillögur þar sem úrbóta er þörf.” Nú þegar eru öldungaráð starfandi í Reykjavík, Hafnarfirði, Suðurnesjum, Hveragerði, Borgarbyggð, Ölfusi og fleiri sveitarfélögum.Ég hafði verið í stjórn LEB síðastliðin fjögur ár og það hefur margt áunnist. Þó er mér kærast að stofnuð hafa verið Öldungaráð eldri borgara víða um land. Eðlilegt er að spyrja hvort að ástæða sé til þess að stofna þau eða höfum við ekki nóg tækifæri til þess að hafa áhrif á okkar mál og getum við ekki komið á framfæri okkar málum með sveitarstjórnum hvenær sem við þurfum. En það vill verða misbrestur á því að svo sé eins og við þekkjum.Öldungaráð eru skipuð fulltrúum sveitarfélaga í héraði sem valdið hafa og eldri borgurum sem njóta þjónustunnar. Þau mynda með sér formlegt félag sem er skipað jafn mörgum félögum eldri borgara og fulltrúum kosnum af bæjarstjórnum. Ráðið fjallar formlega um öll mál sem varða þjónustu við okkur. Öldungaráðin gæta hagsmuna eldri borgara og eru bæjarstjórnum og þeim sem mál þeirra varðar til ráðgjafar um þau málefni. Ráðið skal vera ráðgefandi á hverjum stað um framtíðarskipulag öldrunarþjónustu, uppbyggingu hjúkrunarheimila, þjónustu- og öryggisíbúða. Tryggt verði að ekkert mál sem varðar okkur eldri borgara verði afgreitt án umfjöllunar í Öldungaráði. Ráðin vinni einnig að samþættingu á þjónustu og áhersla er lögð á að efla andlega og líkamlega líðan eldri borgara m.a. með skilvirkri læknisþjónustu, heimahjúkrun, félagslegri heimaþjónustu, dagvistun og iðju- og sjúkraþjálfun sem hvetur til líkamsræktar og lífsleikni.Ég er sannfærður um að stofnun Öldungaráða sé framtíðin. Reynsla hefur fengist á störf þeirra í Danmörku og stofnuð hafa verið ráð víða á Íslandi. Þekki ég vel til Öldungaráðs Suðurnesja sem stofnað var í haust. Þar er ráðið skipað 12 fulltrúum Félags eldri borgara á Suðurnesjum og 12 fulltrúum kosnum af fjórum bæjarstjórnum á Suðurnesjum. Þá er ráðið skipað 9 fulltrúum þeirra sem málið varðar en í þeim hópi eru t.d. félagsmálastjórar, forstöðumenn hjúkrunarheimila og fulltrúi Styrktarfélags HSS. Samtals skipa 33 Öldungaráð Suðurnesja sem síðan velur sér 7 manna stjórn.Víða hafa félög eldri borgara gott samband við sveitarfélögin og undirtektir þeirra eru góðar þegar mál okkar koma til afgreiðslu. Þrátt fyrir góð orð er mikill skortur á hjúkrunarheimilum svo að það horfir til neyðarástands á vissum svæðum svo sem á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum og víðar um land. Á biðlista á Suðurnesjum eru nú 55 manns og reiknað er með að á árinu 2020 verði þeir 100. Þá hafa áætlanir gert ráð fyrir því að þeim fjölgi um 100 á hverju ári á höfuðborgarsvæðinu.Hér hafa þeir sem taka ákvarðanir í okkar málum ekki horft fram í tímann. Miklar umræður eru um mál okkar og oft nefnt að fjölga þurfi úrræðum með samnýtingu heimaþjónustu og heimilishjálpar. Vissulega er nauðsynlegt að auka þjónustuna og hagræða en það kemur ekki í staðinn fyrir hjúkrunarhjálp á stofnun. Það sækir enginn um vistun á stofnun að gamni sínu. Það er síðasta ráðið að sækja um vistun á hjúkrunarheimili þegar önnur úrræði duga ekki og ekki er lengur hægt að vera heima vegna veikinda. Það er eins og það sé feimnismál þegar bent er á þá staðreynd, sem sjá má í skýrslum, að þú lifir ekki lengur en í mesta lagi þrjú ár á hjúkrunarheimilum.Það þarf að breyta vinnubrögðum. Við teljum að með formlegu samstarfi í Öldungaráði með eldri borgurum og sveitarstjórnum, þeirra sem valdið hafa á hverjum stað, tryggjum við aðkomu að öllum okkar málum á umræðu- og ákvörðunarstiginu. Það er hagur beggja og samstarfið verður betra og skemmtilegra. Ég endurtek að merkilegt skref er stigið með samþykkt tillögunnar um Öldungaráð og eru áhrif eldri borgara á framtíð sína aukin og vona ég að sem flest félög eldri borgara stofni Öldungaráð.