Gæðatónlist til stuðnings orlofi eldri borgara á Löngumýri

Söngvaskálið Valgeir Guðjónsson og fjöldi ungra tónlistarmanna á Norðurlandi koma fram á tónleikum Skagfirska gamlingjanum til kynningar og stuðnings orlofi eldri borgara á Löngumýri í Skagafirði. Skagfirski gamlinginn verður í Breiðholtskirkju fimmtudaginn 14. mars og hefst kl. 20. Kynnir verður Gísli Einarsson, sjónvarpsmaður og skemmtikraftur.Þeir sem koma fram ásamt Valgeiri Guðjónssyni:

  • Systurnar Ragnhildur Sigurlaug og Sigurbjörg Svandís Guttormsdætur, fæddar 2007 og 2010. Þær eiga heima á Grænumýri í Skagafirði og ganga í Varmahlíðarskóla. Ragnhildur Sigurlaug leikur á fiðlu og syngur líka í kór. Sigurbjörg Svandís leikur á píanó og einnig dálítið á fiðlu.
  • Matthildur Ingimarsdóttir á Flugumýri í Skagafirði, fædd 2008. Hún syngur og leikur á píanó. Hún söng fyrst í brúðkaupi þriggja ára gömul og hefur notið bakradda Álftagerðisbræðra á tónleikum í Miðgarði.
  • Tvíburabræðurnir Júlíus og Tryggvi Þorvaldssynir í Fjallabyggð stunda nám í Tónlistarskólanum á Tröllaskaga. Þeir eru líka í unglingahljómsveitinni Ronju og ræningjunum og eru með fastan, mánaðarlegan þátt á útvarpsstöðinni FM Trölla (trolli.is).
  • Hljómsveitin Jazz-bandicoot er hópur ungs fólks sem kynntist í tónlistarskóla FÍH og leikur, djassskotin lög.
    • Fróði Snæbjörnsson frá Blönduósi, hljómborð.
    • Gunnar Sigfús Björnsson frá Varmalæk í Skagafirði, bassi.
    • Sólrún Mjöll Kjartansdóttir úr Reykjavík, trommur.
    • Tumi Torfason úr Reykjavík, trompett.
    • Sigvaldi Helgi Gunnarsson, söngur og gítar.
  • Löngumýrarkvartettinn er góðkunnur öllum sem dvalið hafa í orlofi á Löngumýri í Skagafirði.
    • Gunnar Rögnvaldsson, staðarhaldari og skemmtikraftur á Löngumýri.
    • Íris Olga Lúðvíksdóttir, lífskúnstner og listakona, kennari og bóndi í Flatatungu í Skagafirði.
    • Sigvaldi Helgi Gunnarsson og Bergrún Sóla Áskelsdóttir, sonur og tengdadóttir Gunnars staðarhaldara.

Aðgangur kostar 4 þúsund krónur.Þórey Dögg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri eldriborgararáðs Reykjavíkurprófastsdæma, hefur veg og vanda af því að undirbúa og skipuleggja bæði tónleikana Skagfirska gamlingjann og orlof eldri borgara í Skagafirði. Það hefur hún líka gert undanfarin ár:„Í fyrra komust færri að en vildu á Löngumýri. Þá dvöldu þar alls 180 manns í sex hópum og gert er ráð fyrir sex þrjátíu manna hópum líka á komandi sumri. Margir koma aftur og aftur. Það segir sína sögu um að fólki líkar dvölin vel, enda mannbætandi á allan hátt.Skráning vegna Löngumýri hefst þriðjudaginn 19. mars kl. 9 í símum 567 4810 og 666 9891.

  • Hópur 1: Sunnudagur 26. maí til föstudags 31. maí – 5 nætur.
  • Hópur 2: Sunnudagur 2. júní til laugardags 8. júní – 6 nætur.
  • Hópur 3: Sunnudagur 16. júní til föstudags 21. júní – 5 nætur.
  • Hópur 4: Sunnudagur 23. júní til föstudags 28. júní – 5 nætur.
  • Hópur 5: Sunnudagur 30. júní til föstudags 5. júlí – 5 nætur.
  • Hópur 6: Laugardagur 6. júlí til föstudags 12. júlí – 6 nætur.

Previous
Previous

„Fáránlegum skerðingum“ mótmælt

Next
Next

Í mörg horn að líta á Akureyri