Stjórn LEB ályktar um nauðsynlegar aðgerðir í þágu eldra fólks
Ályktun frá Landsambandi eldri borgara
-
Stjórn LEB - Landssambands eldri borgara bendir á að í öllum þeim aðgerðum sem stjórnvöld hafa gert til að koma til móts við fyrirtæki og einstaklinga vegna þeirra áhrifa sem kórónuveiran hefur á þjóðfélagið er hvergi minnst á aðgerðir sem snerta hagsmuni eldri borgara landsins.
-
Margir eldri borgarar þurfa á víðtækri þjónustu að halda eins og að fara í mötuneyti, verslanir og apótek, margir í leigubíl. Nú þurfa eldri borgarar að fá sendingar heim sem felur í sér aukinn kostnað.
-
Stjórn LEB skorar á sveitarfélögin að taka upp gjaldfrjálsa heimsendingu til þeirra eldri borgara sem þurfa að fá sendingar heim til sín.
-
Stjórn LEB skorar á sveitarfélögin að lækka fasteignagjöld sem kemur öllum til góða.
-
Stjórn LEB telur í því ástandi sem nú ríkir í þjóðfélaginu gæti verið rétt að leggja fram fé til Tryggingastofnunar ríkisins til að sinna þeim verst settu.
-
Stjórn LEB skorar á ríkisvaldið að stíga nú það skref að hækka almenna frítekjumarkið í 50 þús.kr. á mánuði. Sú aðgerð mun auka ráðstöfunartekjur sambýlinga um 7.094 kr.á mánuði og hjá einbýlingum um 8.970 kr. á mánuði eftir skatt.
-
Stjórn LEB skorar á stjórnvöld að afgreiða frumvarp að lögum nr.666 sem nú eru til umsagnar. Þau eru um félagslega aðstoð við fólk með skerta búsetu.
25.mars 2020Stjórn LEB - Landssambands eldri borgara
Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður Haukur Halldórsson varaformaðurValgerður Sigurðardóttir gjaldkeri Dagbjört Höskuldsdóttir ritariEllert B. Schram meðstjórnandi Drífa Sigfúsdóttir varamaðurIngólfur Hrólfsson varamaður Ólafur Ingólfsson varamaður