“Ársskýrslur aðildarfélagaHaukur Ingibergsson, varaformaður LEB, hafði framsögu um fundarefnið og nefndi að til þess að vera betur í stakk búið til að sinna hlutverki sínu, sé mikilvægt að Landssamband eldri borgara hafi góða yfirsýn yfir starfsemi aðildarfélaganna, meðal annars til að geta haldið á lofti því mikla starfi sem þar fer fram. Stjórn LEB ákvað því að biðja aðildarfélögin um að taka saman og senda LEB ársskýrslu 2014 í stöðluðu formi um starf sitt og aðstöðu. Þessari beiðni var afar vel tekið af aðildarfélögunum. Helstu niðurstöður eru eftirfarandi:Kannað var hvert árgjald félagsmanna var 2014. Niðurstaðan var sem hér segir:Árgjald 1.500 – 1.999 kr. 6 félögÁrgjald 2.000 – 2.499 kr. 25 félögÁrgjald 2.500 – 2.999 kr. 11 félögÁrgjald 3.000 – 3.499 kr. 6 félögÁrgjald 3.500 – 3.999 kr. 3 félögKannað var í hvaða formi félagsmannaskrá er haldin. Niðurstaðan var sem hér segir:Í excel 30 félögÍ word 7 félögÁ pappír 11 félögSérkerfi 2 félögNokkur félög nefndu að félagsmannaskrár væri haldnar í tveimur formum, t.d. pappír og excel eða word og excel.Kannað var í hvernig húsnæði félagið starfaði og hver væri eigandi þess. Um hálfur tugur félaga eiga húsnæði en starfsemi flestra félaga er í húsnæði í eigu sveitarfélags. Algengast virðist að félag hafi húsnæði til fullra afnota eða eigi innhlaup í húsnæði á tilteknum tímum eða til tiltekinnar starfsemi.Kannað var hvort og hvernig sveitarfélagið styðji við starfsemi félagsins. Auk húsnæðisstuðnings virðist algengast að sveitarfélög styrki starfsemina með beinum fjárframlögum eða með því að leggja til starfskrafta sem launaðir eru af sveitarfélaginu.Kannað var hvort félagið hefði heimasíðu og reyndust 11 félög hafa heimasíðu. Svipaður fjöldi reyndist hafa sérstök netföng en yfirleitt virðast formenn þó nota eigin netfang í störfum sínum.Kannað var hverjir væru helstu þættir í starfsemi félaganna. Í svörunum var nefndur mikill fjölda viðfangsefna sem félög eldri borgara sinna. Á grundvelli þeirra upplýsinga er þó ekki unnt að slá tölulegum mælikvarða á fjölda viðfangsefna eða þátttöku til að bregða ljósi á það mikla starf sem félög eldri borgara standa fyrir um land allt í þágu félagsmanna sinna og samfélagsins alls, en það væri verðugt rannsóknarefni.Starfi málefnanefnda fram haldiðAð loknu framangreindu var starfi málefnanefnda fram haldið. Í hádeginu var matur í boði LEB.Fundarstjóri gerði grein fyrir að stjórn LEB legði fyrir fundinn tillögur að þremur ályktunum; um kjaramál, um heilbrigðismál og um félags- og velferðarmál. Einnig liggi fyrir fundinum tvær tillögur um umboðsmann aldraðra, annars vegar frá Félagi eldri borgara í Borgarnesi og nágrenni og hins vegar frá Félagi eldri borgara í Kópavogi. Jafnframt liggi fyrir fundinum tvær tillögur um kjaramál, annars vegar frá Félagi eldri borgara í Húnaþingi vestra og hins vegar frá Félagi eldri borgara í Rangárvallasýslu.Afgreiðsla málaÁlyktun um félags- og velferðarmál:Fyrir var tekin ályktun um félags- og velferðarmál og gerði Haukur Ingibergsson, varaformaður LEB, grein fyrir tillögu félags- og velferðarmálanefndar. Að framsögu lokinni gaf fundarstjóri orðið laust um tillöguna. Þessir tóku til máls:Sigurður Hermannsson, formaður FEB á Akureyri, steig í pontu og gerði athugasemd við 3. mgr. tillögunnar, um færni- og heilsumat. Hann sagði fólk fara í þetta mat ef talið er að það þurfi að fara á hjúkrunarheimili.Haukur Ingibergsson, varaformaður LEB, sagði ástæðu þessa orðlags vera þá að dæmi væru um að fólk færi í matið og fengi úrskurð um að mega fara á hjúkrunarheimili en kysi síðan að vera heima.Guðrún Aradóttir, formaður FEB í Rangárvallasýslu fjallaði um heimsendingu á mat og benti á að heimsendingin væri ekki bundin við dvöl á hjúkrunarheimili.Gísli Halldór Jónsson, formaður FEB í Vestmannaeyjum, taldi það bjartsýni að fólk hefði val um að fara á stofnun eftir færni- og heilsumatið. Ekkert pláss væri laust á elliheimilinu