LEB hlýtur rekstrarstyrk frá félags- og vinnumarkaðsráherra
Föstudaginn 16. janúar fór fram styrkveiting félags- og vinnumarkaðsráðherra til frjálsra félagasamtaka vegna verkefna á sviði félags- og velferðarmála.
Meðal styrkþega er LEB - Landsamband eldri borgara og veitti formaður LEB, Helgi Pétursson, styrknum viðtöku.
Styrkúthlutun fór fram við hátíðlega athöfn á Reykjavík Natura. Hefð hefur skapast fyrir því að valdir styrkþegar kynni verkefnin sem þeir hljóta styrk fyrir. Að þessu sinni kynntu Vilborg Oddsdóttir og Hildur Loftsdóttir frá Hjálparstarfi kirkjunnar verkefnin Sumarfrí fyrir efnaminni fjölskyldur og Saumó – tau með tilgang. Þá kynnti Ásthildur Lóa Þórhallsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, starfsemi samtakanna.Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags-og vinnumarkaðsráðherra:„Frjáls félagasamtök gegna þýðingarmiklu hlutverki í íslensku samfélagi og ég óska styrkþegum öllum hjartanlega til hamingju. Við höfum tvöfaldað fjármagn til styrkja til félagasamtaka á síðustu tveimur árum, auk þess sem sú breyting hefur verið gerð að veita ekki einungis verkefnastyrki heldur rekstrarstyrki. Það var mikilvæg breyting sem ég er stoltur af.“Hildur Loftsdóttir segir frá verkefninu Saumó – tau með tilgang.Vilborg Oddsdóttir kynnir verkefnið Sumarfrí fyrir efnaminni fjölskyldur.Guðmundur Ingi Guðbrandsson ávarpar styrkþega við upphaf athafnarinnar í dag.Styrkþegar ásamt ráðherra. Helgi Pétursson formaður LEB lengst t.h. á myndinni.
Fréttin birtist fyrst á vef Stjórnarráðsins