Landsfundur LEB 2021
Boðað til landsfundar LEB 2021 sem haldinn verður á Selfossi miðvikudaginn 26. maí
Fundurinn verður haldinn á Hótel Selfossi og hefst kl. 10.00 og gert er ráð fyrir að fundarstörfum ljúki kl. 17.00. Landsfundurinn er eingöngu opinn fulltrúum aðildarfélaga LEB sem hafa fengið til þess umboð.Að fundi loknum verður sameiginlegur kvöldverður og geta fundargestir boðið með sér gesti. Þessi kvöldverður er valkvæður fyrir landsfundarfulltrúa.Dagskrá landsfundar, samkv. lögum LEB:
- gr. Dagskrá landsfundar
6.1. 1. Kosning tveggja fundarstjóra og tveggja fundarritara.
- Niðurstaða kjörbréfanefndar.
- Skýrsla stjórnar um starfsemi sambandsins í liðnu starfsári.
- Ársreikningur lagður fram til umræðna og afgreiðslu.
- 5. Starfs- og fjárhagsáætlun næsta starfsárs kynnt.
- Ákvörðun árgjalds.
- Tillögur um starfshópa fundarins.
- Málefnastarf.
- Samantekt starfshópa, afgreiðsla ályktana og tillagna.
- Lagabreytingar.
- Kosningar:
- a) kosning formanns til tveggja ára.
- b) kosning tveggja manna í stjórn til tveggja ára.
- c) kosning þriggja varamanna til eins árs. Verði sjálfkjörið skal röð varamanna koma skýrt fram.
- d) kosning tveggja skoðunarmanna ársreikninga LEB og tveggja til vara, allra til eins árs.
- e) kosning nefnda sem starfa milli landsfunda.
- Önnur mál.
6.2. Stjórn er heimilt að fjölga dagskrárliðum svo sem um afmörkuð hagsmunamál aldraðra og ávörp gesta.Við hvetjum aðildarfélög til að að fara að velja fulltrúa sína á landsfund. Samkv. lögum LEB á hvert félag rétt á 1 fulltrúa fyrir allt 150 fyrstu félagsmenn sína, séu félagsmenn 151 – 300 fær félagið 2 fulltrúa og síðan 1 fulltrúa fyrir hverja 300 félagsmenn til viðbótar eða brot úr þeirri tölu. Velja skal jafn marga varamenn. Fulltrúafjöldi einstakra félaga fer eftir uppgefnum félagafjölda í Ársskýrslu 2020. Félagsstjórn aðildarfélags gefur út kjörbréf fyrir landsfundarfulltrúa og skal senda það til stjórnar LEB a.m.k. 2 vikum fyrir landsfund, undirritað af formanni og ritara aðildarfélags. TÍMALÍNA FYRIR LANDSFUND LEB 2021 25 MARS – tveir mánuðir í landsfund
- Uppstillingarnefnd hefur störf og auglýsir eftir framboðum til stjórnar, varastjórnar, skoðunarmanna og varaskoðunarmanna, á heimasíðu LEB.
- Síðasti skiladagur á tillögum til lagabreytinga sem berst stjórn og laganefnd
13 APRÍL – sex vikur í landsfund
- Landsfundur boðaður skriflega og auglýstur á heimasíðu LEB
- Tillögur stjórnar fyrir landsfund kynntar ásamt dagskrá, stað og tíma
- Tillögur til lagabreytinga kynntar með landsfundarboði
25 APRÍL – mánuður í landsfund
- Lokadagur skila á tillögum aðildarfélaga til LEB
- Lokadagur til að skila inn framboðum vegna stjórnarkjörs og trúnaðarstarfa
- Kjörbréfanefnd hefur störf
11 MAÍ – tvær vikur í landsfund
- Uppstillingarnefnd kynnir tillögur sínar og liggja þær frammi á skrifstofu og kynntar á heimasíðu LEB
- Lokadagur skila á kjörbréfum frá aðildarfélögum
18 MAÍ – vika í landsfund
- Endurskoðaðir og áritaðir ársreikningar ásamt skýrslu stjórnar liggja frammi á skrifstofu og birt á heimasíðu LEB
26 MAÍ
- Landsfundur LEB
Tillögu uppstillingarnefndar samþykkt 11. maí 2021 vegna stjórnarkjörs á landsfundi 2021 má sjá HÉR