í Vestmannaeyjum.Haukur Ingibergsson, varaformaður LEB, vísaði til ræðu landlæknis um þetta efni og lagði áherslu á að horft sé til framtíðar.Anna Þrúður Þorkelsdóttir, frá FEB í Reykjavík, kvað heimaþjónustuna ekki í lagi og þá sé ekki nóg að hafa val.Að umræðum loknum bar fundarstjóri svohljóðandi tillögu að ályktun um félags- og velferðarmál undir fundinn og var hún samþykkt með einu mótatkvæði. Sveinn Hallgrímsson, sem greiddi atkvæði á móti tillögunni, gerði grein fyrir atkvæði sínu. Hann var ekki ánægður með, og gat ekki samþykkt, ákvæði um stofnun embættis umboðsmanns aldraðra. Er andvígur stofnun slíks embættis og greiddi því atkvæði gegn ályktuninni sem heild, þó hann væri bara andvígur tillögunni um umboðsmann aldraða.Ályktun landsfundar Landssambands eldri borgara 2015 um félags- og velferðarmál„Landsfundur Landssambands eldri borgara haldinn 5.-6. maí 2015 fagnar því að komin er fram þingsályktun um Umboðsmann aldraðra og skorar á Alþingi að samþykkja tillöguna og koma á fót embætti umboðsmanns aldraðra. Einnig að réttargæslumenn fyrir aldraða verði hluti af félagsþjónustu sveitarfélaga. Knýjandi nauðsyn er að til sé aðili sem aldrað fólk geti leitað til með spurningar varðandi ýmis réttindamál og mál sem koma upp í samskiptum við þjónustuaðila.Landsfundurinn beinir því til stjórnvalda að Öldungaráð í hverju sveitarfélagi eða í samvinnu sveitarfélaga verði lögfest sem réttbær tillögu- og umsagnaraðili um málefni eldri borgara og skorar á aðildarfélög LEB að beita sér fyrir stofnun öldungaráða í sínu sveitarfélagi þar sem þau starfa ekki nú þegar. Öldungaráðin kynni sér m.a. þjónustu við eldra fólk á heimilum, í þjónustuíbúðum og á öldrunarheimilum og leggi fram tillögur þar sem úrbóta er þörf. Bent er á að nú þegar eru öldungaráð starfandi í Reykjavík, Hafnarfirði, Suðurnesjum, Hveragerði, Borgarbyggð, Ölfusi og jafnvel fleiri sveitarfélögum.Landsfundurinn vill að aldraðir sem komnir eru með gilt Færni- og heilsumat eigi völ á að fá notendastýrða persónulega aðstoð í heimahúsum og geti valið um að vera heima eða að fara á hjúkrunarheimili. Áfram verði unnið að því að færa málefni aldraðra til sveitarfélaga að því tilskyldu að nægt fjármagn fylgi. Landsfundurinn vill að starfsmenn í félagslegri heimaþjónustu aldraðra framvísi sakavottorði og tali og skilji íslensku. Einnig eiga þeir að hafa lokið samræmdri viðurkenndri grunnmenntun. Námið gæti verið fjarnám með stuttum námskeiðum á vegum hvers sveitarfélags. Landsfundurinn gerir þá kröfu að tekið sé mið af manneldismarkmiðum Íslendinga í fæðuvali á hjúkrunarheimilum, þjónustumiðstöðvum og heimsendum máltíðum.Ofbeldi gagnvart öldruðum hefur ekki verið nægilega rannsakað hér á landi, en leiða má líkum að því að það eigi sér stað svipað og hjá öðrum þjóðum þar sem það hefur verið rannsakað. Landsfundurinn telur nauðsynlegt að rannsaka ofbeldi gegn öldruðum. Aldursfordómar eru víða og geta leitt til ofbeldis. Landsfundurinn beinir því til landlæknisembættisins að hafa forgöngu um slíka rannsókn.Landsfundurinn fagnar áframhaldandi starfi Velferðarvaktarinnar og góðrar samvinnu sem þar hefur tekist með ýmsum ólíkum félagasamtökum um að styrkja velferð. Flestar af tillögum Velferðarvaktarinnar snerta hagsmuni eldri borgara sem mikilvægt er að hrinda í framkvæmd svo sem að lágmarksviðmið til framfærslu verði skilgreind, fjárhagsleg staða leigjenda, búseturéttarhafa og eigenda íbúða sé jöfnuð, grunnþjónusta sé gjaldfrjáls.“Ályktun um heilbrigðismál:Fyrir var tekin ályktun um heilbrigðismál og gerði Eyjólfur Eysteinsson grein fyrir tillögu heilbrigðismálanefndar og þakkaði sérstaklega skemmtilegt nefndarstarf. Að framsögu lokinni gaf fundarstjóri orðið laust um tillöguna.Enginn fundarmanna bað um að fá að koma á mælendaskrá og bar fundarstjóri því svohljóðandi tillögu að ályktun um heilbrigðismál undir fundinn og var hún samþykkt:Ályktun landsfundar Landssambands eldri borgara 2015 um heilbrigðismál„Landsfundur Landssambands eldri borgara, haldinn 5.