Rannsóknir sýna að eldra fólk er líklegra til að verða fyrir ofbeldi en yngra fólk. Breytingar á fjölskyldumynstri í nútímasamfélagi geta orsakað tilfinningalegar og fjárhagslegar þrengingar fyrir eldra fólk. Staðan getur orðið enn viðkvæmari þegar fólk óttast að frekari einsemd bíði þeirra ef það kvartar yfir yfirgangi eða hreinu ofbeldi af hálfu ættingja eða umönnunaraðila.Ofbeldi getur verið alls konar.
- Andlegt ofbeldi er þegar einhver hótar þér, gerir lítið úr þér eða lætur þér líða illa.
- Líkamlegt ofbeldi það þegar einhver meiðir þig, til dæmis klípur, kýlir, heldur þér, sparkar, lemur þig eða misnotar lyfin þín. Áverkar, skurðir, óútskýrð meiðsl, brunasár og lélegt ástand húðar geta verið merki um líkamlegt ofbeldi.
- Kynferðislegt ofbeldi er það þegar einhver káfar á þér eða fær þig til að gera eitthvað kynferðislegt sem þú vilt ekki gera eða getur ekki samþykkt það vegna skerðingar.
- Fjárhagslegt ofbeldi er þegar einhver svíkur af þér peninga, stelur eða misnotar peningana þína eða skapar þrýsting vegna ráðstöfunar á peningum þínum. Það er líka fjárhagslegt ofbeldi ef einhver sér um fjármálin þín og útvegar ekki nauðsynjar eða lætur þig undirrita skjöl sem þú ert ekki með skilning á.
- Stafrænt ofbeldi er þegar einhver notar tæki eða tækni til að fylgjast með þér, ógna þér, áreita þig eða niðurlægja þig.
- Vanræksla er þegar líkamlegri umönnun eða lyfjagjöf er ekki sinnt sem skyldi. Til dæmis þegar aldraður einstaklingur er sýnilega vannærður, þjáist af vökvaskorti, er illa klæddur eða fær ekki umönnun vegna veikinda eða meiðsla.
Þú getur haft samband við 112 ef þér finnst að einhver hafi brotið á rétti þínum eða beitt þig ofbeldi.