LEB hefur gefið út einfaldar leiðbeiningar fyrir spjaldtölvur

LEB hefur fundið fyrir vaxandi þörf margra eldri borgara sem ekki hafa verið tölvuvæddir að hafa handhægt kennsluefni sem myndi nýtast þeim til að komast í rafrænt samband við umheiminn.Enda er tölvulæsi orðið ómissandi þáttur í ýmsum samskiptum, hvort sem er manna í millum eða við opinberar stofnanir. Tölvur eru í mismunandi formum: Borðtölvur, spjaldtölvur, fartölvur… Jafnvel nýjustu símar eru orðnir fyrirtaks.Í haust réðst LEB í að vinna að málinu og fékk Oddnýju Helgu Einarsdóttur til að taka saman kennsluefni, í sitt hvort ritið, fyrir Ipad annars vegar og Android stýrikerfi hins vegar. Android er í nánast öllum tölvum sem ekki eru af Ipad gerð.Kennsluefnið er í bæklingum af A4 stærð og ríkulega skreyttir leiðbeininga myndum. Þar er farið skref fyrir skref um ýmsa grunnþætti spjaldtölvunnar, eins og t.d.:
  • Almenn virkni
  • Uppsetning
  • Skjárinn
  • Lykilorð
  • Stöðuborð
  • Lyklaborð
  • Að skipta um bakgrunn
  • Tengjast interneti
  • Myndavél
  • Vafri
  • Sækja forrit
  • Tölvupóstur
  • Facebook
  • Kort
  • Uppfærslur

Bæklingarnir, Ipad og Android, bjóðast félagsmönnum LEB, sem eru félagsmenn allra félaga eldri borgara um allt land á afsláttarverði: 800 kr. fyrir eintakið.Almennt verð er 1.000 kr. fyrir eintakiðPantanir sendist á netfangið leb@leb.isÁsamt þessum upplýsingum:– Eintakafjöldi og þá af hvorri gerð bæklings– Nafn viðtakanda, heimilisfang og kennitala.Ef greiðandi er annar en viðtakandi þá þarf að taka fram:– Nafn hans, heimilisfang og kennitöluVið póstsendum hvert á land sem er. Póstburðargjöld eru greidd af LEB.Við mælumst til að einstaklingar sem kaupa af okkur bæklinga gegnum netið millifæri á reikning okkar:– Kennitala: 6009894059– Bankanr.: 0516-26-013888Senda kvittun úr heimabanka á netfangið leb@leb.isFélagsmálaráðuneytið styrkti útgáfuna.

Previous
Previous

Ályktun Landsfundar LEB 2020 um velferðar- og heilbrigðismál

Next
Next

Þúsundir hafa ekki efni á heyrnartækjum