Tæknilæsi sumarið 2020 fyrir eldri borgara í Reykjavík

 Tæknilæsi fullorðinna hófst sem hugmynd mæðginanna Hugins og Rannveigar. En þau starfa bæði hjá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar í félagsstarfi fullorðinna. Verkefnið hefur þróast eins og fílar í leiðangri því fljótlega bættist Frans við með þeim sem einnig starfar hjá félagsstarfi hjá Velferðarsviði. 
Síðar komu með þeim í verkefnið þau Úlfur og Gunnhildur hjá Skema í HR og fékk hópurinn stuðning, leiðsögn og styrk hjá Guðrúnu Jóhönnu sem sér um endurhæfingu í heimahúsi og svo Velferðartæknismiðjunni. Hópurinn náði að halda eitt tilrauna námskeið fyrir tíu forvitna einstaklinga í Dalbrautarþorpinu. Gekk þetta fyrsta námskeið glimrandi vel og var búið að skipuleggja og undirbúa framhaldsnámskeið fyrir þann hóp, en þá skall á Covid faraldurinn.Við þann faraldur varð samfélaginu mjög ljóst hversu gríðarlega mikilvægt það er að efla og bæta í tæknilæsi fullorðinna en mikið var um einangrun og einmannaleika meðal fólks í samkomubanninu, þá sérstaklega meðal aldraðra.Því er það mjög ánægjulegt að ákveðið var að setja fullan kraft í að efla tæknilæsi fullorðinna þetta sumarið og fékkst til þess fjárstuðningur frá félagsmálaráðuneytinu. Tækjakaup og ráðningar hafa verið á fullu undanfarnar vikur og munu fyrstu hóparnir byrja í kennslu mánudaginn 22. júní 2020.Ekki er þörf að eiga spjaldtölvu til að koma á námskeiðin en best er að koma með eigið tæki og læra á það. Stuðst verður við kennslubæklinga Landssambands eldri borgara og munu kennararnir vera með þá á námskeiðunum til sölu. HÉR er hægt að lesa um tímasetningar og kennslustaði  
Previous
Previous

Viðtal við formann LEB að loknum Landsfundi 2020

Next
Next

Ályktun Landsfundar LEB 2020 um stuðning við Gráa herinn