Rósin fyrir heldri söngvara

Páll V. Sigurðsson, félagi í Kiwanisklúbbnum Hraunborg, hefur gefið út Rósina – söngbók til eldri borgara. Hún er ætluð til notkunar í söngstarfi eldri borgara.Fjöldi hjúkrunar- og dvalarheimila, dagdvala, félagsmiðstöðva og stofnana tengdum starfi aldraðra víða um land hefur fengið bókina að gjöf.Páll gaf í fyrra líknardeild Landspítalans í Kópavogi eintök af Lífsperlunni, fyrirrennara nýju bókarinnar, sem hann gaf einnig út fyrir nokkrum árum.Útgáfa Rósarinnar var fjármögnuð með styrkjum frá ýmsum bakhjörlum,  svo sem Landssambandi eldri borgara, Reykjavíkurborg, Félagi eldri borgara í Reykjavík, Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, Hafnarfjarðarbæ og Seltjarnarnesbæ. Þá sendu Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu bréf til aðildarfélaga sinna og hvöttu þau til að panta bókina.

Previous
Previous

Þúsund blíðir Korpúlfar í Borgum

Next
Next

„Fáránlegum skerðingum“ mótmælt