Landsfundur LEB 29. apríl 2025

Stjórn LEB hefur samþykkt að Landsfundur 2025 verði haldinn þriðjudaginn 29. apríl nk. á Park Inn hótelinu í Reykjanesbæ.

 Að venju mun fundurinn hefjast með ávarpi formanns kl. 10.15 (innskráning á fundinn hefst kl. 9.30). Gert er ráð fyrir að hann muni standa til kl. 16:45.

Dagskrá fundarins er í vinnslu og mun verða kynnt í fyllingu tímans en við lofum áhugaverðum og skemmtilegum erindum. Það verður engin önnur en forseti Íslands, frú Halla Tómasdóttir sem verður með lokaerindi fundarins.

Hér fyrir neðan birtast tilkynningar varðandi landsfund LEB 2025 samkvæmt lögum LEB. Nýjustu tilkynningar efst:

13.febrúar 2025. Tilkynning send út um dagsetningu og staðsetningu fundar

Next
Next

Átaksverkefni um frávísun svefnlyfja.