-6. maí 2015, vill að Framkvæmdasjóður aldraðra verði efldur og geti staðið við kröfur um fjölgun hjúkrunarrýma sem taki mið af fjölgun aldraðra á næstu árum. Ástandið á enn eftir að versna ef ekkert er að gert. Ríki og sveitarfélög verða að bregðast við vandanum nú þegar með gerð áætlunar um fjölgun hjúkrunarrýma til að mæta brýnni þörf á næstu árum. Fólki standi jafnframt til boða almenn dvalarrými t.d. á hjúkrunarheimilum eða sérstökum sambýlum. Landsfundurinn skorar á stjórnvöld að koma sem fyrst á samþættingu hjúkrunar og heimaþjónustu um land allt. Efla þarf dagdvöl og fjölga plássum í endurhæfingu aldraðra.Landsfundurinn vill að eftirlit með hjúkrunarheimilum verði markvisst og fylgt verði viðurkenndum reglum og stöðlum um hjúkrun aldraðra. Gerðir verði þjónustusamningar við öll hjúkrunarheimili. Landsfundurinn ítrekar þá kröfu að greiðslufyrirkomulag á hjúkrunarheimilum verði endurskoðað. Fólk haldi fjárhagslegu sjálfstæði sínu þegar það flytur inn á hjúkrunarheimili, greiði húsaleigu, fæði og aðra grunnþjónustu. Ríki eða sveitarfélög greiði fyrir hjúkrun og umönnunarþáttinn og vasapeningar verði aflagðir. Miklar líkur eru á því að með núverandi fyrirkomulagi sé um stjórnarskrárbrot að ræða.Landsfundurinn beinir því til heilbrigðisráðherra að nauðsynlegt er að efla heilsugæslu og aðra grunnþjónustu heilbrigðiskerfisins. Heilsugæslan er fyrsti snertipunktur og þyrfti að sinna víðtækara starfi en verið er að sinna í dag. Fjölga þarf heimilislæknum verulega svo allir eigi völ á heimilislækni og hafi að þeim greiðan aðgang. Bið eftir læknaviðtölum er óheyrilega löng. Efla þarf framboð á heilsurækt fyrir aldraða bæði á hjúkrunarheimilum og fyrir þá sem búa á eigin heimili. Lækka þarf komugjöld til lækna sem hafa hækkað verulega undanfarin ár.Landsfundurinn skorar á stjórnvöld að hraða uppbyggingu Landspítalans við Hringbraut eins og fremst er unnt. Jafnframt verði tekin ákvörðun um að nýta núverandi húsakynni Landspítala í Fossvogi sem sérstaka miðstöð öldrunarlækninga. Það væri verðugt hlutverk fyrir þá byggingu þar sem ljóst er að með fyrirsjáanlegri fjölgun aldraðra er mjög æskilegt að hafa betri aðstöðu til öldrunarlækninga og rannsókna en nú er.Landsfundurinn skorar á heilbrigðisráðherra að draga til baka þær breytingar á reglugerð um styrki vegna hjálpartækja nr. 1155/2013, sem hafa útilokað niðurgreiðslu til aldraðra á þeim hjálpartækjum sem auðvelda umönnun aldraðra í heimahúsum og viðhalda færni þeirra til að búa heima. Skilgreining á því hverjir eigi rétt á niðurgreiðslu hjálpartækja er allt of þröng í reglugerðinni og aðgangur aldraðra að hjálpartækjum verulega takmarkaður. Landsfundurinn leggur til að eftirtalin hjálpartæki og heilbrigðisþjónusta verði niðurgreidd í forvarnarskyni, svo sem: Heyrnartæki, neyðarhnappur, gleraugu, ýmis konar farartæki og tannlækningar.“Ályktun um kjaramál:Fyrir var tekin ályktun um kjaramál og gerði fundarstjóri grein fyrir tillögu kjaramálanefndar. Að framsögu lokinni gaf fundarstjóri orðið laust um tillöguna. Þessir tóku til máls:Halldór Gunnarsson, frá FEB Rangárvallasýslu, sagðist vera fullur af réttlætiskennd og vildi meðal annars gagnrýna að ekki hafi verið hægt að verða við þeirri ósk að fá handskrifaða tillögu hans hreinskrifaða á tölvutæku formi, til dreifingar á fundinum. Auk þess hafi hann ekki fengið að tala fyrir tillögu FEB í Rangárvallasýslu. Tillaga sú tæki nákvæmlega fyrir þau mál sem eldri borgarar eru að vinna að núna. Því næst bar Halldór svohljóðandi tillögu undir fundarmenn og spyr hvort hún gangi lengra eða skemur en tillaga kjaramálanefndar en tillögu þessa sagði hann fjalla um að tryggja lífsrétt, ekki bara sjálfstæði:„Landsfundurinn krefst þess:
