LEB og ÖBÍ senda stjórnvöldum sameiginlega áskorun

LEB - Landssamband eldri borgara og ÖBÍ - Öryrkjabandalag Íslands sendu sameiginlega áskorun til stjórnvalda laugardaginn 28. mars 2020.

Í áskoruninni vekja þau athygli á að samkvæmt ráðleggingum sóttvarnalæknis og Almannavarna þá hafa margir sem tilheyra skilgreindum áhættuhópum vegna Covid-19, lokað sig af í sjálfskipaðri sóttkví.Þetta geti verið eldri borgarar, fatlað og langveikt fólk eða einstæðingar. Hætta sé að hópar fólks einangrist og fái ekki þá aðstoð sem það þarf.Það geti til að mynda falist í einföldum hlutum eins og að kaupa inn nauðsynjar, sækja lyf eða einfaldlega að hafa einhvern til að tala við.Öryrkjabandalag Íslands og Landssamband eldri borgara skora á stjórnvöld að gleyma engum í því neyðarástandi sem nú ríkir.

Skiljum engan eftir!

Áskorunina má sjá hér:áskorun_obi_leb3  

Previous
Previous

Vertu símavinur! Símaspjall við eldri borgara.

Next
Next

Stjórn LEB ályktar um nauðsynlegar aðgerðir í þágu eldra fólks