Sparta býður 60+ í frían prufutíma

Líkamsræktarstöðin Sparta, Bíldshöfða 9, 110 Reykjavík, býður öllum 60+ að koma í frían prufutíma í heisurækt fyrir þennan aldurshóp: „60+ Leikfimi fyrir fólk á besta aldri. Við leggjum höfuðáherslu á að styrkja fólk en einnig liðka stífa og þreytta liði og bæta samhæfingu svo fátt eitt sé nefnt." Tímarnir eru tvisvar í viku, á miðvikudögum og föstudögum kl. 11.00 - 11.40.Þeir sem síðan vilja stunda heilsuræktina reglulega geta keypt mánaðarkort á 7.500 kr. Nánari upplýsingar er að finna hér um SPARTA

Previous
Previous

„Sparnaðurinn rennur að stærstum hluta í ríkissjóð" 

Next
Next

Níu þúsund fátækir eldri borgarar