- a) að lífeyrissjóðskerfi landsmanna verði endurskoðað til einföldunar og jafnræðis, sem jafnframt geti tryggt eignarétt handhafa þeirra, sem greitt hafa.
- b) að lokið verði endurskoðun laga um almannatryggingar á þessu ári, sem tryggi lífsrétt og sjálfstæði einstaklinga.
- c) að keyptur búseturéttur eldri borgara sé virtur skilyrðislaust og hann njóti jafnræðis í húsnæðisbótakerfi landsmanna.
- d) að hækkaður verði persónuafsláttur, þannig að lágmarkstekjur til framfærslu verði ekki skattlagðar.
- e) að hækkanir undanfarinna tveggja ára á þjónustugjöldum aldraðra og sjúkragjöldum verði endurskoðaðar og að niðurgreiðslur vegna hjálpartækja og tannviðgerða verði hækkaðar til samræmis við það sem áður var.
Greinargerð:Landsfundurinn minnir á allar þær skerðingar sem eldri borgarar og öryrkjar hafa orðið fyrir frá 2009, umfram aðra þjóðfélagsþegna, mismun á hækkun lágmarks launa og hækkuðum lífeyri, mismun í leiðréttingu skulda, mismun á réttarstöðu varðandi eignaupptökur og skerðingu á lífeyrisgreiðslum Tryggingastofnunar vegna greiðslu úr tvísköttuðum lífeyrissjóðum eldri borgara sem eyðileggur ævisparnað mjög margra eldri borgara í gölluðu lífeyrissjóðskerfi. Samhliða hafa orðið verulegar hækkanir á ýmsum þjónustugjöldum og sjúkragjöldum og niðurgreiðslur á ýmsum hjálpartækjum og tannviðgerðum verið lækkaðar. Þessari aðför að eldri borgurum verður að linna.“Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður LEB, sagði það ekki rétt að enginn árangur hafi náðst með almannatryggingarnefndum og nefndi hún Stefánsnefndina 2007 í því sambandi, sem kom því á að makatengingar voru afnumdar, lagði fram tillögu um framfærsluuppbótina og fleira til sem væri komið í lög. Hún sagði tillögur þær sem Halldór talaði fyrir mjög athyglisverðar og hafi hann nú þegar kynnt þær í 40-50 manna málefnanefnd landsfundarins. Flest af því sem Halldór hafi talið upp sé komið í tillögu landsfundarins. Jóna Valgerður telur varasamt að endurskoða allt lífeyrissjóðakerfið.Snær Karlsson, frá FEB í Reykjavík, þakkaði Halldóri og telur að rétt væri að samtvinna það sem gengur lengra úr tillögu Halldórs inn í aðaltillöguna. Hann vill að landsfundurinn hafni tekjutengingum alfarið í stað þess að krefjast þess að dregið sé úr þeim, sbr. 1. mgr. tillögu málefnanefndar. Enn fremur sagði Snær að hluti 1. mgr. tillögunnar komi inn á kjarasamningssvið og ætti þar af leiðandi ekki rétt á sér – þetta væri samningsatriði milli SA og ASÍ.Pétur V. Maack, frá FEB Reykjavík, sagði samræmingu lífeyrisréttinda standa í stjórnvöldum vegna þess að hún kosti svo mikið. Varðandi lækkun fasteignaskatta á eldri borgara leggur hann til að þeir flytji frekar úr húsunum og verði skattlagðir sérstaklega ef þeir búa einir í stóru húsi. Hann minntist einnig á gerð nýrrar stjórnarskrár fyrir unga fólkið, því eldri borgarar beri ábyrgð á samfélaginu.Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður LEB, útlistaði frekar hvað úr tillögum Halldórs væri komið inn í nýsamþykktar ályktanir landsfundar, þar á meðal ákvæði um niðurgreiðslu hjálpartækja í ályktun heilbrigðismálanefndar og ákvæði um jafna fjárhagslega stöðu eldri borgara hvað varðar búsetuform sem getið er um í síðustu málsgrein ályktunar félags- og velferðarmálanefndar.Jón Kr. Óskarsson, formaður FEB í Hafnarfirði, ræddi tvísköttun lífeyrissjóðanna, sem í raun væri þrísköttun vegna tekjutengingar Tryggingastofnunar, og að aldraðir ættu að hafa fulltrúa í kjaranefnd ASÍ. Hann lagði áherslu á lækkaðan eða niðurfelldan virðisaukaskatt á lyf.Guðrún Aradóttir, formaður FEB Rangárvallasýslu, tók undir með Halldóri að slæmt væri að hann hafi ekki hafi fengið að dreifa tillögu sinni þó að sér virðist sem margt sé líkt með henni og tillögu kjaramálanefndar. Hún leggur til að tillaga Halldórs verði samþykkt, hún gangi lengra.Hafliði Jósteinsson, frá FEB Húsavík, vildi benda á að ýmsar tillögur hafi komið um ályktanir eldri borgara, sem ættu að berast samfélaginu. Halldór hafi nefnt mörg góð atriði en ekki megi vera með málalengingar og langar ályktanir. Fundarmenn hafi náð góðum fleti með ályktun kjaramálanefndar þessa fundar og er það allra vilji að tekið verði mark á því sem héðan fari. Aldraðir eru auður í þessu samfélagi.