Ályktun Landsfundar LEB 2020 um velferðar- og heilbrigðismál
Ályktun Velferðarnefndar lögð fram á Landsfundi LEB 30. júní 2020 og samþykkt samhljóða með fáeinum breytingum. Kjör aldraðra eru mismunandi og misjöfn eins og kjör allra annarra í samfélaginu. Landssamband eldri borgara hefur beitt sér fyrir margskonar endurbótum á kjörum þeirra sem eldri eru. Í mörgum málaflokkum hefur Landssambandið náð árangri þegar stjórnvöld hafa fylgt ráðleggingum þess og ábendingum. Til marks um þetta nefnir fundurinn kjör þeirra sem hafa búið við skertan lífeyrisrétt vegna búsetu erlendis en um 1000 manns hafa búið við slík kjör. Nú hefur Alþingi loksins samþykkt lög sem leiðréttir þetta óréttlæti, lögin um “félagslegan viðbótarstuðning við aldraða.” Kjörin eru undirstaða fyrir heilbrigðan lífsstíl. Langvinn fátækt skaðar heilsu fólks. Þá bendum við á að áherslur okkar á uppbyggingu hjúkrunarheimila hafa haft áhrif þar sem um er að ræða myndarlegar áætlanir um hundruð nýrra rýma sem greinilega er fylgt eftir. Það er fagnaðarefni.Landsfundurinn leggur áherslu á að enn er mikið starf óunnið og mun að sjálfsögðu halda áfram baráttu sinni við að tryggja og bæta réttindi eldri borgara.Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til laga um breytingar á lögum um almannatryggingar (hálfur lífeyrir) og hvetur Landsfundurinn til þess að frumvarpið verði að lögum sem fyrst. Sú samþykkt myndi bæta stöðu þess fólks sem er í almennu verkalýðsfélögunum og auðvelda þeim að eiga möguleika á sveigjanlegum starfslokum eins og aðrir hafa.Landsfundurinn telur nauðsynlegt að áhersla sé lögð á samvinnu við sveitarfélögin og félagasamtök varðandi kjör aldraðra innflytjenda.Áhugi aldraðra á heilsueflingu hefur aukist verulega sem eykur velferð og vinnur gegn ótímabærum veikindum og jafnvel einmanaleika. Þar skipta heilsustyrkir frá sveitarfélögunum mjög miklu máli og mikilvægt að koma þeim á sem víðast. Ennfremur ber að fagna áherslu á næringarrík og holl matvæli, sum sérstaklega ætluð öldruðum. Stór hópur aldraðra þarf á hjálpartækjum að halda til að geta tekið virkan þátt í mannlífinu. Má þar nefna bæði heyrnartæki og gleraugu. Stuðla þarf að því að efnahagur komi ekki í veg fyrir að aldraðir geti fengið slíkar nauðsynjar.Landsfundurinn fagnar stefnumótun í málefnum fólks með heilabilun og aðgerðaráætlun sem nú hefur verið samþykkt og er komin til framkvæmda.Fjölgun aldraðra kallar á nýjar áherslur og mikilvægi þess að gera þeim kleift að búa sem lengst heima. Þar mun velferðartækni skipta stöðugt meira máli og einfaldar og nauðsynlegar lausnir s.s. að tryggt sé að húsnæði ætlað þessum hópi uppfylli öll skilyrði um aðgengi. Landssambandið hefur tekið forystu í því að auðvelda fólki aðgengi að stafrænni tækni með bæklingagerð og opnað fyrir þekkingarleit á heimasíðu þess. Sú starfsemi verður efld.Sú aukna þjónusta sem byggð hefur verið upp á vegum Heilsugæslunnar er ennfremur fagnaðarefni og hefur auðveldað öldruðum aðgengi að heilbrigðisþjónustunni. Þar ber sérstaklega að vekja athygli á verkefni hjá Reykjavíkurborg; Endurhæfing í heimahúsi sem er teymisvinna þar sem fulltrúar nokkurra starfsstétta sinna einstaklingum. Aðbúnaður á heimili er skimaður og gerð er áætlun um endurhæfingu. Þetta er verkefni þar sem náðst hefur mikill árangur í því að auka sjálfstæði og lífsgæði eldra fólks. Með þessari endurhæfingu verða margir einstaklingar sjálfsbjarga í þeim athöfnum sem skipta þá máli eins og dæmi sanna. Þessi þjónusta borgarinnar ætti að geta orðið öðrum sveitarfélögum fyrirmynd. Önnur sveitarfélög hafa á undanförnum árum unnið frumkvöðlastarf í bættum aðbúnaði aldraðra bæði á hjúkrunarheimilum og í heilsugæslunni. Alltaf við gerð kjarasamningaLandssamband eldri borgara mun beita sér fyrir því að kjör aldraðra verði dagskrárefni við gerð allra heildarkjarsamninga þannig að lífeyrir aldraðra hækki skilyrðislaust um leið og breytingar verða á almennum launamarkaði. Landssambandið skorar á verkalýðshreyfinguna og samtök atvinnurekenda að gera þetta verkefni að skyldu við alla heildarkjarasamninga. Áskorun á sveitarfélöginLandssambandið leggur áherslu á að haldið verði áfram af krafti að byggja hjúkrunarheimili. Jafnframt er hér með skorað á sveitarfélögin að skapa samfellda þjónustustefnu við aldraða inni á heimilum þeirra. Fjölga þarf verulega dagdvalarrýmum og auka fjölbreytileika þeirra miðað við þarfir eldra fólks og aðstandenda þeirra. Brýnt er að stofna til skipulegs samráðs ríkis og sveitarfélaga um alls konar þjónustu sem snýr að öldruðum. Það er óþolandi að skortur á samstarfi þessara aðila verði til þess að þjónustuþörf sé ekki sinnt. Það er verulegt áhyggjuefni hve margir aldraðir eru algjörlega bundnir yfir veikum maka og nauðsyn er á eflingu á þjónustu við þennan viðkvæma hóp. Kannanir hafa sýnt að þar stendur Ísland sig mun verr en hin Norðurlöndin. Annað:Landsfundurinn hvetur heilbriðgisyfirvöld og sveitarfélögin, til að ná samkomulagi um rekstur hjúkrunarheimila sem allra fyrst, til að eyða óvissu.Lýst var yfir áhyggjum af frumvarpi til laga um afgreiðslu á lyfjum þar sem það getur verið erfiðleikum bundið fyrir marga að láta sækja lyf fyrir sig.Landsfundurinn telur mikilvægt að huga að fjölbreyttari búsetuúrræðum fyrir aldraða, s.s. þjónustuíbúðir eða sambýli. Það þarf að verjast líkaHlutfall aldraðra í samfélaginu á Íslandi fer hækkandi er nú 45 þúsund, 67 ára og eldri. Þess vegna þurfa Landssamtök aldraðra að búa sig undir að verja þau kjör sem aldraðir hafa náð að tryggja sér um leið og sótt er fram til endurbóta á þeim kjörum. SamráðsvettvangurLandsfundurinn telur að skapa eigi samráðsvettvang um kjör aldraðra þar sem komi við sögu samtök atvinnurekenda, launafólks, sveitarfélaga, ríkisvaldsins og fulltrúar samtaka aldraðra. Þar verði fylgst reglulega með heildarkjörum aldraðra um leið og skapaðar verði forsendur til góðrar og vandaðrar þjónustu við alla þá sem þurfa á einstaklingsþjónustu að halda. Takist slíkur samráðsvettvangur vel má skoða hvort ástæða sé til að lögbinda hann. Samþykkt samhljóða á Landsfundi LEB 30. júní 2020.