Landsfundur 2017 settur

Í dag kl. 13 setti Haukur  Ingibergsson formaður LEB landsfund og bauð fundarmenn  velkomna. Fundurinn fer fram í Hraunseli í Hafnarfirði. Við upphaf fundarins ávarpaði forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson fulltrúa liðlega 50 eldri borgara félaga af öllu landinu. Einnig ávörpuðu fundinn velferðarráðherra Þorsteinn Víglundsson  og bæjarstjóri Hafnarfjarðar Haraldur L. Haraldsson.Síðan hófust fundarstörf og lauk deginum með kvöldverði. Fundur hefst að nýju kl. 9 í fyrramálið og þá verður kjörin stjórn sambandsins til næstu tveggja ára.

Previous
Previous

Ný stjórn LEB

Next
Next

Dagskrá Landsfundar LEB 23.-24. maí 2017