Áfram héldu fundarmenn að ræða um tillögu kjaramálanefndar og tillögu Halldórs. Skeggrætt var um tillögu Halldórs, ýmist sem frávísunartillögu en ekki dagskrártillögu sem bæri að hafna umfjöllun um eða sem sjálfstæða tillögu sem ekki væri þingtæk samkvæmt lögum sambandsins.Fundarstjóri bar síðan tillögu um að vísa tillögu Halldórs til stjórnar LEB undir fundarmenn og var það samþykkt.Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður LEB, bætti því við að breytingatillögur eigi að vera skriflegar og sagðist hún alls ekki vilja taka út 1. mgr. tillögu kjaramálanefndar, sem byggist á því sem rætt hefur verið í almannatrygginganefnd. Þar að auki væri ekki raunhæft að komast lengra með tekjutenginguna á þessum tímapunkti.Pétur V. Maack, frá FEB Reykjavík, segist vera með atkvæðisrétt í lífeyrissjóðunum og muni greiða atkvæði með hærri aldurstengingu.Helga Sigurbjörnsdóttir, frá FEB í Skagafirði, minnti fundarmenn á að taka verði mið af því að stjórn LEB sé með puttann á púlsinum þegar hún semur tillögur sem landsfundur byggir á.Fram kom að engir fréttamenn væru á fundinum og væri það hvimleitt en einnig hafi ekkert verið rætt um þær miklu kjaradeilur sem í gangi væru.Að umræðum loknum bar fundarstjóri svohljóðandi tillögu að ályktun um kjaramál undir fundinn og var hún samþykkt, með engu atkvæði á móti:Ályktun landsfundar Landssambands eldri borgara 2015 um kjaramál„Landsfundurinn skorar á stjórnvöld að ljúka endurskoðun laga um almannatryggingar. Endurskoðunin verður að leiða til þess að dregið sé úr óhóflegum tekjutengingum milli almannatryggingakerfisins og lífeyrissjóða. Landsfundurinn vill að starfslok verði sveigjanleg og valkvæð. Landsfundurinn getur fallist á hækkun lífeyristökualdurs á löngum tíma, en breyting taki ekki gildi fyrr en að 5 árum liðnum frá gildistöku lagabreytinga. Með því skapast aðlögunartími fyrir þá sem eiga eftir allt að 5 ár í starfslokaaldur.Landsfundurinn skorar jafnframt á aðila vinnumarkaðarins að gera átak í að skapa eldra fólki atvinnutækifæri svo að starfslokaaldurinn verði í reynd virðing við atvinnuþátttöku eldra fólks og framkvæmanlegur án þess að fólk endi á örorkubótum eða skertum lífeyri.Landsfundurinn krefst þess að lífeyrisréttindi einstaklinga hjá lífeyrissjóðum verði samræmd. Landsfundurinn lýsir yfir megnri óánægju með skerðingu á greiðslum frá lífeyrissjóðum til eftirlaunafólks. Jafnframt er óviðunandi að lífeyrissjóðstekjur séu tvískattaðar.Landsfundurinn krefst þess að lífeyrir almannatrygginga taki að lágmarki sömu hækkunum og lægstu laun sem samið verður um í næstu kjarasamningum. Jafnframt að sett verði framfærsluviðmið sem taki mið af raunkostnaði. Enn og aftur skal bent á að hækkun persónuafsláttar væri besta kjarabót láglaunafólks og þar með eftirlaunafólks. Því er skorað á stjórnvöld að hækka skattleysismörkin myndarlega. Lágmarkstekjur til framfærslu verði ekki skattlagðar. Jafnframt skorar landsfundurinn á stjórnarflokkana að standa við gefin loforð um að bæta öldruðum kjaraskerðinguna sem varð á árunum 2009-2013 og að lækka fjármagnstekjuskatt. Skerðingar á frítekjumarki vegna fjármagnstekna aldraðra og öryrkja sem tóku gildi árið 2009 verði afturkallaðar strax.Landsfundurinn lýsir yfir megnri óánægju með þá árlegu ákvörðun Alþingis að aftengja við afgreiðslu fjárlaga, 69. grein almannatryggingalaga, sem er svohljóðandi: „að bætur almannatrygginga skuli breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs“.Landsfundurinn krefst þess að stjórnvöld virði ákvæði og anda laganna um almannatryggingar og hækki lífeyri aldraðra og öryrkja árlega í samræmi við hækkun launa og verðlags.Landsfundurinn leggur til að virðisaukaskattur á lyf verði felldur niður og bendir á að margar þjóðir eru með lyf í lægsta þrepi virðisaukaskatts eða að slíkur skattur er ekki lagður á lyf.Landsfundurinn leggur til að sveitarfélögum verði frjálst samkvæmt lögum að fella niður fasteignaskatta á eldri borgurum af íbúðum til eigin nota.