Málþing: Hvað er í matinn hjá ömmu og afa?
Málþing um hinn þögla vanda vannæringar eldra fólks í heimahúsi, 23.nóvember kl. 13.00-16.00 í Veröld – hús Vigdísar, Háskóli Íslands.
Málþingið er á vegum Matvæla- og næringarfræðideildar Háskóla Íslands og Rannsóknastofu í næringarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala, í samvinnu við Næringarstofu Landspítala, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu og heimaþjónustu Reykjavíkurborgar.
Dagskrá:
13.00 Næring – vanmetinn þáttur í öldrunarþjónustu. Pálmi V. Jónsson fv. yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítala og prófessor við Háskóla Íslands.
13.15 Afleiðingar vannæringar meðal eldri einstaklinga. Ólöf Guðný Geirsdóttir prófessor í næringarfræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands.
13.30 Staða þekkingar og grunnur fyrir HOMEFOOD rannsóknina. Alfons Ramel prófessor í næringarfræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands.
13.45 Niðurstöður HOMEFOOD rannsóknarinnar. Berglind S. Blöndal doktorsnemi í næringarfræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands.
14.00 HOMEFOOD - Hvað kostar þetta? Ólöf Guðný Geirsdóttir prófessor í næringarfræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands.
14.15 Kaffihlé
14.35 Styrkir til kaupa á næringarviðbót vegna vannæringar. Ingibjörg Gunnarsdóttir prófessor í næringarfræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands.
14.45 Hvað getur Landspítali gert? Áróra Rós Ingadóttir deildarstjóri á Næringarstofu Landspítala og lektor við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands.
15.00 Sjónarhorn lækna. Anna Björg Jónsdóttir yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítala.
15.10 Hvert er hlutverk heilsugæslu? Óla Kallý Magnúsdóttir næringarfræðingur á Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu.
15.20 Hvernig er unnið með vannæringu í heimaþjónustu? Margrét Guðnadóttir sérfræðingur í heimahjúkrun og verkefnastjóri SELMU og Eva Björg Björgvinsdóttir næringarfræðingur í heimaþjónustu Reykjavíkurborgar.
15.30 Pallborðsumræður (allir fyrirlesarar taka þátt)
15.50 Samantekt og dagskrárlok
Fundarstjórn: Pálmi V. Jónsson
Tengill á streymi https://eu01web.zoom.us/j/62189703154