Slökun fyrir daginn og fyrir svefninn
Fanný Jónmundsdóttir hefur fært LEB upptökur af heppilegum slökunaræfingum, bæði til að hefja daginn og einnig slökunaræfingar fyrir svefninn. Þessar upptökur eru nú aðgengilegar á vef LEB og hægt að hlusta á þær hvenær sem fólki hentar.Hér er slökun fyrir daginnHér er slökun fyrir svefninnSlökunaræfingarnar finnur þú framvegis efst á heimasíðunni undir flipanum ÚtgáfuefniFanný hafði orðið vör við mikla streitu hjá fólki og fór í framhaldi af því að kynna sér slökun og mikilvægi jákvæðra staðhæfinga. Hún lagði mikla vinnu í að grafa upp hvernig best væri að gefa út slökunarsnæddur með slíku efni. Hún setti saman efni fyrir daginn og fyrir svefninn. Því það er mikilvægt að fara inn í daginn með jákvæðu hugarfari og að hlusta á slökunarefni sem þú ferð með inn í svefninn. Spólurnar vinna saman og hvor spóla er 21 mínúta, en það er til þess að hugurinn komist inn í slökunarástand og meðtaki efnið betur.Síðan valdi Fanný klassíska tónlist sem er 60 slög á mínútu eins og hjartað slær þegar það er í slökun. Einnig bætti hún við sjávarniði sem virkar á slökun. Þegar þetta efni er notað samhliða í 3 vikur eða 21 dag er nokkuð öruggt að fólk finnur verulegan mun á sér.Þegar hún tók upp þetta efni varð fyrir valinu Gísli Helgason tónlistarmaður til að hljóðsetja og taka upp efnið. Hann reyndist einstaklega hjálplegur og þolinmóður og kann hún honum bestu þakkir fyrir.Í því ferli að gefa út þessar spólur árið 1993 ákvað hún að gera allt til að jákvæðni skini í gegnum allt og fékk því þá hugmynd að afhenda Vigdísi Finnbogadóttur, þáverandi forseta Íslands, fyrstu spólurnar og biðja hana að vera verndari verkefnisins. Það gerði Vigdís og hafa þessar spólur síðan verið settar á diska og hafa að m.a. verið spilaðar hjá Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði kvölds og morgna, gestum til aðstoðar við slökun og uppbyggingar. En hver er Fanný Jónmundsdóttir? - Gefum henni orðið:„Eftir 17 ár í verslunarrekstri með tískuvörur hóf eg störf í bókaverslun Sigfúsar Eymundsson í Austurstræti. Fljótlega varð ég verslunarstjóri þar og kynntist þar nýju efni frá Bandaríkjunum, myndböndum og hlustunarsnældum með margvíslegu efni ætlað til að byggja upp fyrirtæki og ekki síður einstaklinga. Þetta efni var mjög aðgengilegt og var þar um að ræða alda gamalt efni og einnig nýtt efni. Einnig var Eymundsson með umboð fyrir ,,Time Manager” sem voru dagbækur en einnig var Stjórnunarfélag Íslands í samvinnu við Eymundsson og bauð upp á mjög skemmtileg námskeið í tímastjórnun.Eigandi Time Manager, Anne Bögelund Jensen, var með þessi námskeið hér og voru þau gífurlega vinsæl. Þar kenndi hún fólki að setja sér markmið í lífi og starfi og hvernig tímastjórnun bætir árangur í lífi og starfi. Ég tók þá ákvörðun að hefja störf hjá Stjórnunarfélaginu sem verkefnastjóri og einnig kom ég þar inn með ný námskeið. Ég fór til Kaliforníu þar sem ég lærði að halda námskeið og varð umboðsmaður Brian Tracy á Íslandi. Námskeiðið sem ég var með heitir ,,Leiðin til árangurs“. Það námskeið var ég með í mörg ár ásamt námskeiðum í símsvörun þjónustu, sölutækni og námskeið fyrir þá sem voru í atvinnuleit. Í dag starfa ég sem leiðsögumaður og hef verið í fullu starfi sem slík síðastliðin 9ár.Ég er mjög þakklát Þórunni formanni Landssambands eldri borgara fyrir að svara ákalli mínu um að streyma þessum slökunarspólum meðhugarró á heimasíðu félagsins. Þar sem við nú stöndum öll á tímamótum núna. Ég vil því vona að við getum haldið rósemi og hugarró og haldið ótrauð áfram og taka mót sumrinu fagnandi.“
Fanný Jónmundsdóttir