“KosningarGrétar Snær Hjartarson, formaður uppstillinganefndar, gerði grein fyrir tillögum nefndarinnar en í nefndinni sátu auk hans Gunnar Kristmundsson, Selfossi, og Þrúður Kristjánsdóttir, Búðardal. Kynjahlutfall er jafnt í öllum tilvikum.Kosning formanns LEB:Uppstillinganefnd stakk upp á Hauki Ingibergssyni sem formanni LEB til næstu tveggja ára.Fundarmenn komu með tillögur úr sal og var nafn Ellerts B. Schram fyrst borið upp og þá nafn Halldórs Gunnarssonar.Ellert B. Schram, frá FEB í Reykjavík, steig þá í pontu og sagðist hafa fengið áskoranir um að gefa kost á sér og tekur hann þeirri áskorun. Hann fjallaði síðan almennt um starfsreynslu sína, meðal annars sem stjórnarmaður hjá FEB í Reykjavík frá því á aðalfundi nú í febrúar.Haukur Ingibergsson, varaformaður LEB, tók einnig til máls og sagði ástæðu fyrir framboði sínu einkum vera reynslu af stjórnarstörfum í FEB í Reykjavík og síðar í LEB, síðustu tvö ár sem varaformaður.Halldór Gunnarsson, frá Rangárvallasýslu, sagði að sannarlega hefði hann verið tilbúinn til að bjóða sig fram en fannst sem hann hefði ekki haft hljómgrunn framan af á landsfundinum og lýsti því yfir að hann styðji Ellert og bjóði sig ekki fram.Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður LEB, mælir með því að Haukur verði kosinn, án þess þó að gera upp á milli frambjóðenda, enda hafi Haukur mikla reynslu að baki.Að svo búnu hófst atkvæðagreiðsla og var niðurstaða hennar svohljóðandi:110 greiddu atkvæði.Ellert fékk 42 atkvæði.Haukur fékk 66 atkvæðiAuðir og ógildir seðlar voru 2Fundarstjóri lýsti Hauk Ingibergsson rétt kjörinn formann LEB til næstu tveggja ára.Kosning aðalmanna og varamanna í stjórn LEB:Uppstillinganefnd stakk upp á að Ástbjörn Egilsson (Garðabæ), Elísabet Valgeirsdóttir (Hafnarfirði), Guðrún M. Harðardóttir (Borgarnesi) og Sigríður J. Guðmundsdóttir (Selfossi), verði kosin aðalmenn í stjórn LEB til næstu tveggja ára og Anna Sigrún Mikaelsdóttir (Húsavík), Baldur Þór Baldvinsson (Kópavogi) og Sigurður Jónsson (Garði) verði kosin varamenn til sama tíma.Halldór Gunnarsson, frá Rangárvallasýslu FEB býður sig einnig fram sem aðalmann.Fundarmenn komu með tillögu úr sal og var nafn Ellerts B. Schram aftur borið upp en Ellert lýsti því yfir að hann byði sig ekki fram að þessu sinni.Atkvæði féllu þannig að aðalstjórn mynda:Ástbjörn með 95 atkvæðiElísabet með 86 atkvæðiGuðrún með 78 atkvæðiSigríður með 87 atkvæði.Halldór fékk 40 atkvæði og náði því ekki kjöri.Auðir seðlar voru 4Ógildir seðlar voru 3Varamenn stjórnar voru sjálfkjörnir með lófaklappi, þar sem engir aðrir buðu sig fram.Fundarstjóri þakkaði fyrir hversu vel hefur verið staðið að þessu.Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, fráfarandi formaður LEB, kvaðst mjög ánægð með þennan fund og þakkaði hlý orð í sinn garð. Hún mun áfram sinna störfum innan LEB og hvatti félagsmenn til að senda efni til ritnefndar „Listin að lifa“.Kosning skoðunarmanna:Uppstillinganefnd stakk upp á að Margrét H. Pétursdóttir (Garðabæ) og Stefnir Helgason (Kópavogi) verði kosin skoðunarmenn ársreiknings LEB og „Listin að lifa“ til næstu tveggja ára og Hulda Sigurvinsdóttir (Mosfellsbæ) og Óttar Geirsson (Hafnarfirði) verði kosin varamenn til sama tíma.Engar tilnefndir komu úr sal og voru framangreind því réttkjörin með lófaklappi.Kosning í ritstjórn „Listin að lifa”:Uppstillinganefnd stakk upp á að Eyjólfur Eysteinsson (Reykjanesbæ) og Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (Reykhólahreppi) verði kosin í ritstjórn blaðsins „Listin að lifa” til næstu tveggja ára og Bryndís Steinþórsdóttir (Reykjavík) og Jóhannes Finnur Halldórsson (Akranesi) verði kosnir varamenn til sama tíma.Engar tilnefningar komu úr sal og voru framangreind því réttkjörin með lófaklappi.