Skerðingum almannatrygginga mótmælt

Aðalfundur Félags eldri borgara í Garðabæ 4. mars 2019 fagnar framkominni kröfu stéttarfélaga og sambanda innan ASÍ um að stigið verði ákveðið skref til  lækkunar á skerðingu  almannatrygginga úr 45% í 30% vegna lífeyris frá lífeyrissjóðum. Sú óréttláta skerðing sem viðgengst í dag á sér ekkert fordæmi í þeim löndum sem við berum okkur saman við og stuðlar að fátækt meðal eldri borgara og rýrir traust á lífeyrissjóðum.

Einnig leggur fundurinn áherslu á að tryggður verði jöfnuður milli  lífeyrisþega gagnvart almannatryggingum, vegna lífeyris frá lífeyrissjóðum sem tilkominn er vegna skylduiðgjalds, hvort sem lífeyrir kemur úr samtryggingu eða séreign.

Fundurinn leggur allt  traust sitt á að ASÍ  fylgi kröfunni fast eftir í viðræðum við stjórnvöld og ekki verði hvikað frá henni fyrr en ásættanleg niðurstaða fæst.

___

Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík 19. febrúar 2019 fagnar framkominni kröfu stéttarfélaga og sambanda innan ASÍ um að stigið verði ákveðið skref til  lækkunar á skerðingu  almannatrygginga úr 45% í 30% vegna lífeyris frá lífeyrissjóðum. Sú óréttláta skerðing sem viðgengst í dag á sér ekkert fordæmi í þeim löndum sem við berum okkur saman við og stuðlar að fátækt meðal eldri borgara og rýrir traust á lífeyrissjóðum.

Einnig leggur fundurinn áherslu á að tryggður verði jöfnuður milli  lífeyrisþega gagnvart almannatryggingum, vegna lífeyris frá lífeyrissjóðum sem tilkominn er vegna skylduiðgjalds, hvort sem lífeyrir kemur úr samtryggingu eða séreign.

Fundurinn leggur allt  traust sitt á að ASÍ  fylgi kröfunni fast eftir í viðræðum við stjórnvöld og ekki verði hvikað frá henni fyrr en ásættanleg niðurstaða fæst.

Previous
Previous

Eykur sjálfboðaliðastarf hamingju?

Next
Next

Þúsund blíðir Korpúlfar í Borgum