Önnur málAnna Sigrún Mikaelsdóttir, formaður FEB á Húsavík og annar fundarstjóra, þakkaði frækilega framgöngu Baldurs í fundarstjórninni og gaf orðið síðan laust. Þessir tóku til máls:Jón Kr. Óskarsson, formaður FEB í Hafnarfirði, óskaði nýkjörinni stjórn til hamingju með kjörið. Hann tók til umræðu Framkvæmdasjóð aldraðra og sagði það algjört hneyksli að sjóðurinn væri notaður í pólitískum tilgangi í 30-40 ár. Um það bil helmingur hans væri notaður til að reka hjúkrunarheimili hér og þar um landið. Kveða þurfi fastar að orði í ályktunum eldri borgara.Eyjólfur Eysteinsson, gjaldkeri LEB, þakkaði skemmtilegan fund og vísar til frétta af starfi Framkvæmdasjóðs aldraðra á bls. 49 í hefti landsfundar. Héðan í frá verði fylgst með notkun fjármagns úr sjóðnum og úrræðum verði fjölgað.Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður FEB í Reykjavík, þakkaði Jónu Valgerði fyrir frábært samstarf í gegnum árin. Öllu í Framkvæmdasjóðnum hafi verið stýrt inni í ráðuneytinu áður fyrr. Þórunn ræddi einnig akstursmál aldraðra og réttindi til að keyra. Viljum láta breyta þessu en sem dæmi hefur Danmörk lengt leyfi til ökuréttinda upp í 75 ár. Fundarmenn verði vakandi yfir þessu og leggi lóð á vogarskálarnar.Sigríður Antonsdóttir, frá FEB í Kópavogi, vildi vekja athygli fundarmanna á því að í Danmörku væru aldraðir teknir í ökupróf. Hún þakkaði fyrir góða nærveru á landsfundinum og hversu vel hefur gengið og færir konunum í eldhúsi félagsheimilisins Gullsmára sérstakar þakkir.Fundarmenn stóðu allir upp og klöppuðu fyrir starfsfólki eldhússins.Sigurjón Guðmundsson, formaður FEB Austur-Húnaþingi, sagði útgáfu afsláttarbókarinnar óþarfa á hverju ári en þar væri jafnframt enn að finna villu þess efnis að Sigursteinn væri titlaður formaður. Þess utan þakkaði hann Jónu Valgerði Kristjánsdóttur fyrir framúrskarandi formennsku og Kópavogsbúum fyrir fundaraðstöðuna.Sigurður Hermannsson, formaður FEB á Akureyri, tók undir það sjónarmið að ekki þurfi að gefa afsláttarbókina út á hverju ári og hægt væri að spara með því að gefa hana út annað hvert ár. Hann óskaði nýkjörinni stjórn til hamingju með kjörið og þakkaði Jónu Valgerði Kristjánsdóttur samstarfið í gegnum árin.FundarslitNýkjörinn formaður, Haukur Ingibergsson, steig í pontu og hóf mál sitt á að þakka fundarmönnum fundarsetuna, góðar umræður og stuðninginn. Hann benti á að hlutverk landsfundar væri að móta stefnuna í málum aldraðra næstu tvö árin og nú lægi sú stefnumótun fyrir í ályktunum fundarins. Haukur nefndi nokkur atriði sem mikilvægt væri að vinna vel að á því tveggja ára starfstímabili sem nú væri framundan, svo sem að bætur almannatrygginga hækki að lágmarki í takt við hækkun lægstu launa í þeim kjarasamningaviðræðum sem nú standa yfir, ljúka endurskoðun laga um almannatryggingar, endurskoða fyrirkomulag á Framkvæmdasjóði aldraðra og uppbyggingu hjúkrunarheimila, styrkja formlegan samráðsvettvang sveitarfélaga og félaga eldri borgara t.d. á vettvangi öldungaráða, vinna að stofnun umboðsmanns aldraðra og síðast en ekki síst standa vörð um lífeyrissjóðina. Að síðustu þakkaði Haukur fráfarandi formanni, Jónu Valgerði Kristjánsdóttur, fyrir öfluga forystu í fjögur ár, fráfarandi stjórn fyrir vel unnin störf og afhenti fráfarandi stjórnarmönnum og FEB í Kópavogi blómvendi í þakklætisskyni. Haukur sleit landsfundi klukkan 13:34.Fundarritarar voru Bjarnfríður Sverrisdóttir og Dóra Georgsdóttir en þeim til aðstoðar var Margrét Jónsdóttir.